Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Hátíðleg athöfn við Faxagarð þegar varðskipið Ægir lagði að bryggju - 28.5.2009

Tekið var á móti varðskipinu Ægi með hátíðlegri athöfn þegar Vardskip_Rvkhofnskipið lagði að bryggju við Faxagarð klukkan 9:30 í morgun. Hleypt var af þremur fallbyssuskotum við komuna og stóðu starfsmenn Landhelgisgæslunnar heiðursvörð á Faxagarði. Tilefnið var að skipherrann á Ægi, Kristján Þ. Jónsson var að koma úr sinni síðustu skipherraferð en hann lætur af störfum nú um mánaðamótin. Auk hans eru tveir aðrir starfsmenn, þeir Benedikt Svavarsson yfirvélstjóri og Hafsteinn Jensson smyrjari að láta af störfum og voru starfsmenn Landhelgisgæslunnar að heiðra félaga sína með þessum hætti. Hafa þeir félagar starfað í hvorki meira né minna en níutíu ár hjá Landhelgisgæslunni.

Ártúnsskóli heimsækir varðskip Landhelgisgæslunnar - 27.5.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í vikunni heimsókn Artunsskolaheims1fróðleiksfúsra barna úr 6- LB í Ártúnsskóla sem voru í fylgd kennara sinna Lindu Bjarkar og Birnu. Var hópurinn mjög áhugasamur og fékk brytinn Jón Kr. Friðgeirsson fjöldamargar spurningar í skoðunarferð þeirra um skipið.

Niðurstöður sjómælingasviðs LHG birtar í skýrslu um rannsóknir í Surtsey - 25.5.2009

Nýlega kom út hjá Surtseyjarfélaginu skýrsla um rannsóknir í surtsey07Surtsey. Skýrslan er sú tólfta í röðinni um niðurstöður rannsókna sem stundaðar hafa verið í og við Surtsey. Meðal efnis í Surtsey Research 12 er umfjöllun um niðurstöður mælinga sem Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefur stundað á hafsvæðinu umhverfis eyjuna á árunum 1964-2007.

Árni Þ. Vésteinsson deildarstjóra kortadeildar sjómælingsviðs Landhelgisgæslunnar ritar í skýrsluna stutta grein og nefnist hún „Surveying and charting the Surtsey area from 1964-2007.“  

Mikilvægi sameiginlegra æfinga Íslendinga og Dana - 22.5.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar var nýverið við æfingar með Knud_Ras11_aefingdanska varðskipinu Knud Rasmussen austur af Nolsoy í Færeyjum. Landhelgisgæslan og danski sjóherinn hafa á síðustu árum átt náið samstarf á ýmsum sviðum, þ.á.m. við þjálfun áhafna. Varðskipið Knud Rasmussen er nýlegt skip, tekið í notkun árið 2008, er nú unnið að því að gera áhöfn varðskipsins virkari í aðstoð við skip á hafi úti og fólst æfingin að þessu sinni í björgun úr eldsvoða um borð í skipi (íslenska varðskipið í þessu tilfelli) þar sem skipverjar voru týndir og slasaðir. Var skipið að björgun lokinni tekið í tog.

Flugumsjónarnámskeið fyrir varðstjóra stjórnstöðvar - 22.5.2009

Varðstjórar í Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sátu í vikunni námskeið í flugumsjón sem haldið var af hjá Þórarni Inga Stjornstod4Ingasyni flugstjóra. Tilgangur námskeiðsins var meðal annars að auka þekkingu starfsmanna stjórnstöðvar LHG á kröfum flugdeildar LHG, sem fram koma í flugrekstrarhandbók flugdeildarinnar.

 

Þar má nefna skyldur stjórnstöðvar í neyðartilfellum, grunnþekking í veðurfræði, lágmarkskröfur til æfinga á þyrlum, ferilvöktun á þyrlum í flugi, gerð á flugplani, umræða um verklög sem unnið er eftir í hinum ýmsu tilfellum, og almennur undirbúningur fyrir starfsmenn stjórnstöðvarinnar til að takast á við þau fjölbreytilegu tilfelli sem geta skapast við undirbúning útkalla sem og í útköllunum sjálfum. 

Skjót björgun Herdísar SH-145 að þakka neyðarsendi - 20.5.2009

Neyðarsendir á tíðninni 406 MHz varð til þess í nótt að skjótt var brugðist við og vel tókst til við að bjarga tveimur skipbrotsmönnum sem komust í gúmbjörgunarbát þegar bátur þeirra, Herdís SH-145 brann og sökk um 16,5 sjómílur NV- Bjargtöngum.

Ekkert neyðarkall barst frá bátnum, hvorki í sjálfvirka tilkynningakerfinu, í gegnum talstöð eða síma. Skipbrotsmennirnir náðu að ræsa neyðarsendi um borð í björgunarbátnum sem sendi frá sér Cospas-Sarsat neyðarskeyti á 406 MHz. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar brást við og sá nær samstundis staðsetningu neyðarskeytisins.

Þjálfun hafin á nýja flugvél Landhelgisgæslunnar - 19.5.2009

Ný Dash-8 eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar Dash8_smidi_jun2008_2verður afhent eftir nokkrar vikur og hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar þegar hafið þjálfun á nýju vélina. Dvöldu stýrimenn hjá sænsku strandgæslunni þar sem þeir hlutu þjálfun en flugvirkjar hafa verið hjá SAAB, sem annast viðhald á eftirlitsflugvélum sænsku strandgæslunnar sem eru sömu tegundar og með sama búnaði og ný flugvél Landhelgisgæslunnar. Einnig hafa flugmenn verið við þjálfun í Kanada.

