Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Björgunaráætlun samþykkt - 28.4.2023

DJI_0254

Landhelgisgæsla Íslands, Samgöngustofa og Umhverfisstofnun samþykktu í gær björgunaráætlun björgunarfélagsins SMIT sem vinnur á vegum eigenda flutningaskipsins Wilson Skaw.

Áhöfnin á Þór tók á móti USS San Juan - 27.4.2023

Thor-KAfbatur-og-Magni-2

Bandaríski kjarnorkukafbáturinn USS San Juan kom í dag í stutta þjónustuheimsókn á hafssvæðið norðvestur af Garðskaga til að taka kost. Landhelgisgæsla Íslands leiddi framkvæmd heimsóknarinnar í nánu samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, Geislavarnir ríkisins og utanríkisráðuneytið.

Mengunarvarnargirðingu komið fyrir - 19.4.2023

DJI_0069

Áhöfnin á varðskipinu Freyju kom mengunarvarnargirðingu fyrir umhverfis flutningaskipið Wilson Skaw í morgun. Engin merki eru um olíuleka frá skipinu en búnaðinum er komið fyrir til að gæti fyllsta öryggis. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu að skipinu í gær.

Æft með Slökkviliði Norðurþings - 17.4.2023

Nota

Landhelgisgæslan á í góðu samstarfi við viðbragðsaðila um allt land. Á dögunum fór fram sameiginleg reykköfunaræfing áhafnarinnar á varðskipinu Freyju og Slökkviliðs Norðurþings á Húsavík. Æft var í reykfylltu rými við öruggustu aðstæður og gekk æfingin afar vel.

Landhelgisgæslan vísaði norsku línuskipi til hafnar - 15.4.2023

6L8A8126

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu varir við að norskt línuskip væri á veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Þetta var unnt að sjá í fjareftirlitskerfi Landhelgisgæslunnar.

Baldur úr slipp - 14.4.2023

Baludr-ur-slippnum

Sjómælingaskipið Baldur kom úr slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í vikunni en þar hefur það verið síðan um miðjan febrúar. Hefðbundið viðhald og eftirlit var framkvæmt í samræmi við skilmála flokkunarfélagsins Bureau Veritas.

Landhelgisgæslan fær hjartastuðtæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur - 11.4.2023

Jenny-Lilja-2

Fjölskylda Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti Landhelgisgæslunni tvö hjartastuðtæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju á dögunum. Jenný Lilja lést af slysförum í október 2015, aðeins þriggja ára gömul.

Skrúfudagurinn haldinn hátíðlegur - 5.4.2023

Image00002_1680691492661

Hinn árlegi Skrúfudagur Tækniskólans var haldinn á dögunum. Löng hefð er fyrir því að starfsmenn Landhelgisgæslunnar kynni starfsemi stofnunarinnar og var engin undantekning á því að þessu sinni.

María Júlía dregin til Akureyrar - 3.4.2023

Thorgeir-Baldursson-Maria-Julia

Varðskipið Þór kom með hina sögufrægu Maríu Júlíu til hafnar á Akureyri undir lok marsmánaðar. María Júlía þjónaði Landhelgisgæslunni um árabil og tók meðal annars þátt í fyrsta þorskastríðinu. Báturinn var fluttur frá Ísafirði til Akureyrar þar sem hann fer í slipp. Ferðin til Akureyrar gekk ágætlega en veðuraðstæður voru krefjandi nær alla leið.