Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Dómsmálaráðherra Noregs og sendiherra Noregs á Íslandi heimsækja Landhelgisgæsluna. Samstarfssamningur um þyrlukaup. - 30.11.2007

BB_KS_undirritun_301120070001
Föstudagur 30. nóvember 2oo7

Í dag heimsóttu norski dómsmálaráðherrann, Knut Storberget og Margit Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi, ásamt fylgdarliði, Landhelgisgæsluna. Tilefni heimsóknarinnar var samstarfssamningur sem ráðherrann og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra undirrituðu, í morgun, um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla.

Flutningaskipið Axel - 28.11.2007

Miðvikudagur 28.nóvember 2007

Rétt fyrir klukkan 7:00 í morgun fór skipstjóri flutningaskipsins Axels fram á að fá öflugar dælur um borð í skipið þar sem lensidælur þess höfðu stíflast. Skipið var þá statt undan Vopnafirði. Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson fór á staðinn með öflugar dælur frá slökkviliðinu á Vopnafirði. Gerðar voru ráðstafanir til að fá viðbótar dælur og hafnaryfirvöld á Vopnafirði sett í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegrar komu skipsins. Vel gengur nú að dæla sjó úr skipinu og hefur það tekið stefnu á Akureyri. Varðskip mun koma að Axel um hádegisbil, með öflugar dælur og setja mannskap um borð. Varðskipið mun svo fylgja flutningaskipinu til hafnar.

Flutningaskipið Axel heldur til hafnar á Fáskrúðsfirði - 27.11.2007

Þriðjudagur 27. nóvember 2007 – uppfært kl. 14:00

Eftir samráð Landhelgisgæslu Íslands, Umhverfisstofnunar, flokkunarfélags skipsins ásamt skipstjóra þess og útgerð hefur verið ákveðið að flutningaskipið Axel sem skemmdist er það strandaði við Hornafjarðarós í morgun, haldi til hafnar á Fáskrúðsfirði.

Flutningaskipið Axel komið af strandstað, gengur fyrir eigin vélarafli - 27.11.2007

Flutnskip_Axel_strand_Hornafj_27112007_2

Þriðjudagur 27.nóvember 2007 - uppfært kl.10:45

Flutningaskipið Axel, sem strandaði við Hornafjarðarós í morgun er komið af strandstað. Enginn olíuleki virðist vera frá skipinu og dælur hafa við að dæla þeim sjó sem berst í skipið. Axel gengur undir eigin vélarafli áleiðist til Berufjarðar þar sem áætlað er að skipið fari til hafnar. Björgunarskipið Ingibjörg fylgir skipinu áleiðis þar til varðskip Landhelgisgæslunnar mætir skipunum og mun varðskipið fylgja Axel til hafnar.

Flutningaskipið Axel strandar við Hornafjarðarós - 27.11.2007

Flutnskip_Axel_strand_Hornafj_27112007
Þriðjudagur 27.nóvember. 2007

Klukkan 08:20 barst Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð vegna flutningaskipsins Axel sem strandað hafði á Borgeyjarboða við Hornafjarðarós. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ingibjörg frá Hornafirði ásamt lóðsbáti Hornafjarðarhafnar fóru tafarlaust á staðinn.

Stýrimenn/sigmenn og læknar í áhöfnum á þyrlum á fjallamennskuæfingu - 26.11.2007

Fjallamennskunamsk_Villi-Snorri-Hannes-Frikki-Tobbi
Mánudagur 26. Nóvember 2007

Um helgina fóru stýrimenn/sigmenn og læknar í áhöfnum á þyrlum LHG í árlega fjallaæfingu með undanförum Slysvarnarfélagsins Landsbjargar. Æfing sem þessi er haldin í upphafi hvers vetrar og miðar að því að þjálfa þá áhafnarmeðlimi er starfa fyrir utan þyrlurnar í meðferð mannbrodd og ísaxa til notkunar á fjöllum og jöklum að vetri. Þá er æfð notkun trygginga og sigbúnaðar í klettum.

Vélarvana dragnótarbátur tekinn í tog - 24.11.2007

Jon_a_Hofi_i_togi_24112007
Laugardagur 24. nóvember 2007

Um klukkann 8:00 í morgun bárust Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, boð frá Jóni á Hofi ÁR-62, sem var vélarvana um 25 sjómílur NV af Garðskaga. Jón á Hofi er 35 metra, 334 brl. dragnótarbátur með 8 manns í áhöfn (leiðrétt 26.11.2007 SRS). Varðskip fór á staðinn og kom taug í skipið um klukkan 11:15. Varðskipið er með Jón á Hofi í togi, ferðin sækist vel og eru skipin væntanleg til Reykjavíkur um eftirmiðdaginn.

Landhelgisgæslan færir út kvíarnar - 23.11.2007

SYN_flugskyli
Föstudagur 23. nóvember 2007

Í dag voru Fokker flugvél Landhelgisgæslunnnar, TF-SYN og þyrla TF-GNA, flutt í aðstöðu sem Landhelgisgæslan hefur tímabundið fengið til afnota á Keflavíkurflugvelli. Við stækkun flugflotans hefur þrengt að í flugskýlinu við Reykjavíkurflugvöll þar sem Landhelgisgæslan hefur nú fjórar þyrlur til ráðstöfunar, auk Fokker flugvélarinnar.

