Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Orkustjórnunarkerfi í nýtt varðskip - 23.1.2007

Nr_29

Þriðjudagur 23. janúar 2007
Björn Bjarnason Dómsmálaráðherra og Jón Ágúst Þorsteinsson framkvæmdastjóri Marorku gengu í dag frá samningi um innleiðingu Maren orkustjórnunarkerfi Marorku í nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar. Nýja varðskipið er fyrsta skip sinnar tegundar búið Maren orkustjórnunarkerfi en við það opnast ný og spennandi tækifæri fyrir Marorku.

Þyrluáhöfn LHG veitt heiðursorða danska sjóhersins - 11.1.2007

Orduveiting2

Fimmtudagur 11. janúar 2006.

Danski varnarmálaráðherran Søren Gade veitti áhöfn TF-Lífar, sem vann að björgun skipverja af danska varðskipinu Triton, heiðursorðu danska sjóhersins við athöfn sem fram fór á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í dag.

Nýjar eldsneytistunnur á Þórshöfn - 9.1.2007

Þórshöfn-Raufarhöfn1

Þriðjudagur 9. janúar 2006.

Síðastliðinn laugardag flaug áhöfn þyrlunnar TF LIF til Þórshafnar ásamt Geirþrúði Alfreðsdóttur flugrekstrarstjóra og Höskuldi Ólafssyni flugtæknistjóra. Tilgangur ferðarinnar var að taka í notkun eldsneytistunnur auk þess sem æft var með björgunarsveitum á Þórshöfn og Raufarhöfn.

Störf sjálfboðaliða í brennidepli á 112 daginn - 5.1.2007

_DSC1115

Föstudagur 5. janúar 2006.

112 dagurinn verður haldinn á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum um allt land sunnudaginn 11. febrúar næstkomandi. Að þessu sinni verður dagurinn helgaður margvíslegum störfum sjálfboðaliða að forvörnum, leit og björgun, almannavörnum og neyðaraðstoð. Megináhersla verður lögð á að kynna starf sjálfboðaliðasamtakanna og mikilvægi þess.