Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Fallbyssuæfing um borð í Þór - 31.3.2021

FALLBYSSA-6

Fallbyssurnar á varðskipum Landhelgisgæslunnar eru sem betur fer lítið notaðar. Endrum og sinnum þarf þó að dusta rykið af þeim og rifja upp réttu handtökin. Á dögunum hélt áhöfnin á varðskipinu Þór fallbyssuæfingu og var þá hleypt af fallbyssunni af afturþilfari varðskipsins. Æfingin gekk afar vel.

Kafað í reyk á Hólmavík - 29.3.2021

1_1617017319801

Eins og gefur að skilja gegna æfingar veigamiklu hlutverki í stórfum varðskipsáhafna Landhelgisgæslu Íslands. Ein slík fór fram í síðustu viku þegar þegar reykköfunaræfing var haldin um borð í Fönix ST-177 á Hólmavík. 

Fimm hífðir um borð í EIR í Fljótavík - 16.3.2021

Image0

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hífði fimm farþega farþegabáts frá borði í Fljótavík á áttunda tímanum í kvöld. Ákveðið var að hífa fólkið frá borði til að gæta fyllsta öryggis.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út eftir að leki kom að farþegabát - 16.3.2021

Nota2_1600696453556

Laust eftir klukkan fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar uppkall frá skipstjóra farþegabáts sem tilkynnti að leki væri kominn að bátnum auk þess sem báturinn væri orðinn aflvana. Átta eru um borð í bátnum sem staddur er í nágrenni Hlöðuvíkur á Hornströndum.

Taug komin á milli Árna og Baldurs - 11.3.2021

Image00006_1615498297719

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er nú komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog og mun hafa ferjuna í togi þar til hafnsögubátur Faxaflóahafna tekur við drættinum í nótt. Varðskipið Þór kemur á svæðið um klukkan 22 í kvöld og verður til taks ef á þarf að halda.

Annasamur dagur hjá Landhelgisgæslunni - 11.3.2021

159732117_183635160138889_5290201487306220450_n

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag enda hafa þyrlurnar þrisvar sinnum verið kallaðar út og Þór einu sinni.

Breiðafjarðarferjan Baldur vélarvana - 11.3.2021

159410442_176266637454396_9130246889818799418_n

Varðskipið Þór, rannsóknarskipið Árni Friðriksson og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út á þriðja tímanum í dag vegna Breiðafjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms.

Ríkisstjórnin samþykkir tillögu dómsmálaráðherra um kaup á nýlegu skipi í stað varðskipsins Týs - 5.3.2021

DSC00551

Nýlega kom í ljós alvarleg bilun í vél varðskipsins Týs. Í ljósi þess um hve brýnt mál er að ræða sem varðar þjóðaröryggi, almannavarnir, öryggi sjófarenda og auðlindagæslu hefur ríkisstjórnin samþykkt tillögu dómsmálaráðherra þess efnis að þegar verði hafist handa við kaup á nýlegu skipi. 

Danska herstjórnin á Grænlandi býður fram aðstoð - 4.3.2021

Photographer-Arni-Saeberg3

Danska herstjórnin á Grænlandi, Joint Arctic Command, hefur fylgst grannt með jarðskjálftahrinunni sem staðið hefur yfir að undanförnu á Reykjanesi. Herstjórnin ber ábyrgð á leitar og björgunarmálum Dana í Norður-Atlantshafi. Landhelgisgæslan er í daglegu samstarfi við Dani vegna leitar og björgunarmála á svæðinu og í dag buðu Danir fram alla þá aðstoð sem mögulegt er að veita ef þess yrði óskað.

Yfirmaður annars flota Bandaríkjanna í heimsókn - 3.3.2021

Image00001_1614774726773

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti aðmírálnum Andrew Lewis, yfirmanni 2. flota sjóhers Bandaríkjanna.

Fyrsta græna skrefið stígið - 1.3.2021

2_1614611785854

Í byrjun febrúar höfðu allar starfsstöðvar Landhelgisgæslu Íslands lokið við að stíga fyrsta græna skrefið í ríkisrekstri.