Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


TF-LÍF og lögregla aðstoða erlenda ferðamenn á Markarfljótsaurum - 30.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór á sunnudag í þjóðvega- TFLIF_2009og hálendiseftirlit með lögreglunni á Hvolsvelli. Fyrirhugað var um tveggja klukkustunda flug og var farið í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um kl. 16:00. Vegna ýmissa atvika og mikils fjölda fólks og farartækja á leiðinni teygðist allverulega úr fluginu sem stóð fram yfir miðnætti. Kom þyrlan meðal annars að erlendum ferðamönnum, tólf manna fjölskyldu sem var rammvillt í bifreið á Markarfljótsaurum.

Tíu útköll sprengjusérfræðinga á tíu dögum - 29.6.2009

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í mörg horn að líta síðastliðnar vikur en fyrir utan þeirra daglegu störf höfðu þeir rétt fyrir helgi farið í tíu útköll á tíu dögum þar sem meðal annars fannst tundurdufl, dýnamít á víðavangi, sprengjur á hafsbotni og í fjallshlíðum.

Síðasta útkallið barst á fimmtudag þegar sprengjusérfræðingar voru kallaðir til þegar göngufólk fann sprengju við Geithúsárgil í Reyðarfirði þar sem áður var æfingasvæði breskra hermanna í síðari heimsstyrjöld.

TF-LÍF tekur þátt í björgun á Geitlandsjökli - 27.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:28 beiðni í gegn TF_LIF_Odd_Stefanum Neyðarlínuna 112 þar sem óskað var eftir aðstoð þyrlu við björgun á Langjökli. Hafði einstaklingur fallið niður í sprungu og var beðið um að undanfarar frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu kæmu með í þyrlunni. Voru jafnframt boðaðar út björgunarsveitir í Borgarfirði og á Akranesi. Flutti TF-LÍF,  þyrla Landhelgisgæslunnar undanfarana á slysstaðinn og flutti að björgun lokinni hinn slasaða á Landspítalann.

Mikilvægi varðskipanna á hafsvæðinu umhverfis Ísland - 22.6.2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr eru ákaflega Myndir_vardskipstur_001mikilvæg í eftirliti, öryggis-, og löggæslu á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Varðskipið Ægir kom í lok vikunnar til hafnar eftir að hafa verið við gæslu- og eftirlit á Suðvestur-, Vestur- og Vestfjarðamiðum fram að sjómannadegi. Var þá haldið til gæslu á Norðvestur- og Norðurmiðum austur af Grímsey. Farið var til eftirlits í þrjátíu íslensk skip.

TF-LÍF sækir slasaðan skipverja á Reykjaneshrygg - 22.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út kl. 22:20 í P5310014gærkvöldi eftir að togarinn Gnúpur GK frá Grindavík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Slys varð um borð í togaranum þegar skipverji féll um borð og skaddaðis á baki. Læknir úr áhöfn þyrlunnar fékk upplýsingar um ástand skipverjans og ákveðið var að hann yrði sóttur.

Togarinn er staddur á Reykjaneshrygg eða um 180 sjómílur undan Reykjanesi. Sigldi togarinn á fullri ferð til lands, til móts við þyrluna.

Sigið niður í sprungu skriðjökuls - 18.6.2009

Eins og gefur að skilja þurfa starfsmenn Landhelgisgæslunnar Nordurjokull_sig170609að vera viðbúnir að glíma við ólíkar aðstæður í björgunar-störfum. Veigamikill þáttur í starfi þeirra er því að þjálfa vandlega vinnubrögð við björgun. Á meðfylgjandi myndum má sjá hrikalegar aðstæður þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fór nýverið í æfingaflug að skriðjökli sem heitir Norðurjökull og er í Langjökli við Hvítárvatn. Sigmaður seig niður í sprungu og var umkringdur fallegu en á sama tíma ógnvekjandi umhverfi jökulsins....

Þyrla LHG sækir slasaða konu norður af Hveragerði - 17.6.2009

Miðvikudagur 17. Júní 2009 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl 16:35 beiðni frá Fjarskiptamiðstöð Lögreglunnar um að þyrla yrði kölluð út til að sækja slasaða konu í Reykjadal skammt norður af Hveragerði. Var þá búið að kalla út Björgunarsveitir í Hveragerði, á Selfossi og Eyrabakka.

Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurn um björgunarþyrlur - 16.6.2009

Þann 28. maí barst dómsmálaráðherra, Rögnu Árnadóttur fyrirspurn á Alþingi frá Róberti Marshall, 8. þingmanni Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna. Hljómaði fyrirspurn hans svo;   Hefur Landhelgisgæslan nægt fjármagn til að halda áfram óbreyttum rekstri á björgunarþyrlum sínum? Óskað var eftir skriflegu svari.  Svar dómsmálaráðherra barst þann 11. júní og má það lesa hér.

