Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Bandaríska skólaskipið Eagle komið til Reykjavíkur - 28.6.2011

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 kom í morgun til hafnar í Reykjavík og verður hér á landi fram á föstudag. Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu til móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.

Veikur maður sóttur um borð í línubát - 27.6.2011

GNA3_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 03:50 beiðni frá línubátnum Rifsnesi SH-44 um aðstoð læknis  vegna alvarlega veiks manns um borð. Skipið var að veiðum um 100 sml V-af Reykjanesi. 

Þyrla LHG kölluð út eftir slys á torfæruhjóli - 25.6.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 22:20 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu eftir að alvarlegt slys varð á torfæruhjóli vestan við línuveginn að Nesjavallavirkjun.

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle kemur til Reykjavíkur - 24.6.2011

USCG_Eagle

Von er á bandaríska skólaskipinu USCGC Eagle WIX-327 til Reykjavíkur þriðjudaginn 28. júní kl. 10:00. Skipið verður opið almenningi við Miðbakka þriðjudaginn 28. júní kl. 13:00-19:00, miðvikudaginn 29. júní kl. 10:00-17:00 og fimmtudaginn 30. júní frá kl. 10:00-19:00.

Landhelgisgæslan og Flugmálastjórn undirrita samning - 24.6.2011

_IB_6324

Landhelgisgæsla Íslands og Flugmálastjórn Íslands undirrituðu í gær samning sem varðar eftirlit Flugmálastjórnar með stjórnstöð Landhelgisgæslunnar JRCC Ísland (Joint rescue coordination center) og þeirri starfsemi sem þar fer fram vegna stjórnunar leitar- og björgunaraðgerða á leitar- og björgunarsvæði (SRR) Íslands vegna loftfara.

Baldur öflugur á Íslandsmiðum - 22.6.2011

Myndir_vardskipstur_017

Baldur, eftirlits- og sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar hefur frá byrjun maí mánaðar farið til eftirlits um borð í rúmlega 100 báta á Íslandsmiðum. Gefin var út ein kæra og einnig smávægilegar athugasemdir gerðar.

TF-LÍF bjargar mönnum í sjálfheldu - 21.6.2011

Lif1

Þegar áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var að undirbúast fyrir æfingaflug kl. 16:06 í dag barst aðstoðarbeiðni til stjórnstöðvar vegna tveggja manna í sjálfheldu við Þverfellshorn í Esju. TF-LÍF fór í loftið kl. 16:20. Eftir smá leit sáust mennirnir á klettasyllu um 1,3km
austan við Þverfellshorn.

Alþjóðlegur dagur sjómælinga - 21.6.2011

Í dag 21. júní, á sumarsólstöðum, er dagur sjómælinga. Alþjóðasjómælingastofnunin, sem stofnuð var þennan dag árið 1921, og aðildarríkin 80 nota daginn til að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem kortlagning heimshafanna og útgáfa sjókorta er. Í ár er þema dagsins mannauður og fagleg sérfræðiþekking.

Nýtt sjókort; Öndverðarnes – Tálkni. - 21.6.2011

Baldur_2074.__7._agust_2007

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur gefið út nýtt sjókort yfir utanverðan Breiðafjörð. Það nær frá vestasta hluta Snæfellsness norður yfir Breiðafjörð, fyrir Bjargtanga og inn í Tálknafjörð.

Annir hjá stjórnstöð og flugdeild Landhelgisgæslunnar - 20.6.2011

LIF_borur
Margar aðstoðarbeiðnir bárust til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar við lok sl. viku bæði vegna atvika á sjó og landi. Má þar nefna atvik þar sem nokkrir strandveiðibátar lentu í minniháttar bilunum og óskuðu eftir aðstoð við að komast í land. Vel gekk að leysa mál þeirra enda margir bátar á sjó og ekki langt í næstu aðstoð.

Svipast um eftir hvítabjörnum - 15.6.2011

GNA3_BaldurSveins

Í vikunni fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA til gæslu og eftirlits um norðvestan og vestanvert landið. Var flugið auk þess nýtt til leitar að hvítabjörnum á Ströndum og var svæðið leitað frá Drangsnesi að Ísafjarðardjúpi.

Æfingar þyrluáhafna með slökkvifötu - 15.6.2011

slokkt_i_husi1

Nú standa yfir reglulegar æfingar þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar með slökkvifötubúnaði (bambi bucket) sem hengdur er neðan í þyrluna TF-LÍF. Búnaðurinn er m.a. ætlaður til að ráða niðurlögum elda á svæðum sem farartæki slökkviliðsins geta ekki af einhverjum ástæðum nálgast, má þar nefna sumarbústaðasvæði og sinuelda.

Skipt um rafgeyma á Kristínartindum - 15.6.2011

a-Kristinartindum--11

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar ásamt félögum í Björgunarsveitinni Kára í Öræfum, starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs og hótelhöldurum í Freysnesi skiptu um rafgeyma í endurvarpanum á Kristínartindum síðastliðið laugardagskvöld.

Varðskipið Ægir bjargar hátt í 100 manns á Miðjarðarhafi - 13.6.2011

AegirPir-(20)

Varðskipið Ægir bjargaði á föstudag 93 mönnum af vélarvana báti nálægt eynni Krít í Miðjarðarhafi en varðskipið sinnir nú landamæragæslu fyrir Evrópusambandið undir merkjum Frontex, landamærastofnunar ESB.

Viðamikil æfing á Faxaflóa liður í Norður Víkingi - 10.6.2011

NV2011_09062011_JonPallAsgMG_2812-(7)

Þá er komið að lokum æfingarinnar Norður Víkings sem staðið hefur yfir frá því á mánudag. Eru þátttakendur sammála um að gengið hefur mjög vel. Í gær fór fram viðamikil æfing í haugasjó á Faxaflóa.

Fiskibátur strandar skammt utan Arnarstapa - 9.6.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 10:23 aðstoðarbeiðni frá 6 tonna fiskibát með einn mann um borð sem við það að reka upp í kletta undan Arnarstapa í Patreksfjarðarflóa. Ekki var talin hætta á ferðum  en þrjár björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru kallaðar til aðstoðar

Síða 1 af 2