Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Framhald síldaraðgerða metið eftir helgi - 30.11.2013

Þor_Akureyri

Framhald fælingaraðgerða með hvellhettum í Kolgrafafirði í gær staðfesti fyrri reynslu af að slíkar aðgerðir séu árangursríkar í því skyni að smala síld. Veðurskilyrði í firðinum í gær gerðu mönnum hins vegar mjög erfitt fyrir og tókst ekki að smala allri þeirri síld sem stefnt var að út fyrir brú.

Aðgerðir standa yfir í Kolgrafarfirði - 28.11.2013

Upp úr kl.15:00 í dag hófust tilraunir með að nota svokallað „Thunderflash“ til að fæla síld úr Kolgrafafirði.  Thunderflash eru smásprengjur eða litlar hvellhettur  sem Landhelgisgæslan notar ef hún þarf til dæmis að kalla kafara upp úr sjónum.  Hvellhetturnar framkalla hávaða og titring neðansjávar og mun líklega engin verða var við neitt á yfirborðinu. Fyrstu upplýsingar frá vettvangi gefa til kynna að þessi aðferð sé að skila árangri.

Smásprengjum beitt við síldarfælingar í Kolgrafafirði - 27.11.2013

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar sem nú er í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með smásprengjum í firðinum í því skyni að hrekja síldina sem þar er nú út úr firðinum. Landhelgisgæslan mun sjá um framkvæmd þeirra aðgerða, sem gert er ráð fyrir að fari fram á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember. Varðskipið Þór mun annast vettvangsstjórn á sjó vegna aðgerðanna.

Komin út lokaskýrsla vegna æfingarinnar SAREX Greenland 2013 - 27.11.2013

Nýverið voru gefnar út lokaniðurstöður vegna leitar- og björgunaræfingarinnar SAREX Greenland Sea 2013, sem fór fram í september, norðaustarlega á Grænlandshafi. Var þetta í annað sinn sem æfingin er haldin á grunni samkomulags Norðurskautsríkjanna um öryggi á Norðurslóðum. Þær þjóðir Norður Heimskautsráðsins sem sendu leitar- og björgunaraðila á svæðið auk Íslands voru Grænland, Danmörk, Kanada, Noregur og Bandaríkin.

Hafís fyrir vestan land - 26.11.2013

Hafis-1
Nokkrar tilkynningar um hafís hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni.Ísjaki sást um

11 sml NNA af Furufjarðarnúp og auk þess er ísspöng með miklu af íshrafli og/eða lausum ís í 43 sjómílna fjarlægð N-af Horni. Áætluð lengd hennar u.þ.b. 2-3 sjómílur og breidd 1 - 1,5 sml. Einnig er gisinn ís talsvert nær landinu. Hafísinn sést illa eða ekki á ratsjá og getur valdið hættu.

Björgunaræfing haldin um borð í varðskipinu Týr - 18.11.2013

Nýverið var haldin björgunaræfing um borð í varðskipinu Týr sem er nú staðsett á Akureyri. Í æfingunni var varðskipið í hlutverki strandaðs skips með 25 manna áhöfn sem hlaut ýmiskonar áverka við strand skipsins.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa - 17.11.2013

Landhelgisgæslan tók í morgun þátt í athöfn sem fór fram við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í tilefni af alþjóðlegum minningardegi, þar sem minnst er þeirra sem látist hafa í umferðinni.Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var viðstödd athöfnina ásamt fulltrúum viðbragðsaðila. Landsmenn eru hvattir til að nota daginn til að leiða hugann að minningu þeirra sem hafa látist í umferðinni

Mikilvægi Sifjar við björgunaraðgerðir - myndir úr eftirlitsbúnaði af Goðafoss - 11.11.2013

Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu í Reykjavík eftir að hafa tekið þátt í björgunaraðgerðum vegna flutningaskipsins Goðafoss. Sif er afar mikilvægt eftirlits- og björgunartæki og um borð er lykilbúnaður við leit, björgun, löggæslu sem og eftirlit innan íslenska hafsvæðisins.

