Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Umfangsmikil leit að frístundabát sem hvarf úr tilkynningarskyldukerfi  - 29.7.2015

Umfangsmikil leit hófst í gær að frístundaveiðibát sem gerður er út af sunnanverðum Vestfjörðum. Báturinn sem leigður er til erlendra ferðamanna til sjóstangveiða hvarf úr sjálfvirku tilkynningarskyldukerfi Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan 16:00.

Þór kemur með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík - 24.7.2015

Varðskipið Þór kom með Lagarfoss til hafnar í Reykjavík um áttaleytið í morgun. Verkefnið gekk vel en Lagarfoss er stærsta skip sem varðskipið Þór hefur dregið til þessa og sannaði varðskipið gildi sitt í þessu verkefni.

Ferð varðskipsins Þórs með Lagarfoss í togi gengur vel - 23.7.2015

Varðskipið Þór er nú vestur af Surtsey með flutningaskipið Lagarfoss í togi. Stýrið á Lagarfoss bilaði djúpt suður af landinu í fyrradag og var Þór sendur honum til aðstoðar. Ferð skipanna gengur vel og örugglega.

Varðskipið Þór til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss - 21.7.2015

Varðskipið Þór er á leið til aðstoðar flutningaskipinu Lagarfoss sem er með bilað stýri um 90 sjómílur suðaustur af Dyrhólaey. Ráðgert er að Þór verði hjá Lagarfoss um kl.05:00 í nótt og dragi Lagarfoss til Reykjavíkur.

Leit hefur verið hætt nema frekari vísbendingar komi fram - 20.7.2015

Leit hefur nú verið hætt sem fram hefur farið í dag í kjölfar neyðarkalls sem barst á rás 16 í gegnum sendi á Höfn í Hornafirði.

Enn leitað vegna neyðarkalls sem barst í dag - 20.7.2015

_MG_0659

Landhelgisgæslan hefur í dag leitað ítarlega með þyrlu sem og með aðstoð lögreglu og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að ástæðu neyðarkalls sem barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tæplega hálftvö í dag á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði.

Víðtækt útkall vegna neyðarskeytis - ástæður ókunnar - 20.7.2015

Klukkan 13:17 heyrði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar neyðarkall á rás 16 í gegnum sendi við Höfn í Hornafirði. Engar upplýsingar liggja fyrir um hver sendir neyðarkallið en þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, lögregla og varðskipið Þór eru á leið á vettvang til leitar. Ef einhverjir hafa nánari upplýsingar eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa umsvifalaust samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í síma 545-2100 eða við lögreglu.

Hressir krakkar heimsækja varðskipið Ægi - 20.7.2015

Varðskipið Ægir fékk skemmtilega heimsókn á dögunum er hópur af hressum krökkum sem sækja sumarnámskeið á Sauðárkróki kíkti um borð. Varðskipið Ægir er sem stendur við bryggju á Sauðárkróki og er unnið við margvísleg viðhaldsstörf um borð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir tvo erlenda ferðamenn sem festust á flæðiskeri - 16.7.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni klukkan 16:13 í dag frá fjarskiptamiðstöð lögreglu um aðstoð þyrlu vegna tveggja erlendra ferðamanna sem fastir voru á flæðiskeri á sunnanverðu Snæfellsnesi og flæddi hratt að.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst 23. júlí með flugsveit tékkneska flughersins - 15.7.2015

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju fimmtudaginn 23. júlí með komu flugsveitar tékkneska flughersins. Alls munu um 70 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center).

Varðskipið Þór í sjúkraflutningum á Hornströndum - 14.7.2015

Varðskipið Þór er nú á leið í Veiðileysufjörð í Jökulfjörðum til að sækja slasaða konu sem þar var á ferðalagi. Varðskipið var statt við utanvert Ísafjarðardjúp og er áætlað að það verði komið á vettvang nú fljótlega upp úr kl. 18:00. 

Þyrlan TF-LIF á leið upp á Arnarvatnsheiði að slökkva kjarr- og mosaelda - 12.7.2015

Lundarreykjadalur_sinubruni3

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF er nú á leið upp á Arnarvatnsheiði til að slökkva kjarr- og mosaelda. Beiðni barst frá lögreglunni í Borgarnesi um aðstoð þyrlu við slökkvistörfin en ekki er hægt að komast að eldinum með dælubílum.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi - 12.7.2015

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA eru nú í sjúkraflugi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna hjartveiks manns vestast á Snæfellsnesi. Stuttu síðar barst önnur beiðni vegna hjartveiks ferðamanns sem staddur var á Hornbjargi.

Varðskipið Týr í slipp - ber aldurinn vel þrátt fyrir atgang í gegnum árin - 10.7.2015

Varðskipið Týr er nú í slipp hjá Stálsmiðjunni og er áætlað að verkið taki um þrjár vikur. Um er að ræða slipptöku sem fyrirhuguð var á þessum tíma til að gera margvíslegar endurbætur á skipinu en um leið verður gert við þær skemmdir sem urðu á Tý er siglt var á varðskipið í Reykjavíkurhöfn fyrir skemmstu.