Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Vetrarlegt á Akureyri hjá Tý - 27.1.2021

Image00001_1611745644662

Vetur konungur hefur minnt rækilega á sig víðsvegar um landið að undanförnu. Varðskipið Þór hefur verið til taks síðustu daga á Vestfjörðum en lagði af stað áleiðis til Reykjavíkur í morgun. Þá hefur áhöfnin á varðskipinu Tý hefur verið í sannkölluðu vetrarveðri á Norðurlandi eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.

Áhöfnin á Tý sinnti sjúkraflutningi frá Siglufirði - 25.1.2021

142102786_1612146625652793_7391928461861414130_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý var kölluð út á tíunda tímanum í gær til að annast sjúkraflutning frá Siglufirði. Þar þurfti maður að komast undir læknishendur á Akureyri og ekki reyndist unnt að flytja hann landleiðina.

Varðskipið Þór kallað út vegna snjóflóðahættu - 23.1.2021

Lagt-i-hann

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík klukkan 21 í kvöld og heldur vestur á firði. Áhöfn skipsins var kölluð út í dag vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum.

Varðskipið Týr komið norður - 21.1.2021

IMG_3026_1611233154442

Varðskipið Týr kom inn á Eyjafjörð í morgun eftir siglingu frá Austfjörðum þar sem skipið var statt við eftirlitsstörf. Siglingin tók um sólarhring í hvassviðri og allmiklum sjó. Áhöfnin á Tý verður til taks á svæðinu vegna óveðurs og ófærðar eins og þurfa þykir í samráði við aðgerðastjórn lögreglu og almannavarnir.

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út vegna vélsleðaslys - 15.1.2021

IMGL9354

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss í Tröllaskaga, nálægt Lágheiði.

Fóðurprammi sökk í Reyðarfirði - 9.1.2021

Fodurprammi

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á níunda tímanum í kvöld þegar fóðurprammi sökk í Reyðarfirði. Vonskuveður er á svæðinu.

Hafís norðvestur af Vestfjörðum - 8.1.2021

Hafis_1610120418981

Landhelgisgæslunni barst mynd af hafís frá Veðurstofu Íslands, norðvestur af Vestfjörðum. Þar var ísspöngin næst landi um 23 sjómílur. Landhelgisgæslan hafði samband við skip í nálægð við ísröndina og þá kom í ljós að vegna skilyrða væri ísinn að hreyfast hratt frá landi og norður um. Hins vegar geta aðstæður breyst mjög hratt miðað við vindáttir og strauma.