Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Flugvélin TF-SIF komin heim - 31.3.2017

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú í hádeginu eftir liðlega tveggja mánaða fjarveru frá Íslandi. Þar með er lokið að sinni verkefnum flugvélarinnar fyrir Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu, Frontex.

Samstarfsyfirlýsing undirrituð á fundi ACGF - 28.3.2017

Yfirmenn strandgæslustofnana átta norðurslóðaríkja undirrituðu samstarfsyfirlýsingu á fundi Arctic Coast Guard Forum í Boston á föstudag. Ákveðið hefur verið að halda stóra æfingu í haust þar sem æfð verða viðbrögð við stórslysi á hafinu á milli Íslands og Grænlands. 

Varðskipsmenn æfa reykköfun - 21.3.2017

Skipverjar á varðskipum Landhelgisgæslunnar stunda reglulegar æfingar í brunavörnum, skyndihjálp og öðru sem þeir þurfa að kunna skil á til að geta brugðist rétt við hættulegum aðstæðum. Nýlegar æfingar á Þingeyri og í Fjarðabyggð eru dæmi um það. 

Bátur í vanda nærri Rifi - 16.3.2017

Leki kom að netabátnum Sæljósi GK. Björgunarskipið Björg frá Rifi tók skipverjann um borð og dró bátinn til hafnar. TF-LÍF fór í loftið en aðstoð hennar var síðar afturkölluð. 

Öldungaráðið í heimsókn - 16.3.2017

Fyrrverandi starfsmenn Landhelgisgæslunnar kynntu sér starfsemina í höfuðstöðvunum í Skógarhlíð. 

Þrjátíu ár frá strandi Barðans GK - 14.3.2017

14. mars 1987 tókst áhöfn þyrlunnar TF-SIF að bjarga níu manna áhöfn Barðans við mjög erfiðar aðstæður undan Hólahólum á Snæfellsnesi. 

Framtíðarleiðtogar flughersins í heimsókn - 10.3.2017

Gestkvæmt hefur verið á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarna daga. Á meðal þeirra sem heimsótt hafa svæðið er hópur úr US Air War College og gestir af NATO-ráðstefnu.

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast - 10.3.2017

Flugsveit úr ítalska hernum sinnir loftrýmisgæslu NATO hér við land frá og með miðri næstu viku fram í miðjan apríl. Sex Eurofighter Typhoon-orrustuþotur verða notaðar til verkefnisins. 

TF-LIF sótti veikan sjómann - 9.3.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í nótt skipverja af Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-225 sem hafði veikst um borð. Fyrr í vikunni sótti TF-LIF mann sem hafði slasast um borð í fiskiskipi norðvestur af Snæfellsnesi.

Minningarathafnir um Elías Örn - 6.3.2017

Í gær var þess minnst að tuttugu ár voru liðin frá því að Elías Örn Kristjánsson tók út af varðskipinu Ægi þegar björgunaraðgerðir vegna strands flutningaskipsins Víkartinds stóðu yfir. 

Sprengjusveitin á ferð og flugi - 3.3.2017

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar fór í vikunni með TF-LIF í Svefneyjar í Breiðafirði til að eyða hættulegum sprengibúnaði sem þar hafði fundist. Sveitin kom einnig að því að hreinsa fjarskiptamöstur á Bláfelli sem voru þakin þykkum ís. 

Fjörutíu ára starf á Stokksnesi - 3.3.2017

Sigurjón Björnsson, staðarumsjónarmaður í ratsjárstöðinni á Stokksnesi, hóf þar fyrst störf fyrir réttum fjórum áratugum. Starfsfélagi hans bakaði vöfflur handa honum í tilefni dagsins. 

Háþróuð hafrannsóknatæki sjósett - 2.3.2017

Rannsóknanökkvar og öldureksdufl mæla nú ölduhæð, hafstrauma, loftþrýsing og hitastig í hafinu suðvestur af landinu. Bandaríska Scripps-stofnunin og Landhelgisgæslan, Hafró og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning.