Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhöfn Þórs beitti klókindum til að ná gömlum legufærum úr sjó - 27.1.2022

20220119_164535

Áhöfnin á varðskipinu Þór setti út öldumælisdufl ásamt legufærum á dögunum undan Grindavík auk þess sem leikni þurfti til að ná legufærunum upp sem fyrir voru á staðnum.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast - 24.1.2022

201019-F-QP712-0159

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst í vikunni með komu flugsveitar portúgalska flughersins hingað til lands. Þetta er í annað sinn sem Portúgalar taka þátt í verkefninu hér á landi en síðast annaðist portúgalski flugherinn loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir áratug. Flugsveitin kemur til landsins með fjórar F-16 orrustuþotur og um 85 liðsmenn sem hafa aðsetur á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Fullkominn búnaður Freyju nýttur til að sleppa öldumælisdufli á Grímseyjarsundi - 14.1.2022

Image00004_1642163343841

Undanfarna daga hefur áhöfnin á varðskipinu Freyju annast eftirlit með lögsögunni. Í vikunni var öldumælisdufl á vegum siglingasviðs Vegagerðarinnar lagt á Grímseyjarsundi. Varðskipið Freyja er vel búið krönum og við aðgerðina voru brautarkranar skipsins notaðir sem og sleppikrumlur krananna til að koma duflinu og legufærinu fyrir í sjónum.

Eingöngu konur í brúnni - 12.1.2022

DSC06028

Á dögunum urðu þau tímamót hjá Landhelgisgæslu Íslands að vaktin í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var eingöngu skipuð konum. Þær Hallbjörg Erla Fjeldsted og Kristbjörg Hildur Guðmundsdóttir vöktuðu landið og miðin af einstakri röggsemi.

Straumlausum sendi á Straumnesfjalli komið aftur í gang - 11.1.2022

TF-GRO-a-Straumnesfjalli

Í æfingarflugi áhafnarinnar á TF-GRO í morgun var flogið vestur að Straumnesfjalli. Þar var svokallaður AIS sendir, sem sendir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mikilvægar upplýsingar um staðsetningu skipa í Ísafjarðardjúpi og út af Vestfjörðum, orðinn óvirkur vegna straumleysis. Olíu var dælt á rafstöðina og sendirinn fór aftur af stað.

Úthald Baldurs óvenju langt árið 2021 - 5.1.2022

Baldur-og-Dynjandi-sep21-Large-

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var gert út til dýptarmælinga vegna sjókortagerðar frá 10. maí til 6. október og var úthaldið því óvenju langt þetta árið.

Vindmylla felld í Þykkvabæ - 4.1.2022

BA5B481CF8D532F35381DA707CF0B090FB063A8C091FFF0C60CE2FD04CE672E9_713x0

Óhætt er að segja að allra augu hafi verið á séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar þegar sveitin felld vindmyllu í Þykkvabæ í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Vísi.is en fyrirfram var viðbúið að nokkrar sprengingar þyrfti til að fella mylluna. Þær urðu eilítið fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir og að lokum félll vindmyllan í sjöttu sprenginu.

Annasamt og eftirminnilegt ár að baki - 3.1.2022

TF-EIR-gosid

Árið 2021 verður lengi í minnum haft hjá Landhelgisgæslunni. Varðskipið Freyja bættist í flotann og Týr fór í sína síðustu ferð. Bygging nýs flugskýlis hófst og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti 265 útköllum.