Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Séraðgerðasveit eyddi tundurdufli - 25.10.2022

Tundurdufli-eytt-og-sprengt

Um hádegisbil í gær hafði skipstjóri íslensks togskips samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og tilkynnti að djúpsprengja hefði komið í veiðarfæri skipsins. Tundurduflinu var eytt.

Þór dró flutningaskip til hafnar í Reykjavík - 25.10.2022

EF-AVA-og-vardskipid-Thor-Arni-Saeberg

Varðskipið Þór kom með flutningaskipið EF AVA til Reykjavíkur um klukkan 9 í morgun. Dráttarbátar Faxaflóahafna drógu skipið síðasta spölinn til hafnar.

Þyrlur, Þór og björgunarsveitir kallaðar út vegna flutningaskips í vanda - 24.10.2022

EF-AVA

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum voru kallaðar út á mesta forgangi á öðrum tímanum í dag. Betur fór en á horfðist.

Æft við Færeyjar - 20.10.2022

IMG_3620

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfði í gær með áhöfnum Brimils, varðskips færeysku landhelgisgæslunnar, og Vædderen, varðskips danska sjóhersins, við strendur Færeyja. Landhelgisgæslunni var formlega boðið til æfingarinnar fyrr í mánuðinum.

Æft vegna Hringborðs Norðurslóða - 14.10.2022

20221013_121827

Vegfarendur í miðbænum hafa vafalítið tekið eftir umfangsmikilli sjóbjörgunaræfingu Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem fram fór við Hörpu í hádeginu í gær. 

Þyrlusveitin sótti sjúkling langt á haf út - 12.10.2022

Mynd3_1665588730006

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í langt sjúkraflug á haf út síðdegis í gær vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi. Áhöfnin á TF-GRO var kölluð út á fimmta tímanum vegna veikindanna sem voru um borði í farþegaskipinu Ambience sem statt var um 160 sjómílur út af Garðskaga.

Georg sæmdur franskri orðu - 12.10.2022

Image00007_1665576634691

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, var sæmdur orðunni Ordre du Mérite Maritime af Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, í móttöku í bústað sendiherrans í gær.

Æft með Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar - 10.10.2022

Image00039

Áhöfnin á varðskipinu Þór og Slökkvilið Akraness héldu sameiginlega æfingu um borð í Þór um helgina þegar skipið var við bryggju á Akranesi.

Reykköfunaræfing fór fram í lest varðskipsins og að henni lokinni voru ,,slasaðir" hífðir upp frá spildekki Þórs með stigabíl slökkviliðsins. 

Viðbúnaðaræfing Landhelgisgæslunnar og Geislavarna - 4.10.2022

Geislavarnaaefing-1

Landhelgisgæslan og Geislavarnir ríkisins stóðu nýverið að viðbúnaðaræfingu í samstarfi við systurstofnanir í Noregi og Danmörku. Neyðarástand um borð í kjarnorkuknúnu flutningaskipi um 110 sjómílur norður af Þórshöfn var sett á svið og var hlutverk þátttakenda að bregðast við því.