Um helgina mun Landhelgisgæslan aðstoða lögregluna á
Blönduósi við umferðareftirlit á þjóðvegum og hálendi umdæmisins. Fylgst verður úr lofti með ökuhraða og aksturslagi ökumanna og akstri vélknúinna farartækja um hálendið. Markmiðið er að efla öryggi vegfarenda og vernda náttúru umdæmisins fyrir utanvegaakstri. Um er að ræða samstarfsverkefni embættanna í samráði við ríkislögreglustjóra.
Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2009 er nú komin út og má
nálgast hana
hér. Í inngangi ársskýrslunnar ræðir Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar um árið 2009 sem afar viðburðarríkt ár sem umfram allt einkenndist árið af krafti og samhug starfsmanna sem þrátt fyrir þrengingar í rekstri sýndu engan bilbug heldur lögðust á eitt við að rækja skyldur Landhelgisgæslunnar í að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF hélt í morgun til Houma í Louisiana þar sem flugvélin mun næstu fjórar vikur eða til 15. ágúst, sinna mengunareftirliti á Mexíkóflóa fyrir BP- British Petroleum. Bandaríska strandgæslan hefur yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins en TF-SIF leysir af flugvél samgöngustofnunar Kanada, Transport Canada við verkið. Verkefni TF-SIF felst í að kortleggja olíumengun á svæðinu suður af New Orleans og verður áhersla lögð á að meta hvar olían er í hreinsanlegu magni .
Landhelgisgæslan mun í sumar stunda reglubundið eftirlit á sundunum í nágrenni Reykjavíkur í samstarfi við Ríkislögreglustjóra og lögregluna í Reykjavík. Í gær var farið til eftirlits á Óðni sem er harðbotna léttbátur Landhelgisgæslunnar. Athuguð voru réttinda- og öryggismál um borð í farþegabátum á svæðinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF er nú komin í fulla notkun á ný eftir að hafa verið um skeið í reglubundinni skoðun. Hefur Landhelgisgæslan nú tvær Super Puma þyrlur til umráða en auk TF-LÍF er TF-GNA notuð við leit og björgun, löggæslu og eftirlitsstörf Gæslunnar.
Í morgun kl. 10:00 voru samtals 995 skip og bátar í fjareftirliti hjá Landhelgisgæslu Íslands/vaktstöð siglinga. Gera má ráð fyrir að margir séu að strandveiðum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu verða strandveiðar stöðvaðar á svæðum A og D, sem ná frá Hornafirði að Súðavík, frá og með þriðjudeginum 13. júlí.
Aðfararnótt laugardagsins hafði Landhelgisgæslan í tvígang afskipti af siglingum flutningaskipsins Green Tromsö sem sigldi ekki samkvæmt reglum um aðskildar siglingaleiðir vestur fyrir Garðskaga og suður fyrir Reykjanes. Tekin var skýrsla af skipstjóra og stýrimanni er skipið kom til Vestmannaeyja.
Landhelgisgæslunni bárust kl.18:13 boð um slasaða konu í miðjum Esjuhlíðum þar sem gönguleiðir mætast. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var þá að koma úr umferðareftirliti í þjóðgarðinum Snæfellsjökli og átt skammt eftir til Reykjavíkur. Talið var að burður niður hlíðar Esju yrði bæði erfiður og langur og þáðu því björgunaraðilar aðstoð þyrlunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF tók á laugardag þátt í leit á höfuðborgarsvæðinu. Leitin hófst kl. 12:46 en síðast sást til mannsins um kl. 06:00 um morguninn. TF-LIF var á leið í æfingu en ákveðið var að þyrlan myndi leita ströndina frá Valhúsadufli inn að Sundahöfn.
Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar lenti í óvenjulegu útkalli síðdegis í dag þegar TF-GNA var á heimleið úr æfingu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst aðstoðarbeiðni vegna báts sem var vélarvana á Úlfljótsvatni. Vegna hvassviðris rak bátinn stjórnlaust um vatnið en sagt var að um borð væri maður með þrjú börn. TF-GNA var komin að bátnum 10 mínútum eftir útkallið og var þá aðeins einn maður í bátnum.
Verkefni eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar TF-SIF á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, á Eyjahafi er nú lokið. Fjölmargar þjóðir taka þátt Í þessu svæðisbundna verkefni, má þar nefna Búlgaríu, Lettland, Ísland, Rúmeníu, Poland, Lítháen, Finnland og Frakkland. Aö sögn Frontex skipti TF-SIF sköpum í verkefninu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var kölluð út kl. 00:20 í nótt vegna tveggja manna sem týndir voru á Fimmvörðuhálsi. Óskað var eftir að fjórir undanfarar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu færu með þyrlunni. Fór TF-GNA í loftið kl. 01:06 og var flogið beint austur í Þórsmörk.
Landhelgisgæslunni barst í morgun aðstoðarbeiðni frá skipinu Jóhönnu Gísladóttur vegna skipverja með brjóstverk. Skipið var statt um 120 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga. TF-GNA fór í loftið kl. 1120 og sigldi skipið á fullri ferð á móti þyrlunni sem kom að að skipinu kl. 12:20.
Nú um helgina mun Landhelgisgæslan taka þátt í umferðareftirliti ásamt Ríkislögreglustjóraembættinu. Þyrla
Landhelgisgæslunnar munu fljúga með lögreglumenn við og eftir þjóðvegum landsins.
Eftirlit með þyrlum hefur til þessa gefist mjög vel en með því fæst góð yfirsýn yfir umferðina auk þess sem áhöfn vélarinnar er til taks, með lækni og lögreglumanni, þegar á þarf að halda.
Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF kom til Reykjavíkur í gær
frá Grikklandi en þar hefur flugvélin verið frá 1. júní við landamæraeftirlit á Eyjahafi fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.Að sögn áhafnar hefur verkefnið gengið mjög vel enda er TF-SIF búin fullkomnum tækjabúnaði sem nýtist afar vel við eftirlits-, leitar- og björgunarverkefni.
Gilbert úrsmiður / JS Watch co. Reykjavik afhentu nýverið þrjátíu starfsmönnum Landhelgisgæslunnar, áhöfnum loftfara, sprengjusérfræðingum og köfurum armbandsúr sem bera nafnið Sif. Eru úrin ætluð til eins árs prófunar sem er lokaliður í þróunar og hönnunarferli úranna sem staðið hefur yfir í tvö ár. Þegar leitað var til Landhelgisgæslunnar vegna verkefnisins var strax tekið vel í að prófa úrin enda um íslenska hönnun að ræða og ánægjulegt fyrir Landhelgisgæsluna að styðja við bakið á íslenskri hönnun og nýsköpun með þessum hætti.