Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Vel sóttur leitar og björgunarfundur - 29.4.2024

Image00003_1714405148573

Landhelgisgæsla Íslands hélt í morgun árlegan leitar og björgunarfund vegna leitar og björgunaratvika sjófarenda og loftfara á árinu 2023.

TF-GRO á Akureyri - 23.4.2024

8M1A0245
TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, lenti á Akureyri í gær.
Þorgeir Baldursson var með myndavélana á lofti og náði þessum skemmtilegu myndum.

Freyja tók flutningaskip í tog til Húsavíkur - 17.4.2024

Received_2133746883673139

Varðskipið Freyja kom með hollenska flutningaskipið sem varð vélarvana úti fyrir Riftanga í togi til Húsavíkur í gærkvöld. Vel gekk að koma taug á milli skipanna og ferðin til Húsavíkur sóttist vel.

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips - 16.4.2024

Vardskipid-Freyja

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út ásamt áhöfninni á varðskipinu Freyju, laust fyrir klukkan þrjú í nótt, vegna erlends flutningaskips sem varð vélarvana um fjórar sjómílur út af Rifstanga. Þá var íslenskt togskip sem var í nágrenninu einnig beðið um að halda á staðinn. 

Áhöfn Freyju siglir um miðin á varðskipinu Þór - 8.4.2024

Eftirlit-3

Hjá Landhelgisgæslunni eru starfandi tvær varðskipsáhafnir sem starfa um borð á varðskipunum Þór og Freyju. Að undanförnu hefur varðskipið Freyja verið í smávægilegu viðhaldi og því hefur áhöfnin á Freyju verið við störf um borð í varðskipinu Þór.