Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir með heimsmeistaranum í Crossfit, Katrínu Tönju - 30.8.2015

Þyrlubjörgunarsveit Landhelgisgæslunnar getur við störf sín lent í margvíslegum og erfiðum aðstæðum og því eru æfingar einn mikilvægasti þáttur í starfsemi hennar. Ein slík æfing fór fram í dag og þá slóst í hóp með þeim þyrluköppum ein fremsta afrekskona landsins og heimsmeistari í Crossfit, Katrín Tanja Davíðsdóttir ásamt þjálfurum sínum og fylgdarliði.  

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyða fallbyssukúlu sem skip fékk í veiðarfærin - 28.8.2015

Um klukkan 13:30 í dag hafði Skinney SF-20 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en skipið hafði þá fengið torkennilegan hlut upp með veiðarfærum sem reyndist vera fallbyssukúla.

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann drenginn sem týndur hafði verið í hlíðum Heklu síðan fyrr um daginn - 28.8.2015

Klukkan 20.17 í gærkvöld barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglu um aðstoð þyrlu vegna 15 ára drengs sem týndur var á Heklu. Höfðu þá björgunarsveitir leitað piltsins síðan um eftirmiðdaginn en ekki fundið hann.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veika konu vestan við Skeiðarárjökul - 27.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 10:22 í morgun beiðni um þyrlu vegna veikrar konu sem var í gönguhóp vestan við Skeiðarárjökul.

Loftrýmisgæsla að hefjast að nýju - 27.8.2015

Danski flugherinn tekur við loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland, mánudaginn 1. september næstkomandi. Alls munu um 60 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir ungan pilt sem féll í gil - 26.8.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 14:15 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna ungs pilts sem fallið hafði nokkra metra niður í gil á gönguleiðinni milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór í loftið um 15 mínútum síðar og hélt á slysstað.

Talsverður erill hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar - 25.8.2015

Talsvert hefur verið um útköll á þyrlur Landhelgisgæslunnar það sem af er vikunni en í gær voru tvö útköll og eitt nú um hádegi.

Varðskipið Týr heldur til björgunar- og eftirlitsstarfa fyrir Frontex - 22.8.2015

Varðskipið Týr siglir nú áleiðis til Spánar þar sem skipið mun starfa við leit, björg­un og eft­ir­lit fyr­ir Frontex, landa­mæra­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins. Verður skipið við störf fyrir Frontex við Spán og Ítalíu út árið. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og aðrir samstarfsfélagar hjá Landhelgisgæslunni sem og fjölskylda og vinir áhafnarinnar kvöddu áhöfnina áður en haldið var af stað.

Varðskipið Þór dregur grænlenskt fiskiskip til hafnar - 21.8.2015

Varðskipið Þór dregur nú grænlenska fiskiskipið QAVAK GR-21 til hafnar á Þórshöfn. Skipið var að veiða síld í flotvörpu í grænlenskri lögsögu er það fékk veiðarfæri í skrúfuna og var þá óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar.

Lokun svæðis innan Reykjavíkurhafnar á meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir - 20.8.2015

Gamla höfnin Menningarnótt 2015 lokun

Meðan flugeldasýning menningarnætur stendur yfir, kl. 22:50 til 23:20 nk. laugardag, mun afmarkað svæði innan Reykjavíkurhafnar, umhverfis Faxagarð, verða lokað fyrir allri báta- og skipaumferð.

Eldur um borð í strandveiðibát - 10.8.2015

_MG_0659
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um kl. 16:00 neyðarkall frá strandveiðibát um 15 sjómílur vestur af Blakksnesi en eldur hafði þá komið upp í bátnum. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í nærstaddan bát.

Vegna flugslyss í Barkárdal - Landhelgisgæslan þakkar þeim sem aðstoðuðu við leitina - 10.8.2015

Umfangsmikil leit fór fram í gær vegna eins hreyfils sjóflugvélar af gerðinni Beaver með kallmerkið N610LC. Lét Landhelgisgæslan, sem fer með yfirstjórn vegna leitar að loftförum, ræsa út samhæfingarstöð í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og kalla út björgunareiningar. Kl. 20:29 fann TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal. Rannsóknarnefnd flugslysa vinnur nú að rannsókn slyssins. Landhelgisgæslan vill koma á framfæri þakklæti til lögreglu, björgunarsveita og annarra er aðstoðuðu við leitina.

Landhelgisgæslan fær afhentan byltingarkenndan strandgæslubát smíðaðan af Rafnar ehf - 4.8.2015

Landhelgisgæslan fékk í dag afhentan 10 metra strandgæslubát sem smíðaður er af fyrirtækinu Rafnar ehf. Um er að ræða byltingarkennda bátasmíði sem byggir á nýrri hönnun á þessari tegund báta. Báturinn, sem hlotið hefur nafnið Óðinn, hefur mikla þýðingu fyrir Landhelgisgæsluna og eykur möguleika hennar á að sinna fjölbreyttum verkefnum sínum.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF í sjúkraflug til Danmerkur - 3.8.2015

Landhelgisgæslunni barst nú í morgun beiðni frá dönskum yfirvöldum gegnum Landspítalann um sjúkraflug til Danmerkur með ungt barn frá Grænlandi sem koma þurfti skjótt undir læknishendur í Danmörku. Lagði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF af stað til Danmerkur um þrjúleytið í dag.

Áhafnir Þórs og Knud Rasmussen með sameiginlega æfingu - 2.8.2015

Áhafnir varðskipsins Þórs og danska varðskipsins Knud Rasmussen héldu sameiginlega æfingu í gær þar sem æfð var reykköfun, björgun úr þröngu rými og dráttur á skipi. Landhelgisgæslan og danski sjóherinn halda reglulegar æfingar sem snúa að því að tryggja öryggi á Norður-Atlantshafi. Er samstarf þetta afar mikilvægt fyrir Landhelgisgæsluna sem og danska sjóherinn.