Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


TF-EIR sótti slasaðann mann - 29.6.2019

65304644_10157491908587384_3787726994007916544_n

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út á tólfta tímanum í dag vegna slasaðs manns við Hornbjargsvita í Látravík. TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 11:24 og sótti manninn. Þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli um 14:00 og var maðurinn fluttur þaðan með sjúkrabíl.

Vitatúr Týs - 29.6.2019

Hrolfssker

Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag eftir sérlega vel heppnaða tveggja vikna ferð umverfis Ísland. Í ferðinni var unnið að eftirliti á ljósvitum og ljósduflum á 44 stöðum víðs vegar um landið í samvinnu við siglingasvið Vegagerðarinnar. 

Slökkvistörf æfð úr lofti - 27.6.2019

IMG_1897

Þyrluáhafnir Landhelgisgæslunnar æfa reglulega slökkvistörf úr lofti með svokallaðri slökkviskjólu. Áhöfnin á TF-LIF hélt á slíka æfingu í dag við fisflugvöllinn á Hólmsheiði. Alls var fötunni sleppt átta sinnum en hún getur rúmað um 2000 lítra af vatni, sem var sótt í Langavatn að þessu sinni. Landhelgisgæslan fékk skjóluna fyrir rétt rúmum tólf árum, í kjölfar eldanna á Mýrum árið 2006. Skjólan er þó komin til ára sinna en þrátt fyrir það stóð hún fyrir sínu á æfingunni í dag sem heppnaðist afar vel. Vilbergur Flóvent Sverrisson sendi Landhelgisgæslunni nokkur myndskeið af æfingunni og gaf góðfúslegt leyfi fyrir birtingunni.

Fóru rúmlega 50 ferðir með 15 tonn af búnaði og gröfu á gúmmíbát - 22.6.2019

IMG_E9307
Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú í hringferð um landið þar sem ástand er athugað og almennu viðhaldi sinnt á vitum landsins. Ferðin er í samstarfi við siglingasvið Vegagerðarinnar en ástand hátt í 50 vita er kannað að þessu sinni. Um 15-19 tonn af smíðaefni, lögnum og öðrum búnaði voru tekin með við brottför frá Reykjavík sem flytja átti að fjörunni við Hornbjargsvita ásamt gröfu. Þar standa yfir framkvæmdir við vitavarðarhús sem Ferðafélag Íslands rekur.

Tillaga að deiliskipulagi - 22.6.2019

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Vélarvana í Hvalfirði - 21.6.2019

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:18 frá vélarvana gúmmíbáti í Hvalfirði. Björgunarsveitin á Akranesi var þegar í stað kölluð út ásamt björgunarbátnum Margréti. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð frá áhöfn Eldingar II en hún brást hratt og örugglega við og hélt á staðinn. Áhöfn Eldingar fann bátinn en björgunarsveitin frá Akranesi náði að losa hann af grynningu. Elding II dregur nú gúmmíbátinn til Reykjavíkur. Tveir voru um borð og sakaði þá ekki.

Hafísinn færist nær landi - 21.6.2019

64788675_10218862562451160_8989686748929851392_n

Líkur eru á að hafísinn sem er um 25 sjómílur NNV af Kögri og 34 sjómílur NV af Kópi færist austar og enn nær landi um helgina. Meðfylgjandi kort sýnir rek hafíssins undanfarna daga en það byggir á SENTINEL-1 ratsjármyndum frá COPERNICUS EU dagana 17.-21.06.2019. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir svæðið í vikunni og meðfylgjandi ljósmyndir eru teknar af áhöfn vélarinnar.

Nýr innsiglingarviti við Sæbraut í stað Sjómannaskólavitans - 21.6.2019

IMG_0139_crop

Nýr innsiglingarviti sem þjónar siglingu um Engeyjarsund, til og frá gömlu höfninni í Reykjavík, verður formlega tekinn í notkun í dag 21. júní. Vitinn stendur við Sæbraut skammt frá Höfða. Á sama tíma verður vitinn í Sjómannaskólanum, sem hefur þjónað sjófarendum síðan 1944, lagður niður.

HUET þjálfun þyrluáhafna - 20.6.2019

20190613_145648

Áhafnir Landhelgisgæslunnar gangast undir margskonar þjálfun og það er alveg óhætt að fullyrða að þessar æfingar séu einn mikilvægasti þátturinn í starfi þeirra sem sinna leit- og björgun. Að jafnaði fer þjálfunin fram hér á landi en einstaka sinnum erlendis. Sumar aðstæður krefjast þess að æft sé í sérstökum tækjum sem ekki er að finna á Íslandi og dæmi um það er þjálfun í að bjarga sér úr þyrlu sem lendir í vatni. 

Baldur og Eir kölluð út vegna Blíðu - 18.6.2019

IMG_2669

Um hádegisbil í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að fiskiskipið Blíða SH-277 hefði steytt á skeri skammt undan Stykkishólmi. Sjómælinga- og eftirlitsskipið Baldur var umsvifalaust beðið um að halda á staðinn.

Stoltenberg heimsótti Landhelgisgæsluna - 13.6.2019

IMG_5876-Small-

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kynnti sér meðal annars varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands í heimsókn sinni til Íslands fyrr í vikunni. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs LHG, og Guðrún Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri, voru í hópi þeirra sem tóku á móti Stoltenberg við komuna til landsins.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir flugslys við Múlakot - 10.6.2019

IMG_4275

TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, voru báðar kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöld vegna flugslyss við Múlakot í Fljótshlíð. Tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru með TF-EIR frá Reykjavík en báðar þyrlurnar lentu við lögreglustöðina á Hvolsvelli þar sem hinir slösuðu voru fluttir úr sjúkrabílum í þyrlurnar. Þyrlurnar fluttu tvo á Landspítalann í Fossvogi.

Fyrsta útkall Eirar - 9.6.2019

IMG_4261

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sitt fyrsta útkall síðdegis vegna slasaðrar göngukonu sem stödd var við Hásker á Öræfajökli. TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi klukkustund síðar. Læknir og sigmaður huguðu að konunni og studdu um borð í þyrluna. Flogið var með konuna á Freysnes þar sem ekki reyndist þörf á að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík.

Heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum NATO - 4.6.2019

IMG_5092

Á dögunum fékk Landhelgisgæslan heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum hinna ýmsu aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins. Að auki voru fulltrúar Svíþjóðar og Finnlands með í för. Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála er afar mikilvægt en fulltrúarnir koma árlega til Íslands og kynna sér stöðu mála hérlendis.