Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Smíði DASH-8 eftirlitsflugvélar fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel - 31.3.2008

Dash_8_LHG_feb2008
Mánudagur 31. mars 2008

Smíði nýrrar DASH-8 eftirlitsflugvélar fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel og er á áætlun. Smíðin fer fram í Kanada. Skrokkur vélarinnar er samsettur og vægirnir tilbúnir til ásetningar. Meðfylgjandi myndir sýna flugvélina í smíðum.

Varðskip dregur togarann Örvar HU-2 til hafnar - 29.3.2008

Orvar_dreginn_til_hafnar_30032008
Laugardagur 29. mars 2008

Í gærkvöldi klukkan 21:12 barst Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/ Vaktstöð Siglinga kall frá Örvari HU-2, sem fengið hafði veiðarfæri í skrúfuna á Eldeyjarbanka. Örvar HU-2 er 1199,4 brúttótonna togari frá Skagaströnd. Varðskip var tafarlaust sent á staðinn og um miðnættið hafði tekist að koma taug á milli skipanna. Taugin slitnaði þó fljótlega en nokkuð greiðlega gekk að koma nýrri taug á milli skipanna. Veður á svæðinu er sæmilegt, vindur norðaustan um 20 hnútar og nokkuð ókyrrt. Skipin eru væntanleg til Hafnarfjarðar í dag um klukkan 13:30.

Útför Helga Hallvarðssonar skipherra - 28.3.2008

Helgi_Hallvardsson_borinn_til_grafar
Föstudagur 28. mars 2008

Helgi Hallvarðsson skipherra var borinn til grafar í gær en hann lést þann 15. mars síðastliðinn. Útförin fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann hóf fyrst störf hjá Landhelgisgæslunni 15 ára gamall og starfaði í hennar þágu mest alla sína starfsævi. Helgi lét af störfum, þá sem yfirmaður gæsluframkvæmda, árið 1998 en því starfi hafði hann gegnt frá árinu 1990.

Nemendur Fjöltækniskóla Íslands heimsækja Landhelgisgæsluna - 14.3.2008

Fjoltaekniskolinn_heims_05032008_logo_FI
Föstudagur 14. Mars 2008

Í síðastliðinni viku heimsóttu nemendur Fjöltækniskólan Landhelgisgæsluna. Heimsóknin var þáttur í Skrúfudögum skólans. Nemendurnir kynntu sér starfsemi deilda Landhelgisgæslunnar; aðalskrifstofu, Flugdeild, Sjómælingar Íslands, Sprengjudeild, Vaktstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og varðskipa. Nemendurnir voru mjög áhugasamir um starfsemina og þótti heimsóknin takast mjög vel.

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar taka þátt í North Atlantic Coast Guard Forum - 13.3.2008

NACGF_logo
Fimmtudagur 13. mars 2008

Dagana 3. til 6. mars s.l. sóttu 5 starfsmenn Landhelgisgæslunnar verkefnahópafund Samtaka strandgæsla við Norður-Atlantshaf (North Atlantic Coast Guard Forum) í Kaupmannahöfn. Stofnfundur samtakanna var haldinn í Svíðjóð í október á síðasta ári og tóku Danir við formennsku í samtökunum fyrsta árið. Ísland mun síðan taka við formennsku í september á þessu ári, að afloknum fundi yfirmanna strandgæslanna sem haldinn verður á Grænlandi.

Fulltrúar bandarísku Strandgæslunnar funda með Landhelgisgæslunni og dómsmálaráðherra - 13.3.2008

USCG_heims_25022008
Fimmtudagur 13. mars 2008

Dagana 25-27. febrúar s.l. komu þrír starfsmenn bandarísku Strandgæslunnar til fundar við starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins og Landhelgisgæslunnar vegna samstarfs þessara aðila á sviði leitar-, björgunar- og öryggismála á Norður-Atlantshafi.

Samstarf Landhelgisgæslunnar og bandarísku Strandgæslunnar á sér margra áratuga sögu en við brotthvarf Varnarliðsins var það ákveðið af íslenskum og bandarískum stjórnvöldum að auka þetta samstarf til muna og gera samninga um það þar sem það ætti við.

Börn af leikskólanum Austurborg heimsækja varðskipið Tý - 12.3.2008

Leikskolaborn_heims_Ty_28022008_3
Miðvikudagur 12. mars 2008

Það var áhugasamur hópur fimm ára barna af leikskólanum Austurborg sem heimsótti varðskipið Tý fyrir nokkru. Börnin, sem hafa verið að læra um hafið og ýmislegt því tengt, höfðu sýnt starfsemi Landhelgisgæslunnar sérstakan áhuga og meðal annars kynnt sér starfsemina á heimasíðu Landhelgisgæslunnar.