Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Æfingar með danska varðskipinu Knud Rasmussen - 25.7.2011

Knud_Ras9_aefing

Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka á mánudag og þriðjudag þátt í æfingum með danska varðskipinu Knud Rasmussen sem statt er hér á landi. Um þessar mundir er kona í fyrsta skipti að taka við stjórn Knud Rasmussen og er hún fyrsta konan til að stjórna varðskipi af þessari stærðargráðu innan danska sjóhersins.

Fótspor mannsins sáust víða úr TF-GNA - 14.7.2011

GNA_BaldurSveins

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:25 í gær beiðni frá Lögreglunni á Hvolsvelli um þyrlu vegna leitar að erlendum ferðamanni  á Fimmvörðuhálsi, sem villtist í þoku og óskaði aðstoðar aðfaranótt miðvikudags vegna meiðsla á fæti.  Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 12: 05.

Þyrla LHG við leit á Fimmvörðuhálsi - 13.7.2011

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú við leit á Fimmvörðuhálsi ásamt björgunarsveitarmönnum. Leitað er að Norðmanni sem villtist í þoku og óskaði aðstoðar vegna meiðsla á fæti.

Þyrla kölluð út eftir bifhjólaslys á Skagatá - 12.7.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:50 beiðni frá Neyðarlínunni um útkall þyrlu vegna alvarlegs bifhjólaslyss sem varð nyrst á Skagatá. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF var nýfarinn í loftið til æfingar, var hún kölluð inn aftur á Reykjavíkurflugvöll og þyrlulæknir kallaður út til viðbótar við áhöfnina.

Sprengja frá seinni heimstyrjöldinni fannst á Sandskeiði - 11.7.2011

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar barst í morgun tilkynning frá lögreglunni um að sprengjuvörpusprengja hefði fundist í Bláfjöllum. Um var að ræða 60 millimetra „mortar“ sprengju frá stríðsárunum og var hún flutt til eyðingar.

Metfjöldi á sjó - útköll á sjó og landi - 11.7.2011

_IB_6324

Mikið annríki er nú í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Allt stefnir í metfjölda skipa og báta á sjó, bátur er vélarvana á Breiðafirði og þyrla hefur verið kölluð út vegna alvarlegra veikinda á Kirkjubæjarklaustri.

TF-LÍF flýgur með vísindamenn yfir Mýrdalsjökul - 9.7.2011

Lif1

Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra óskaði kl. 05:44 í morgun eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga með vísindamenn og lögreglumenn til að skoða aðstæður við Mýrdalsjökul.

Þyrla LHG sækir erlendan ferðamann sem slasaðist við Langjökul - 8.7.2011

LIF_borur

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:01 barst beiðni frá Neyðarlínunni um þyrlu vegna erlends ferðamanns sem slasaðist í Skálpanesi S-við Langjökul. Þyrla LandhelgisgæslunnarTF-LÍF  var kölluð út og fór hún í loftið kl. 17:41.

Sjúkraflutningur með TF-LÍF úr Skaftafelli - 7.7.2011

Um það leyti sem þyrla Landhelgisgæslunnar var að ljúka verkefni í Þjóðgarðinum í Skaftafelli kl. 16:00 í dag barst beiðni frá lækni á Höfn í Hornafirði til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Óskað var eftir að þyrlan myndi sækja veika konu í Freysnes

Tilkynning til sjófarenda vegna öldumælisdufla - 7.7.2011

Háseti Öldudufl Guðjón Óli Sigurðsson

Um 900-1000 skip hafa verið á sjó dag hvern í þessari viku og fylgir því mikið annríki fyrir varðstjóra Landhelgisgæslunnar. Brýnt er fyrir sjófarendum að koma ekki nærri öldumælisduflum sem lögð hafa verið út undan ströndum landsins.

Reglulegt eftirlit á hafsvæðinu úr þyrlum Landhelgisgæslunnar - 5.7.2011

Myndir_vardskipstur_029

Í júní mánuði fóru þyrlur Landhelgisgæslunnar reglulega í eftirlits- og gæsluflug þar sem fylgst var með skipaumferð og fiskveiðum á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Í öllum tilfellum bar skipum á sjó saman við fjareftirlitsgögn frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

Þyrlur kallaðar út vegna bílslyss í Húnavatnssýslu - 4.7.2011

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um kl. 12:30 í dag eftir að alvarlegt þriggja bifreiða bílslys varð við bæinn Miðhóp í Vestur Húnavatnssýslu. Í bifreiðunum voru samtals níu manns og þar af tveir alvarlega slasaðir. 

Umferðareftirlit með þyrlu Landhelgisgæslunnar - 4.7.2011

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Lögreglan á Selfossi og Þyrludeild Landhelgisgæslunnar sinntu um helgina umferðareftirliti úr þyrlu. Farið var um Suður-, Vestur- og Norðurland og umferðinni fylgt eftir.

TF-GNA sækir mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri - 3.7.2011

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld mann sem féll af hestbaki í Bjarnarfirði nyðri, milli Skjaldbjarnarvíkur og Drangavíkur en maðurinn var þar í hópi ferðafólks.

Þyrla LHG sækir slasaðan á Hólmavík - 2.7.2011

LIF_borur

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:45 beiðni frá lögreglunni á Hólmavík um þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs vélhjólaslyss sem varð innst í Ísafjarðardjúpi.

Skemmtibátur strandar við Lundey - 2.7.2011

_IB_6252

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:09 beiðni um aðstoð við farþegabát með átta manns um borð, þar af sex farþega, sem hafði strandað við Lundey. Ekki var talin hætta á ferðum en báturinn hallaði nokkuð á skerinu.

Síða 1 af 2