Bátur sekkur við Stapann á Suðurnesjum - TF-LÍF kölluð út - 16.5.2009

TF-LIF-140604_venus
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var í morgun kölluð út þegar tveir menn lentu í sjónum utan við Stapann á Suðurnesjum. Voru þeir um borð í fjögurra metra plastbát með utanborðsmótor og fengu öldu aftan á bátinn svo hann sökk að aftan þegar þeir voru um 500 metra frá landi.

Varðstjórar skipaeftirlitsstöðvarinnar í Vardö heimsækja Landhelgisgæsluna - 15.5.2009

Vardoe
Landhelgisgæslan fékk í gær heimsókn varðstjóra frá skipaeftirlitsstöðinni Vardo VTS (e.vessel traffic service) í Norður Noregi. Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst að kynna þeim starfsemi stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar en einnig fengu varðstjórarnir kynningu á öðrum einingum innan Landhelgisgæslunnar auk Fjarskiptamiðstöðvar Lögreglunnar, Neyðarlínunnar og Samhæfingarstöðvar almannavarna og stjórnstöð leitar og björgunar. Var þetta fyrsta hópferð starfsmanna Vardö skipaeftirlitsstöðvarinnar og fannst þeim viðeigandi í ljósi góðrar samvinnu landanna að heimsækja Landhelgisgæsluna fyrst.

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar vinnur að sprengjueyðingu á fyrrum svæði varnarliðsins - 14.5.2009

EOD_Technician_on_task

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar tók á síðastliðnu ári að sér umfangsmikið hreinsunarverkefni fyrir Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, á svæði sem varnarliðið notaði til æfinga allt frá seinni heimstyrjöldinni til brotthvarfs þeirra árið 2006.

Svæðið er í daglegu tali kallað Patterson svæðið en það er um 12 ferkílómetrar að stærð eða 5,6 kílómetrar að lengd og 2 kílómetra breitt.

Árlegu björgunaræfingunni Bold Mercy lokið - 13.5.2009

Alþjóðlega björgunaræfingin Bold Mercy fór fram í dag en BM-North_kortæfingin er hluti af verkefni bandalagsþjóða NATO sem staðið hefur í mörg ár. Æfingin er einnig opin öðrum þjóðum í gegn um samstarfið „Partnership for Peace“. Að þessu sinni voru æfð viðbrögð við tveimur flugatvikum sem upp komu vegna eldgoss í Öskju.

Varnarmálafulltrúi Breta ræðir öryggismál og möguleika á auknu samstarfi við forstjóra Landhelgisgæslunnar - 12.5.2009

D. E. Summerfield, varnarmálafulltrúi Bretlands átti í dag fundBreskur_varnarm með Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgælunnar ásamt Ian Whitting, sendiherra Breta á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar fá varnarmálafulltrúa sem tengilið hjá bresku þjóðinni. Á fundinum voru meðal annars rædd öryggis- og björgunarmál á Norður-Atlantshafi og breyttar áherslur í starfi strandgæslna og sjóherja þar sem aukið samstarf og sameinaðir kraftar eininganna skila árangri. Ný eftirlits- og björgunarflugvél og fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar voru kynnt fyrir Summerfield sem sér fjöldamörg tækifæri í nánari samvinnu við Landhelgisgæsluna.

Skemmtibátur strandar á Geirsnefi - 8.5.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í gær kl. 14:06 kall á rás 16 frá skemmtibát sem strandaður var á Geirsnefi. Beiðni kom um aðstoð við að vera dregnir á flot en fjórir menn voru um borð í bátnum.

Skömmu síðar kom tilkynning um að stjórnandi bátsins hefði strokið frá borði.

Nýtt rafrænt sjókort fyrir Snæfellsnes - 7.5.2009

Á morgun kemur út hjá Sjómælingasviði Landhelgisgæslunnar Kort_SnaefellsnesE37nýtt rafrænt sjókort fyrir Snæfellsnes. Hafa þá verið gefin út 22 íslensk rafræn kort í ýmsum mælikvörðum. Tilkoma rafrænna sjókorta hefur fyrst og fremst í för með sér aukið öryggi fyrir skip og áhafnir þeirra en samkvæmt reglum um björgunar og öryggisbúnað íslenskra skipa þarf sérhvert skip yfir sex metrum að hafa um borð nýjustu útgáfu nauðsynlegra sjókorta, rafræn eða lögleg prentuð sjókort.

Starfsmönnum Gæslunnar boðið til grillveislu - 5.5.2009

Síðastliðinn mánudag var starfsmönnum Grill_0002Landhelgisgæslunnar boðið til hádegisgrillveislu í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflugvelli. Tilefni veislunnar var meðal annars góð frammistaða og árangur starfsmanna að undanförnu í erfiðum og krefjandi verkefnum þar sem samstarf og útsjónarsemi, hvort sem er í áhöfnum varðskipa, loftfara, í stjórnstöð eða annars staðar, hefur sýnt sig með skýrum hætti. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp við tilefnið en hann er nýkominn frá sjósetningu Þórs - hins nýja fjölnota varðskips í Chile.

Þyrlubjörgun á sjó æfð með Kajakklúbbnum - 5.5.2009

EIR

Kajakklúbburinn hélt um helgina sína árlegu sumarhátíð við Geldinganes og var af því tilefni ákveðið, í samráði við Landhelgisgæsluna, að æfa þyrlubjörgun á sjó.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR sveif um hádegi á laugardag yfir svæðið og staðnæmdist fyrir ofan kajakræðara sem reyndu það að vera undir háværum spöðum þyrlunnar.

Síða 1 af 2