Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Töluverður viðbúnaður vegna fiskiskips sem varð vélarvana úti fyrir Berufirði - 30.9.2020

Nota2_1600696453556

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í kvöld vegna 160 tonna fiskiskips sem varð vélarvana suðaustur af Berufirði. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning frá áhöfn fiskiskipsins sem var statt um 7 mílur frá landi. Þrír voru um borð og köstuðu þeir út akkeri þar sem álandsvindur var á svæðinu.

Þrír staðnir að meintum ólöglegum veiðum - 28.9.2020

Samaefing-vardskipa-dagur-1-13-Nota

Í liðinni viku voru þrjú íslensk fiskiskip staðin að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðra svæða í íslensku efnahagslögsögunni.

Viðburðaríkt ár varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar - 25.9.2020

Midnesheidi_1601043834609

Árið hefur verið viðburðaríkt fyrir varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands. Þrátt fyrir farsóttina hefur tekist að halda flestum forgangsverkefnum á sviði öryggis- og varnarmála gangandi og uppfylla þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands þegar kemur að öryggis- og varnarsamstarfinu. 

Forstjóri Landhelgisgæslunnar tók við fyrsta eintaki Útvegsspilsins úr hendi sjávarútvegsráðherra - 23.9.2020

Georg-Larusson-Kristjan-Thor-Juliusson-utvegsspilid

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Halldór B. Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, tóku við fyrstu eintökum nýrrar útgáfu af Útvegsspilinu úr hendi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra í dag.

Sprengikúla úr seinna stríði fannst undir háspennustrengjum á Sandskeiði - 23.9.2020

4_1600866426036

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum í gær að beiðni lögreglunnar vegna sprengikúlu sem fannst við línuveg á Sandskeiði. 

TF-EIR sótti veikan skipverja - 23.9.2020

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á þriðja tímanum nótt til að sækja veikan skipverja af fiskiskipi. Skipið var þá statt norður af Melrakkasléttu. 

Tignarlegur Þór í síðdegissól - 21.9.2020

IMGL7426

Varðskipið Þór var tignarlegt í síðdegissólinni þegar það lá fyrir föstu við Seley í minni Reyðarfjarðar. Þorgeir Baldursson, ljósmyndari, náði þessari skemmtilegu mynd af varðskipinu á föstudag. 

Konur í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð - 17.9.2020

Hallbjorg-Sigurros

Landið og miðin voru í einstaklega góðum málum á dögunum þegar konur voru í fyrsta sinn í meirihluta í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð. Hallbjörg Erla Fjeldsted og Sigurrós Halldórsdóttir, varðstjórar í stjórnstöðinni, stýrðu skútunni í Skógarhlíð af mikilli festu og sáu til þess að sjómenn og aðrir voru í öruggum höndum.

Áhöfnin á Baldri sótti göngufólk í Veiðileysufjörð - 17.9.2020

IMG_7235-1-Large-

Þrátt fyrir að áhöfnin á sjómælingaskipinu Baldri sé að stærstum hluta bundin við sjómælingar að sumri og hausti kemur það fyrir að áhöfnin sinni útköllum á sviði leitar og björgunar. Erlent par var á dögunum sótt í Veiðileysufjörð á Vestfjörðum. 

Lífið á varðskipunum - 15.9.2020

YD9A1356

Enginn dagur er eins á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Dagarnir eru áhugaverðir, krefjandi og oft á tíðum ansi viðburðaríkir. Fannar Freyr Sveinsson, háseti á varðskipinu Tý, var með myndavélina á lofti á dögunum og tók þessar skemmtilegu myndir sem gefa innsýn inn í störfin og andrúmsloftið um borð.

Vitatúr að hausti - 14.9.2020

20200908_151228

Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði í síðustu viku af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina. Sú hefð hefur skapast að árlega siglir varðskip meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum og skerjavitum sem ekki er hægt að komast í með góðu móti frá landi. 

Flogið í flughermi - 8.9.2020

20200906_101742

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir ýmiskonar þjálfun og hluti af henni er þjálfun í sérstökum flughermi í Frakklandi. Slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla strangar flugöryggiskröfur. Hver flugmaður þarf að lágmarki að fljúga 200 heildarflugstundir á ári, 180 í þyrlu og um 20 í flughermi.

Árleg æfing sprengjusérfræðinga hafin hér á landi - 7.9.2020

Sprengjuserfraedingur-a-aefingu

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli um helgina og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af. Vegna kórónuveirufaraldursins er æfingin smærri í sniðum að þessu sinni og fer að öllu leyti fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. 

Festist í leðju í Sandvatni - 3.9.2020

Mynd1_1599147814893

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir björguðu manni sem festist í leðju í Sandá í gærkvöld. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.

Samstarf Landhelgisgæslunnar og Air Greenland - 2.9.2020

20200831_090128461_iOS

Í vikunni kom hingað til lands Airbus H225 þyrla Air Greenland sem var í ferjuflugi frá Póllandi til Grænlands. Áhöfnin hafði viðkomu hér á landi og var þyrlan geymd við flugskýli Landhelgisgæslunnar.

Æft með nætursjónaukum - 1.9.2020

Nætursjónaukar

Á þessum árstíma er algengt að sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar á sveimi seint að kvöldi því þegar hausta tekur hefst endurþjálfun þyrlusveitar með nætursjónaukum.