Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sviðsett að F-15 þota lendi í sjónum - 31.5.2012

ICG_USAF_exercise1

Síðdegis í gær fór fram björgunaræfing á austanverðum Faxaflóa með þátttöku Landhelgisgæslunnar og flugsveitar flugsveitar Bandaríkjamanna sem hefur verið við loftrýmisgæslu frá 8. maí. Þátttakendur æfingarinnar voru varðskipið Þór, þyrla Landhelgisgæslunnar, fulltrúar flugsveitar og C-130 leitar- og björgunarflugvélar Bandaríkjamanna auk stjórnstöðva Landhelgisgæslunnar í Keflavík og Reykjavík.

Landhelgisgæslan og bandaríska flugsveitin æfa saman á Faxaflóa í dag - 30.5.2012

LIF1_HIFR

Að undanförnu hafa björgunarliðar flugsveitar Bandaríkjamanna farið í æfingar með þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar þar sem tækifæri hefur gefist til að miðla reynslu og þekkingu beggja aðila. Síðdegis í dag, milli kl. 17:00 og 19:30 fer fram björgunaræfing á Faxaflóa.

Fjölbreytt verkefni hjá áhöfn varðskipsins ÞÓR - 28.5.2012

LIF11_HIFR

Varðskipið ÞÓR hefur að undanförnu verið við eftirlit- og löggæslustörf, en einnig hefur áhöfnin verið við ýmsa þjálfun, m.a. í notkun eldsneytisbúnaðar varðskipsins, DP-æfingar, léttbáta æfingar,  æfingakafanir, auk þess sem skipt var um öldumælisdufl undan Straumnesi.

Kynntu sér framkvæmd loftrýmsgæslunnar - 28.5.2012

BNA_Thota

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland, nú framkvæmd af flugsveit bandaríska flughersins hefur staðið yfir frá 8. maí.  Verkefnið hefur gengið samkvæmt áætlun en þetta er í þriðja sinn sem eftirlitið er í umsjón þeirra.

Landhelgisgæslan við eftirlit á Breiðafirði - 27.5.2012

OKHullbatur1

Starfsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingasviðs Landhelgisgæslunnar, með fulltrúum Fiskistofu hafa að undanförnu verið við eftirlit á Breiðafirði sem m.a. hefur falist í  í að fara um borð í báta og kanna veiðileyfi, haffæri, lögskráningu og fleira.

Þyrla kölluð út eftir slys við Dyrhólaey - 24.5.2012

_MG_5772

Landhelgisgæslunni barst kl. 11:40 beiðni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að slys varð við Dyrhólaey þegar stór hluti af bjargbrún hrundi undan ferðamönnum. Fór þyrlan í loftið kl. 11:56 og lenti kl. 12:51 á bílastæði við Dyrhólaey.

Kiwanissöfnun fyrir sjúkraklefa í v/s ÞÓR - 24.5.2012

2012-02-05-Thor-c

Kiwanisklúbburinn Eldfell stendur nú fyrir söfnunarátaki sem felst í sölu á  8GB minnislyklum og verður það fé sem safnast notað til að tækjavæða sjúkraklefa V/S ÞÓR með sambærilegum hætti og um borð í þyrlum Landhelgisgæslunnar. Söfnunin stendur frá 15. maí til 4. júní.

TF-LÍF sækir veikan sjómann - 23.5.2012

GNA3_BaldurSveins

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 08:35 í morgun með veikan sjómann af bát sem var staddur um fjörtíu sjómílur austur af Hornafirði. Hafði skipstjóri samband við Landhelgisgæsluna kl. 03:15 og fór þyrlan í loftið kl. 03:49.

TF-LÍF aðstoðar við að slökkva mosabruna í Kapelluhrauni - 21.5.2012

TF-Lif_losar_ur_tunnunni,_slookvilidsmenn_filgjast_med

TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í eftirmiðdaginn til að aðstoða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við mosabruna í Kapelluhrauni. Lent var skammt frá vettvangi þar sem slökkvifatan var hengd neðan í þyrluna. Var síðan farið í loftið að nýju og vatn sótt í Kleifarvatn, samtals tíu ferðir og 1700 lítrar í hverri ferð.

TF-LÍF sótti slasaðan mann í Aðalvík - 20.5.2012

Adalvik_utkall20052012

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:00 í dag aðstoðarbeiðni frá Neyðarlínunni eftir að maður á sextugsaldri slasaðist er hann féll 10-20 metra við eggjatöku í Aðalvík á Hornströndum. Björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL)  á svæðinu voru köllaðir út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Ellefu stýrimenn LHG útskrifaðir með skipherrapróf - 20.5.2012

Lordarnir

Sex stýrimenn Landhelgisgæslunnar útskrifuðust í gær úr 4. stigi varðskipadeildar/Lordinum hjá Fjöltækniskóla Íslands með skipherrapróf á varðskip Landhelgisgæslunnar. Innilega til hamingju með glæsilegan árangur!

Hættuástandi aflýst í Meðallandsbugt - 19.5.2012

Myndir_vardskipstur_013

Landhelgisgæslan hefur nú aflýst hættuástandi í Meðallandsbugt og er línubáturinn Páll Jónsson GK7 kominn með Kristbjörgu VE-071 í tog og gengur vel, skipin fjarlægjast land. Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar frá Vestmannaeyjum og Höfn, björgunarsveitir af Suðurlandi og nærstaddir bátar eru nú á leið af svæðinu. Einnig mun þyrla Landhelgisgæslunnar fljótlega halda til Reykjavíkur.

Línubátur kominn til aðstoðar - unnið að björgun - 19.5.2012

_MG_0632

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar er línubáturinn Páll Jónsson GK7 kominn í Meðallandsbugt til aðstoðar neta- og dragnótabátnum Kristbjörgu VE-071 sem varð vélarvana fyrr í kvöld um 1 sjómílu frá landi. Er nú unnið að því að koma dráttartóg yfir í Kristbjörgu og er áætlað að Páll Jónsson muni síðan draga bátinn á haf út. Einnig er Fiskibáturinn Fjöður kominn á staðinn.

Neta- og dragnótabátur vélarvana á Meðallandsbugt - 18.5.2012

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 21:25 í kvöld aðstoðarbeiðni frá neta- og dragnótabát, með tíu manns í áhöfn sem var vélarvana á Meðallandsbugt norðan við Skarðsfjöruvita og rak í átt að landi. Samstundis voru kallaðar út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og er önnur þeirra í biðstöðu í Reykjavík. 

Eftirlits- og hafísflug um vestur og norður djúp - 16.5.2012

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og ísflug um V- og N-djúp. Í eftirlitsbúnaði flugvélarinnar sáust samtals 722 skip og bátar og vakti athygli mikil umferð báta við Snæfellsnes. Þegar komið var á vesturdjúp var ísröndin mæld en hún var næst landi 68 sml NV af Barða og 68 sml NV af Straumnesi.

Landhelgisgæslan óskar Vestmannaeyingum til hamingju með HEIMAEY VE-1 - 15.5.2012

HeimaeyVE1

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug síðdegis í gær yfir nýjasta og eitt af glæsilegustu skipum íslenska flotans, uppsjávarveiðiskipið HEIMAEY VE-1 sem þá var komið inn í íslensku lögsöguna, um 150 sml SV af Vestmannaeyjum. Skipið er væntanlegt til Eyja í dag. Var skipstjóra og áhöfn árnað heilla með óskum um góða heimkomu.

Síða 1 af 3