Varðskip kemur skútu til aðstoðar á Patreksfirði - 16.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 09:50 Vardskipbeiðni um aðstoð frá íslenskri skútu sem stödd var fyrir utan höfnina á Patreksfirði með bilaða vél og treysti sér ekki inní höfnina á seglunum. Óskaði skútan eftir aðstoð við að komast til hafnar.

Heimsóknir í varðskip Landhelgisgæslunnar - 16.6.2009

Mikið er um að leikskólar og tómstundanámskeið heimsæki Landhelgisgæsluna á þessum árstíma og fengu varðskipið Týr Laufskalarog flugdeildin fjórar heimsóknir nýverið frá Leikskólanum Seljakoti, Leikskólanum Stakkaborg, Leikskólanum Laufskálum og Tómstundaheimilinu Frostaskjóli. Hefur starfsfólk Landhelgisgæslunnar afskaplega gaman að þessum heimsóknum og gaman er heyra og svara spurningum yngri kynslóðarinnar.

Mikil mildi að þyrlulæknir var um borð - 15.6.2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var nýverið kölluð út eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um fótbrotinn vélsleðamann nærri Sandsúlum á Snæfellsjökli. Upplýsingar um ástand hins slasaða voru frekar óljósar, aðeins að maðurinn væri þungt haldinn.

Útkall þegar skútu steytti á skeri á Breiðafirði - 14.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun kl. 10:46 beiðni um aðstoð frá seglskútunni Renus/1724 á rás 16. Hafði TF-GNAseglskútan þá skeytt á á skeri og sett neyðarbauju í gang. Ekki kom strax fram hvar báturinn var, en hann sagðist ætla til Stykkishólms. Neyðarskeyti tóku að berast stjórnstöð í gegn um Cospar Sarsat kerfið. Reyndist báturinn vera milli Norðureyjar og Kjóeyjar, um 7 sjómílur NA af Stykkishólmi. Kallaðar voru út allar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, einnig var kallað til báta á svæðinu.

TF-LÍF sækir skipverja um 90 sml NV-af Öndverðanesi - 13.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmtudagskvöld kl. 20:29 beiðni um aðstoð frá línuveiðiskipinu Valdimar GK-195 vegna óhapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norð-vestur af Öndverðanesi. Valdimar er um 600 tonn að stærð og 38 m að lengd. Læknir á þyrluvakt Landhelgisgæslunnar mat það svo að meiðsli tveggja skipverja sem voru í léttabátnum væru þess eðlis að ástæða væri til að sækja þá með þyrlu til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Franski sendiherrann og varnarmálafulltrúi Frakka heimsækja Landhelgisgæslu Íslands - 10.6.2009


Franski sendiherrann Fr. Caroline Dumas og Frakkl_sendih_varnarm1varnarmálafulltrúa Frakka fyrir Ísland, Hr. Patrick Giraud-Charreyron komu í heimsókn til Landhelgisgæslu Íslands í morgun. Frú Caroline Dumas afhenti forseta Íslands trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum í lok maí mánaðar.

Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt Ásgrími L. Ásgrímssyni yfirmanni stjórnstöðvar/vaktstöðvar siglinga og Gylfa Geirssyni forstöðumanni fjarskiptaþróunar.

Fimm hafnarkort og viti í hvarfi - 10.6.2009

Reykjavik_mai_2009
Í byrjun maí var greint frá því hér á vefnum að sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hefði lokið við gerð tveggja nýrra sjókorta og væru þau komin út. Þetta voru ný hafnakort af Tálknafirði og Bíldudal. Sjómælingasvið gaf út til viðbótar þrjú sjókort í nýjum útgáfum í maí. Hafnarkortið af Reykjavík kom um miðjan mánuðinn og undir mánaðarmót komu út nýjar útgáfur af kortunum af Rifi og Sauðárkróki. Á síðarnefndu stöðunum hafa verið gerðir stórir brimvarnargarðar sem kölluðu á uppfærslu kortanna. Tveir garðar á Rifi og einn á Sauðárkróki.

Útkall vegna tilkynninga um reyk A - af Garðskaga - 9.6.2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk í kvöld tilkynningu frá Vardskipþremur aðskildum aðilum, tveimur sjófarendum og einum aðila á landi sem urðu varir var við reyk Austur af Garðskaga. Ekki er vitað um skip eða báta á þessum slóðum og er því talið nauðsynlegt að kanna málið nánar.
Síða 1 af 2