Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Erill hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu - 29.7.2013

_MG_0566
Talsverður erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni að undanförnu. Þyrla var kölluð út í dag eftir vélsleðaslys á Langjökli, einnig var í nótt alvarlega veikur sjómaður sóttur um borð í fiskiskip sem staðsett var suðvestur af Reykjanesi. Farið var í sjúkraflug á Norðfjörð um helgina og sprengjusérfræðingar eyddu torkennilegum hlut sem fannst í Grímsey.

Fékk óvænt að sjá bjargvættinn TF-LÍF á afmælisdaginn - 29.7.2013

TF-LIF_8625_1200

Í gær, sunnudaginn 28. júlí voru tíu ár síðan TF-LÍF fór í útkall til Vestmannaeyja og sótti þangað nýfætt barn sem varð fyrir miklum súrefnisskorti í fæðingu. Afi stúlkunnar hafði nýverið samband við Landhelgisgæsluna og sagði hann að flugið hafi bjargað lífi stúlkunnar sem hlaut nafnið Viktoría Líf. Hafði hann mikinn áhuga á að koma stúlkunni á óvart á afmælisdaginn með því að sýna henni „bjargvættinn“ eða TF-LÍF.

Hjálparbeiðni frá seglskútu 400 sml. suður af Hvarfi - 17.7.2013

Stjornstod3

Landhelgisgæslunni barst í gærkvöld hjálparbeiðni frá seglskútu sem stödd var um 400 sjómílur suður af Hvarfi. Skútan sem er bandarískri með þriggja manna áhöfn var þá í vonskuveðri og óttaðist áhöfnin sem er að hluta íslensk um öryggis sitt.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna tilkynningu um neyðarflugelda - 11.7.2013

GNA3_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á áttunda tímanum í kvöld tilkynning frá Fjarskiptamiðstöð lögreglu um að tilkynnt hefði verið um neyðarflugelda yfir Sandgerði og nágrenni og jafnvel talið að þeim hafi verið skotið á loft frá sjó.

Ákvörðun tekin um loftrýmiseftirlit Svía og Finna á Íslandi - 5.7.2013

KEFIMG_0497

Í byrjun næsta árs munu Svíar og Finnar sinna loftrýmiseftirliti á Íslandi samhliða reglubundinni loftrýmisgæslu Norðmanna. Um er að ræða merkileg skref í sögu norrænnar varnarsamvinnu og Atlantshafsbandalagsins segir í frétt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Landhelgisgæslan annast daglegan rekstur  varnar- öryggis- og upplýsingakerfa Atlantshafsbandalagsins, veitir þjónustu og aðstöðu fyrir mannafla þjóðanna sem koma til eftirlitsins. Er auk þess til taks þegar kemur að leit og björgun.

Þyrla LHG sækir sjómann sem slasaðist - 4.7.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst upp úr klukkan 21:00 í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu eftir að sjómaður slasaðist um borð í fiskiskipi sem staðsett var um 90 sjómílur SV- af Reykjanesi. Eftir samráð við þyrlulækni var talið nauðsynlegt að sækja manninn sem er ekki í lífshættu. Báðar þyrluvaktir voru kallaðar út kl. 21:24 en þar sem skipið er staðsett utan 20 sjómílna var nauðsynlegt að kalla út tvær þyrluáhafnir, önnur þeirra er í viðbragðsstöðu.

Eldur kom upp í fiskibát NV- af Garðskaga - 4.7.2013

_MG_0566

Eldur kom upp í fimm tonna fiskibát, með einn mann um borð þegar hann var staddur um 15 sjómílur NV-af Garðskaga. Landhelgisgæslunni barst neyðarkall frá bátnum kl. 16:19 og var samstundis óskað eftir aðstoð nærstaddra skipa og báta og héldu tveir fiskibátar strax á staðinn.

Varðskipið Týr á leið til eftirlits á Miðjarðarhafi - 4.7.2013

Tyr2_juli2013

Varðskipið Týr lagði í vikunni úr Reykjavíkurhöfn áleiðis til Almería á Spáni en þaðan verður skipið gert út næstu vikur fyrir Landamærastofnun Evrópu - Frontex en Ísland er aðili að stofnuninni í gegnum Schengen. Landhelgisgæslan hefur sinnt hliðstæðum verkefnum frá árinu 2010 og er áætlað að Týr verði við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti flugdeild Landhelgisgæslunnar - 3.7.2013

LHG10

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti í morgun flugdeild Landhelgisgæslunnar í fylgd Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Helga Björnssonar jöklafræðings. Flugrekstrarstjóri og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar tóku á móti gestunum.

Landhelgisgæslan með nýjan harðbotna slöngubát í prófunum fyrir Rafnar - 3.7.2013

Leiftur3

Rafnar ehf afhenti í gær séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar hraðskreiðan, tíu metra langan harðbotna slöngubát sem hlotið hefur nafnið Leiftur. Er þetta nýsköpunarverkefni sem Landhelgisgæslan hefur tekið þátt í með Rafnari frá því snemma árs 2012.

TF LIF sótti örmagna ferðakonu á Hornstrandir - 3.7.2013

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær kl. 18:51 vegna konu sem örmagnaðist á göngu um Hornstrandir. Slæmt símsamband var á svæðinu en samferðafólki tókst að komast í samband í Hornbjargsvita.  TF-LIF fór í loftið kl. 19:16 og lenti á vettvangi kl. 20:39. Var konan orðin mjög blaut og köld og var hún flutt til Reykjavíkur.

Umferðar- og hálendiseftirlit með þyrlu LHG - 1.7.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar var um helgina til aðstoðar lögreglunni við umferðar- og hálendiseftirlit. Farið var til umferðareftirlits með lögreglunni í Stykkishólmi,  frekar lítil umferð var um Snæfellsnes meðan á eftirlitinu stóð en tveir ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Einnig var farið í hálendiseftirlit með lögreglunni í Borgarnesi.

Klettaskóli heimsótti flugdeild Gæslunnar - 1.7.2013

20130626_131127_resized

Flugdeild Landhelgisgæslunnar fékk nýverið skemmtilegar heimsóknir frá Frístundaklúbbnum Garði og Frístundaheimilinu Guluhlíð sem er frístundastarf fyrir börn í Klettaskóla – Öskuhlíðarskóla. Um er að ræða sumarnámskeið fyrir fötluð börn á aldrinum 6 til 12 ára og það var augljóst að þeim fannst mjög spennandi að heimsækja flugdeildina og skoða þyrlurnar í návígi.