Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Loftrýmisgæslu lokið - 30.10.2020

201028-F-QP712-0041

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins er nú lokið en orrustuþotur bandaríska flughersins eru flestar farnar af landi brott. Verkefnið gekk vel þrátt fyrir að farsóttin hefði töluverð áhrif á framkvæmdina. Strangar sóttvarnarreglur voru viðhafðar vegna komu flugsveitarinnar sem fór í tvær skimanir auk vinnusóttkvíar við komuna til landsins. 

Óvænt og viðburðarík Íslandsheimsókn flutningaskips - 28.10.2020

20201026_164300_resized

Glöggir vegfarendur á sunnanverðu Snæfellsnesi og sjófarendur í norðanverðum Faxaflóa gætu hafa orðið varir við stærðarinnar flutningaskip undan Kirkjuhól í vikunni. Skipið er engin smásmíði, ríflega 40.000 tonn, 225 metrar að lengd og ristir fjórtán og hálfan metra. 

Fjarfundur sérfræðinga ACGF settur - 26.10.2020

IMG_6455

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands setti fjögurra daga rafræna ráðstefnu og skipulagsfund Arctic Coast Guard Forum, samtaka strandgæsla á Norðurslóðum, í dag. Landhelgisgæslan fer með formennsku í ráðinu til næsta vors en undir venjulegum kringumstæðum hefði fundurinn farið fram í Reykjavík. 

Áhöfnin á Þór kölluð út vegna togbáts sem sökk í Stöðvarfirði - 26.10.2020

IMG_3018

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út ásamt slökkviliði, lögreglu og björgunarsveitum í gær vegna togbáts sem sökk í höfninni á Stöðvarfirði. Varðskipið var þá statt á Fáskrúðsfirði og hluti áhafnarinnar hélt af stað á undan skipinu á léttbát Þórs. 

Eftirlit við Miðjarðarhaf að nóttu sem degi - 20.10.2020

TF-SIF-Malaga-2020

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sinnir nú landamæraeftirliti á vegum Frontex við Miðjarðarhaf. Áhöfnin er á vaktinni bæði að nóttu sem degi. 

Aðflugsæfingar að Akureyrarflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins - 19.10.2020

IMG_8401

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland stendur nú yfir en að þessu sinni er gæslan í höndum bandaríska flughersins. Aðflugsæfingar að varaflugvöllum eru hluti af verkefninu en gera má ráð fyrir áframhaldandi aðflugsæfingum að Akureyrarflugvelli í þessari viku og mögulega einnig í næstu viku.

Nýir skipherrar - 16.10.2020

IMG_3648_1602855517769

Thorben Lund og Páll Geirdal taka við sem fastir skipherrar hjá Landhelgisgæslunni um næstu áramót. Þeir eiga sér áratuga farsælan feril hjá Gæslunni.

Samæfing varðskipa Landhelgisgæslunnar - 16.10.2020

IMG_0979

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlega leitar- og björgunaræfingu á Faxaflóa í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman strengi áhafna beggja varðskipa. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók sömuleiðis þátt.

Lífið um borð í Tý - 12.10.2020

117863264_1723086304509647_5718743846997340956_n

Lífið um borð í varðskipinu Tý er fjölbreytt og þar er enginn dagur eins. Áhöfnin hefur komið víða við að undanförnu og sinnt krefjandi verkefnum. Hér er búið að klippa saman nokkur myndbönd sem gefa ágæta innsýn inn í undanfarna daga á Tý.

70 ára afmæli danska flughersins fagnað á Keflavíkurflugvelli - 9.10.2020

Flugherinn1

Á dögunum blésu liðsmenn danska flughersins til kaffisamsætis í tilefni 70 ára afmælis danska flughersins. Danski flugherinn sinnir viðhaldsskoðun á þyrlu sinni í flugskýli Atlantshafsbandalagsins sem rekið er af Landhelgisgæslunni á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæslan óskar danska flughernum að sjálfsögðu til hamingju með árin 70.

Loftrýmisgæsla Bandaríkjamanna að hefjast hér á landi - 5.10.2020

IMG_8401

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á næstu dögum með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Allt að 250 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center) og eistneska flughernum. 

Tignarlegur Týr á Ísafirði - 5.10.2020

Tyr-flott-mynd_1601907976176

Týr var tignarlegur í logninu á Ísafirði um helgina. Áhöfnin hefur staðið í ströngu síðustu daga og unnið við ýmis dufl og legufæri víða um land auk hefðbundinna æfinga. 

Fjórum bjargað eftir að lítið fiskiskip tók niðri á grynningu - 4.10.2020

TF-EIR6

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðaustur- og Austurlandi voru kallaðar út á mesta forgangi eftir að lítið fiskiskip tók niðri á grynningu austur af Papey í kvöld. Áhöfninni var bjargað um borð í fiskibát sem var í nágrenninu.

Kafað í Breiðafirði - 2.10.2020

Baujur-1-2.00_01_59_08.Still003

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs hafa að undanförnu sinnt viðhaldi á vitum og ljósduflum víða um land. Á dögunum sinnti áhöfnin á Tý slíku viðhaldi við tvö ljósdufl í Breiðafirði. Kafarar varðskipsins köfuðu niður að legufærum þeirra og mátu ástandið. 

Kuldalegt á reykköfunaræfingu - 1.10.2020

4_1601571320811

Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú við eftirlit á Íslandsmiðum. Æfingar skipa stóran sess í störfum áhafnarinnar og í gær fór fram reykköfunaræfing um borð í Sigurborgu gömlu sem liggur í Grundarfjarðarhöfn. Þá var sömuleiðis æft með hafnsögubáti Faxaflóahafna í síðustu viku við upphaf ferðarinnar.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út vegna elds um borð í fiskiskipi - 1.10.2020

TF-EIR9

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá áhöfn fiskiskips úti fyrir Norðurlandi á öðrum tímanum í dag vegna elds um borð. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð. Að auki voru sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi kallaðar út en þær koma til með að flytja slökkviliðsmenn að fiskiskipinu. Jafnframt voru bátar í grenndinni beðnir um að halda á staðinn.