Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhöfnin á varðskipinu Ægi tekur þátt í hreinsun í friðlandi Hornstranda - 31.5.2015

Áhöfnin á varðskipinu Ægi tók í gær þátt í afar skemmtilegu verkefni sem fólst í hreinsun í friðlandi Hornstranda. Varðskipið og léttbátar þess ferjuðu sjálfboðaliða í land á Hornströndum og fluttu svo gríðarlegt magn af rusli til baka til Ísafjarðar eða alls 46 saltpoka. Hver saltpoki er um 1 rúmmetri og því um að ræða ótrúlegt magn af rusli sem hent hefur verið í sjó.

Varðskipið Ægir fær skemmtilega heimsókn frá krökkum í þriðja bekk Lundarskóla á Akureyri - 29.5.2015

Varðskipið Ægir fékk skemmtilega heimsókn nú í vikunni er eldhressir krakkar úr þriðja bekk Lundarskóla á Akureyri kíktu um borð. Varðskipið, sem þá var á Akureyri var að hefja eftirlitsferð en nú er Ægir við eftirlits- og löggæslustörf undan norðvesturlandi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna strandaðs báts við Hópsnes - 13.5.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú kl. 12:23 neyðarkall frá bátnum Gottlieb 2622 sem var vélarvana við Hópsnes á Reykjanesi. Rak bátinn hratt að landi. Fjórir skipverjar voru um borð. Þegar í stað var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem og björgunarsveitir á Suðurnesjum og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Þá var samhæfingarstöðin einnig virkjuð.

Varðskipið Þór við eftirlit á úthafskarfamiðum - 11.5.2015

Varðskipið Þór er nú statt við eftirlit á úthafskarfamiðunum við 200 sjómílna mörk efnahagslögsögunnar á Reykjaneshrygg.  Samkvæmt samningi Norður-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) máttu veiðarnar hefjast á miðnætti aðfaranótt sunnudagsins 10. maí. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF sækir slasaðan vélsleðamann - 10.5.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 13:42 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna fjórhjólaslyss í Réttarhnjúk, skammt frá Glaðheimum í Jökuldal en þar hafði einn maður slasast. Þar sem slysstaður var langt frá byggð var talið nauðsynlegt að fá þyrlu á staðinn.

Áhöfnin á Tý bjargar 328 manns af tveimur litlum bátum - 5.5.2015

Varðskipið Týr siglir nú til Sikileyjar með 328 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði af tveimur bátum norður af Líbíu. Um var að ræða 236 manns á trébát og hinsvegar 92 á litlum gúmmíbát. Tæplega 70 konur og börn voru í hópnum.