Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Gott samstarf þyrluáhafnar og lögreglu við umferðareftirlit - 31.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Um helgina flaug þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- GNA með lögreglumenn til eftirlits um uppsveitir Árnessýslu austur eftir þjóðvegi 1 inn á Mýrdalssand og þaðan inn á Syðra Fjallabak . Gekk eftirlitið mjög vel en afskipti voru höfð af sex ökumönnum sem óku of hratt.

Há sjávarstaða um helgina - 20.7.2012

Sjavarhaed_flod

Vegna slæmrar veðurspár um helgina  vill Landhelgisgæslan vekja athygli á að einnig er stórstreymt þessa daga. Reiknað er með að lægðin verði um 968mb og gæti hækkun sjávarborðs umfram flóðspá orðið um 45 cm.

Eldur um borð í fiskibát suður af Stórhöfða
- 19.7.2012

GNA_MAGGY

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:04 tilkynning um eld í vélarrúmi fiskibáts með sjö menn um borð sem staðsettur var um 7 sml. S- af Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar ásamt björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Einnig voru nálæg skip og bátar beðin um að fara til aðstoðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 11:11.

Áhöfn Týs  við eftirlit um borð í færeyskum skipum og bátum - 18.7.2012

Faereftirlit_6

Varðskipið Týr var nýverið við eftirlit á suðvestur, suður, suðaustur og austurmiðum. Varðskipsmenn fóru m.a. um borð í sjö færeyska handfæra og línubáta, íslenska togara og dragnótabáta. Við eftirlit um borð í færeysku bátunum kom í ljós að aflamagn var í samræmi við tilkynningar til Landhelgisgæslunnar.

Þyrla kölluð til leitar NA af Vatnajökli - 17.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kl. 14:35 kölluð út að beiðni lögreglunnar á Egilstöðum til leitar að þýskum hjónum sem ætluðu að ganga yfir Eyjabakkajökul sem er í norðaustanverðum Vatnajökli.

Landhelgisgæslan og lögreglan við eftirlit á Kollafirði - 16.7.2012

OKHullIMG_9367

Séraðgerða- og sprengjueyðingasvið Landhelgisgæslunnar var í sl. viku,  ásamt lögreglunni í Reykjavík við eftirlit á Kollafirði á harðbotna slöngubátnum Flóka sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann OK Hull.

Þyrla sækir slasaðan ferðamann að Glym - 15.7.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 14:35 í dag að beiðni lögreglunnar í Borgarnesi eftir að erlend ferðakona slasaðist á fæti fyrir ofan Glym í Hvalfirði. Þar sem erfitt var fyrir björgunarsveitarfólk að komast  að staðnum var óskað eftir þyrlu. TF-LIF fór í loftið kl. 15:01 og sótti hina slösuðu.

Tvö þyrluútköll í dag - 14.7.2012

Thyrla_stjornklefi

Tvisvar sinnum í dag var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar til bráðflutnings. Fyrra útkallið barst um klukkan tvö eftir að tilkynnt var um alvarlega veikan mann í sundlauginni í Þjórsárdal. Síðara útkallið barst kl. 17:05 eftir að erlendur ferðamaður fékk aðsvif við Jökulsárlón.

Varðskipið Ægir í slipp - 12.7.2012

AegirslippJuli2012

Varðskipið Ægir er nú í slipp við Mýrargötuna en unnið er að reglubundnu eftirliti og viðhaldi á skipinu þar sem skipið er yfirfarið, öxuldregið, bolskoðað og málað. Mun skipið síðar í mánuðinum halda í Miðjarðarhafið þar sem Landhelgisgæslan mun fram á haust aðstoða Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Annríki hjá stjórnstöðinni - slösuð ferðakona sótt með þyrlu - bátur í vandræðum - 11.7.2012

GNA3_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 20:21 í kvöld beiðni frá 1-1-2 um aðstoð þyrlu eftir að ferðakona slasaðist skammt frá Landmannalaugum, milli Bláhnjúka og Brennisteinsöldu. Skömmu áður en óskað var eftir þyrlunni kviknaði í vélarrúmi báts N- af Siglufirði en skipverja tókst sjálfum að slökkva eldinn.

Hafís sást í eftirlitsflugi TF-SYN - 11.7.2012

Hafis-1

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN fór í eftirlitsflug í gær þar sem flogið var frá Reykjavík um Hrútafjörð, Húnaflóa, Skagafjörð, Kögur og þaðan á Ísafjörð. Þyrluáhöfn sá ísrönd á leið út úr Húnaflóa og ákvað að athuga nánar staðsetningu hennar.

TF-GNA fann konu sem leitað var að - 10.7.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 15 í dag að beiðni lögreglunnar á Hvolsvelli til aðstoðar við leit að erlendri ferðakonu sem var villt á hálendinu.  Hún var talin vera í námunda við Landmannalaugar . Fór TF-GNA í loftið um kl. 15:15

Óskeftir þyrlu LHG vegna sinuelds á Snæfellsnesi - 9.7.2012

16062012_LHG_slokkvistorf

Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar óskaði um kl. 19:30 eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að ráða niðurlögum sinuelds við Rauðkollsstaði á Snæfellsnesi. 

Þyrluáhöfn fór beint í annan bráðaflutning - 9.7.2012

Utkall

Önnur beiðni um útkall barst Landhelgisgæslunni um kl. 19:30 í kvöld þegar þyrlan var að lenda við Landspítalann eftir bráðaflutning frá Hólmavík. Óskaði fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eftir þyrlunni til að flytja slasaða eftir umferðaróhapp á Landvegi, móts við Búrfell.

Þyrla kölluð út eftir að bílslys varð við Hólmavík - 9.7.2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu eftir að bílslys varð í nágrenni Hólmavíkur. TF-LIF fór í loftið um kl. 17:30 og var við á slysstað um kl. 18:30. Lenti þyrlan við Landspítalann í Fossvogi um kl. 19:30. 

Bátur vélarvana norður af Grundarfirði - 9.7.2012

_MG_0632
Landhelgisgæslunni barst kl. 09:20 í morgun beiðni um aðstoð frá strandveiðibát sem var vélarvana norður af Grundarfirði. Reynir, björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Grundarfirði var kallaður út og fór til aðstoðar. Eru þeir væntanlegir til hafnar um kl. 11:30. Ágætt veður er á svæðinu og engin hætta á ferðum.
Síða 1 af 2