Ráðningu þyrluflugmanna lokið - 23.11.2007

TF_LIF_Odd_Stefan

Föstudagur 23. nóvember 2007

Nú nýverið lauk ráðningu á nýjum þyrluflugmönnum til Landhelgisgæslu Íslands. Ráðningin var síðasti liður í eflingu þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í kjölfar brotthvarfs varnarliðsins. Hafa þá alls sjö þyrluflugmenn verið ráðnir til starfa, til stækkunar þyrlusveitarinnar.

Vélarvana bátur á reki í nágrenni Reykjavíkur - 21.11.2007

Skolaskipid_Drofn_dregur_somabat_til_rek
Miðvikudagur 21. nóvember 2007

Í dag klukkan 15:32 barst Vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, símtal frá vélarvana bát á reki í nágrenni Reykjavíkur, í gegnum Neyðarlínuna, 112. Bátinn, 6 metra langan Sómabát með þrjá menn um borð rak í átt að Geldinganesi.

Tundurdufl í veiðarfæri - 18.11.2007

Duflid_um_bord
Laugardagur 17. nóvember 2007

Um kl 09:00 hafði togskipið Þorvarður Lárusson frá Grundarfirði (áður Smáey)samband við Vaktstöð siglinga og sagðist vera á togveiðum undan Látrabjargi og hafa fengið stóra álkúlu í veiðarfærin sem væri um 1.20 m í þvermál. Vaktstöð siglinga kom skipstjóra skipsins í samband við sprengjusérfræðing Landhelgisgæslunnar og eftir lýsingum hans á duflinu var enginn vafi talinn á að um væri að ræða þýskt tundurdufl en þeim var meðal annars lagt út við Látrabjarg til að trufla ferðir skipalesta á leið til Murmansk, í seinni heimsstyrjöld.

Útkall - þyrluna strax - 16.11.2007

Utkall_Ottar_bok
Föstudagur 16.nóvember 2007

Út er komin bók Óttars Sveinssonar - Útkall þyrluna strax. Að því tilefni heimsóttu Ulf M. Berthelsen skipherra og Chano Lyng vélavörður á danska varðskipinu Triton Landhelgisgæsluna.

Vaktstöð siglinga, samningur um endurnýjun fjarskiptabúnaðar - 13.11.2007

Stadsetning_senda_strandastodvakerfis
Þriðjudagur 13. nóvember 2007

Undirritaður hefur verið samningur um kaup á nýjum fjarskiptabúnaði fyrir strandastöðvar Vaktstöðvar siglinga. Á síðastliðnu ári var gerð áætlun um endurnýjun strandastöðvarbúnaðar vaktstöðvarinnar og í framhaldi af því var fjármögnun til þessa verkefnis tryggð. Það var síðan ákveðið að bjóða út strandastöðvarbúnaðinn og var útboðið auglýst í maí s.l. og tilboð opnuð 2. ágúst. Tilboð bárust frá fjórum aðilum og var eftir yfirferð tilboða ákveðið að ganga til samninga við austuríska fyrirtækið Frequentis.

Ný leiguþyrla LHG komin heim - 10.11.2007

LN_OBX_REK_10.11.2007_4
Laugardagur 10. nóvember 2007

Í dag lenti ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, LN-OBX, í Reykjavík eftir flug frá Förde í Noregi. Áhöfnin tók við vélinni í Förde sl. miðvikudag og gerði nauðsynlegar flugprófanir. Ráðgert hafði verið að hefja ferðina sl. fimmtudag en brottför frestaðist vegna veðurs þar sem vindur fór í 50 m/s hafinu milli Noregs og Færeyja. Ferðin hófst því í gær, föstudag.

Harðjaxlar heimsækja varðskip Landhelgisgæslunnar - 6.11.2007

Hardjaxlar_a_dekki
Mánudagur 5. nóvember 2007
Harðjaxlar skoðuðu varðskip Landhelgisgæslunnar og fóru í siglingu. Harðjaxlarnir eru hópur fatlaðra og ófatlaðra barna í 7. bekk, undir leiðsögn Bjarna Karlssonar, sóknarprests í Laugarneskirkju.

Allsherjarnefnd heimsækir Landhelgisgæsluna - 5.11.2007

Allsherjarnefnd_heims_LHG_1
Mánudagur 5. nóvember 2007
Í dag heimsótti Allsherjarnefnd Alþingis, Landhelgisgæslu Íslands. Hópurinn kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar; skrifstofu, Sjómælingar, Stjórnstöð og Vaktstöð siglinga, Sprengjueyðingadeild og Köfunardeild, Flugdeild og varðskip. Allar deildir kynntu sína starfsemi fyrir nefndarmönnum auk þess sem ný lög um Landhelgisgæsluna voru kynnt.
Síða 1 af 2