Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annáll Landhelgisgæslunnar 2020 - 30.12.2020

Flutningur

Árið 2020 verður lengi í minnum haft enda hefur það bæði verið eftirminnilegt, erfitt og viðburðaríkt. Eins og hjá flestum stofnunum og fyrirtækjum hafði kórónuveirufaraldurinn afar mikil áhrif á starfsemi Landhelgisgæslunnar. Starfsmenn Gæslunnar tókust á við fjölbreytt og krefjandi verkefni á árinu sem hófst á snjóflóðum á Flateyri og Suðureyri, litaðist af heimsfaraldri og endaði á hamförum á Seyðisfirði þar sem mikil eyðilegging varð í skriðum sem féllu á bæinn.

Vel gekk að koma taug á milli Þórs og Lagarfoss - 29.12.2020

Image00002_1609239080636

Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskipið Lagarfoss í tog áleiðis til Reykjavíkur. Varðskipið var komið að flutningaskipinu í nótt og vel gekk að koma dráttarvír á milli skipanna. 

Varðskipið Þór mun draga Lagarfoss til hafnar í Reykjavík - 28.12.2020

IMG_0993_1602851539410

Varðskipið Þór er nú á leið í átt að flutningaskipinu Lagarfossi sem varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga í gær.

Áhöfnin á Tý lýkur störfum á Seyðisfirði - 22.12.2020

Image00026

Áhöfnin á varðskipinu Tý hefur nú lokið störfum á Seyðisfirði eftir annasama daga. Skipið lét úr höfn fyrir austan í kvöld og er væntanlegt til Reykjavíkur eftir rúman sólarhring.

Tundurskeyti eytt úti fyrir Sandgerði - 17.12.2020

Tundurskeyti

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag. Tundurskeytið kom kom í veiðarfæri togara sem var að veiðum úti fyrir Garðskaga síðdegis í gær en rúmlega 300 kíló af virku dýnamíti voru í hleðslunni. 

Jólin komin um borð í Tý - 17.12.2020

Ahofnin-vardskipinu-Ty-desember-2020

Á þriðja sunnudegi í aðventu kom áhöfnin á varðskipinu Tý saman eftir aðskilnað og hólfaskiptingu fyrstu daga úthaldsins. Áhöfn skipsins tók saman stuttan pistil sem birtist hér.

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar í aðalhlutverki í jólakveðju Atlantshafsbandalagsins - 16.12.2020

2_1608131219653

Liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar og eitt af vélmennunum sveitarinnar eru í aðalhlutverki í bráðskemmtilegri jólakveðju Atlantshafsbandalagsins sem tekin var upp hér á landi.


Sjómælingar ársins 2020 - 14.12.2020

Maelingar_Hornvik-Large-

Á þessu ári var sjómælingaskipið Baldur gert út til mælinga frá seinni hluta maí og fram undir septemberlok. Byrjað var í Breiðafirði en þar hefur Baldur verið við mælingar síðustu ár vegna fyrirhugaðrar útgáfu nýrra sjókorta í firðinum. Að þessu sinni var mælt svæði frá Bjarneyjum inn að Reykhólum, en þar liggur siglingaleið stærri skipa til Reykhóla. Að þessum mælingum loknum var haldið til mælinga við norðanverða Vestfirði.

Halldór Nellett lýkur glæsilegum hálfar aldar ferli hjá Landhelgisgæslunni - 9.12.2020

_S4I0917

Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, lauk tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslunni þegar varðskipið kom til hafnar í Reykjavík í morgun.


Litlu jólin um borð í Þór - 7.12.2020

130183940_819601172173281_8784214962361880910_n

Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, var leystur út með gjöfum af áhöfn skipsins þegar hin árlegu litlu jól voru haldin um borð. Halldóri var þakkað samstarfið og óskað velfarnaðar í nýjum verkefnum í landi. Síðar í vikunni lýkur hann tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslu Íslands.