Björgunareiningar Landhelgisgæslunnar kallaðar tilbaka eftir samráð við Eimskip - 11.11.2013

Eftir samráð Landhelgisgæslunnar og Eimskips vegna björgunaraðgerða flutningaskipsins Goðafoss hefur verið ákveðið að kalla tilbaka björgunareiningar Landhelgisgæslunnar. Flugvélin Sif kom á staðinn upp úr klukkan níu og er hún nú á leið til Reykjavíkur. Varðskipið Þór og þyrlurnar Líf og Gná eru einnig á leið tilbaka. Færeyska varðskipinu Brimil hefur verið snúið aftur til Færeyja.

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar við flutningaskipið  Goðafoss - 11.11.2013

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar er nú við flutningaskipið  Goðafoss 70 sml V-af Færeyjum og kannar vettvang. Í framhaldinu mun flugvélin kanna aðstæður á flugleið þyrlna Landhelgisgæslunnar frá vettvangi að Höfn í Hornafirði,  ef þörf verður á aðkomu þeirra. Skipið heldur sjó og er ástandið stöðugt.

Staðan fljótlega endurmetin með Eimskip. Goðafoss heldur sjó og ástand stöðugt.  - 11.11.2013

SIF_MG_1474

Landhelgisgæslan hefur nú fengið þær upplýsingar frá áhöfn Goðafoss að þeim hefur tekist að slökkva allan eld í skipinu. Verið er að meta skemmdir og unnið að því að ná fullu afli á aðalvél. Skipið heldur sjó og ástandið stöðugt. Staðan verður fljótlega endurmetin með Eimskip.Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar verður yfir Goðafossi um klukkan 09:00. Þyrlur LHG eru í viðbragðsstöðu á Höfn og varðskipið Þór er á leið fyrir Garðskaga.

Varðskipið Þór siglir til aðstoðar Goðafossi - 11.11.2013

Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Goðafossi en Landhelgisgæslunni barst í nótt beiðni um aðstoð eftir að eldur kom upp í skipinu sem var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands. Áhöfn Goðafoss telur að þeim hafi tekist að slökkva eldinn og er nú unnið að kælingu.

Eldur kom upp í íslensku flutningaskipi - 11.11.2013

Landhelgisgæslunni barst í nótt tilkynning frá flutningaskipinu Goðafossi um að eldur hefði komið upp í skorsteinshúsi skipsins og var unnið var að slökkvistörfum um borð. Skipið var staðsett um 70 sjómílur V – af Færeyjum á leið til Íslands. Þrettán manns eru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega.

Minnast áhafnar þyrlunnar TF-RAN sem fórst fyrir þrjátíu árum - 8.11.2013

Í dag minnist Landhelgisgæslan þess að þrjátíu ár eru liðin síðan Rán, þyrla Landhelgisgæslunnar fórst skömmu eftir flugtak frá varðskipinu Óðni undan Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Sif, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í morgun yfir Jökulfirði og kastaði Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar út blómakransi til minningar um áhöfn þyrlunnar.

Þór heldur með skipið Fernanda á Grundartanga - 6.11.2013

Í samráði við Faxaflóahafnir og Umhverfisstofnun hefur verið ákveðið að draga skipið Fernanda til hafnar á Grundartanga.  Varðskipið Þór er þegar lagt af stað og er að áætlað að skipin verði komin til hafnar upp úr klukkan eitt í dag.

Unnið að hreinsun og kælingu flutningaskipsins Fernöndu - 5.11.2013

Áhöfn varðskipsins Þórs og slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa í morgun verið um borð í flutningaskipinu Fernöndu. Enginn eldur er sjáanlegur og er skipið að kólna. Ákveðið hefur verið að halda eftir-slökkvistörfum áfram í dag, þ.e. hreinsun og kælingu skipsins. Á morgun, miðvikudag, verður  ákvörðun tekin um framhaldið

Síða 1 af 2