Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Tvö útköll þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna vélsleðaslysa - 30.3.2019

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var tvisvar sinnum kölluð út í dag vegna vélsleðaslysa. Í hádeginu var óskað eftir aðstoð þyrlusveitarinnar eftir að vélsleðamaður féll í hlíðum Heklu. Sá var fluttur til Reykjavíkur. Síðdegis var aftur óskað eftir aðstoð þyrlunnar þegar annar vélsleðamaður slasaðist í Flateyjardal. Hann var fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Rússneskar herflugvélar á íslenska loftrýmiseftirlitssvæðinu - 28.3.2019

Loftrymisgaesla_1551878624263

Seint í gærkvöld komu inni í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær.

Jeppafólk staðsett með GSM-leitarbúnaði - 26.3.2019

TF-LIF-LIF

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út til leitar að átta manns í þremur jeppabifreiðum við Langjökul aðfaranótt mánudags. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar studdist við GSM-leitarbúnað í fluginu. 

Útboðum lokið vegna framkvæmda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli - 26.3.2019

Útboðum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli er lokið og er búist við að þær hefjist á næstunni. Um er að ræða fyrstu framkvæmdir á vegum bandarískra stjórnvalda á Íslandi síðan varnarliðið hætti starfsemi haustið 2006. 

Stórstreymt og hvöss suðvestan átt - 19.3.2019

Unspecified_1550677527731

Landhelgisgæslan vekur athygli á sérlega hárri sjávarstöðu næstu daga, en stórstreymt er á föstudaginn. Þá gerir veðurspá ráð fyrir hvössum suðvestan- og vestanáttum og hárri ölduhæð vestur af landinu fram á fimmtudag.

Óþekktar flugvélar komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land - 18.3.2019

Loftrymisgaesla_1551878624263

Í morgun komu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins hér við land tvær óþekktar flugvélar sem hvorki höfðu tilkynnt sig til flugumferðarstjórnar né voru með ratsjársvara í gangi. Í samræmi við vinnureglur Atlantshafsbandalagsins flugu tvær orrustuþotur ítalska flughersins, sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu, til móts við vélarnar til að auðkenna þær.

Tveir fluttir með þyrlu eftir bílveltu - 17.3.2019

Gassi_TF_LIF-1-

Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir bílveltu milli Ólafsvíkur og Rifs. Laust fyrir klukkan þrjú í nótt var óskað eftir aðstoð þyrlunnar sem tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli skömmu síðar. Sjúkrabíll flutti sjúklingana á flugvöllinn á Rifi en þar lenti TF-LIF um klukkan fjögur í nótt. Þyrlan flutti þá slösuðu til Reykjavíkur. 

TF-EIR komin til landsins - 16.3.2019

IMG_4282

TF-EIR, ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar, kom til landsins síðdegis í dag. Vélin færir Landhelgisgæsluna fyrr inn í nútímann en ráðgert var en hún er önnur tveggja véla af gerðinni Airbus H225 sem leysa leiguþyrlurnar TF-GNA og TF-SYN af hólmi.

Æfðu Reykköfun á Ísafirði - 13.3.2019

53795350_365148817666905_544835207295926272_n

Varðskipið Týr er nú við eftirlit og önnur störf á miðunum í kringum landið. Áhöfnin á skipinu nýtti tækifærið á dögunum og efndi til reykköfunaræfingar um borð í Ísborgu ÍS250 á Ísafirði. Varðskipsmenn fóru með léttbát yfir í Ísborgu og æfðu viðbrögð við eldsvoða á hafi úti en slíkar æfingar eru mikilvægur liður í að viðhalda þjálfun og þekkingu skipverjanna á að bregðast við erfiðum aðstæðum.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 6.3.2019

Loftrymisgaesla_1551878624263

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu allt að 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon EF-2000 orrustuþotur.


Áhöfnin á Tý kom ljósdufli í samt lag - 5.3.2019

53098663_2287124878233828_219223682067726336_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý vann í dag að því að koma ljósdufli við Ólafsvík á sinn stað en það slitnaði fyrr í vetur.


Endurbætur á matsal öryggissvæðisins - 4.3.2019

IMG_4607_1551699548207

Undanfarna mánuði hafa umfangsmiklar endurbætur staðið yfir á mötuneyti öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem í daglegu tali nefnist 179 en það var byggingarnúmer hússins þegar það tilheyrði varnarliðinu. Mötuneytið var tekið í notkun í dag þegar fyrstu gestirnir settust að snæðingi í hádeginu.

Landhelgisgæslan nýtur mests trausts - 1.3.2019

Traust2019

Landhelgisgæslan er sú stofnun sem nýtur mest trausts íslensku þjóðarinnar en rúmlega 89% þeirra sem taka afstöðu í könnun Gallup bera mikið traust til hennar, sem er svipað hlutfall og síðustu ár. Þetta er níunda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust eða allt frá því stofnuninni var tekin inn í mælingar Gallup. Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát.