Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þrjú útköll á sólarhring - 20.12.2021

TF-GNA-1_1628172909512

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur undanfarinn sólarhring sinnt þremur útköllum.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan sjómann - 20.12.2021

YD9A0975

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um miðnætti vegna slyss um borð í grænlenskum togara sem staddur var um 160 sjómílur vestur af landinu. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um að skipverji um borð í skipinu væri með áverka á hendi eftir að hafa klemmst og var áhöfnin á TF-GRO kölluð út. 

Sigurður Ásgrímsson lætur af störfum - 16.12.2021

IMG_9161

Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerða og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar, fagnaði sjötugsafmæli fyrr í mánuðinum og lætur af störfum nú um áramótin eftir rúmlega þrjátíu ára farsælt starf hjá Gæslunni. Sigurður er fæddur á Siglufirði þann 3. desember 1951 og ólst þar upp hjá foreldrum föður síns en síðan hjá föðurbróður sínum og konu hans. 

Viðbúnaður vegna gruns um mengun - 14.12.2021

Flekkur

Landhelgisgæslan stöðvaði för erlends flutningaskips sem var á leið til hafnar í Reykjavík í gærmorgun í kjölfar þess að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst viðvörun frá EMSA, Siglingaöryggisstofnun Evrópu, sem gaf til kynna að mengun kynni að stafa frá skipinu. Viðvörunin var byggð á gervitunglamynd.

Litlu jólin í Freyju - 6.12.2021

263316532_662970061750887_8693074423996557043_n

Um helgina kom áhöfnin á varðskipinu Freyju saman og hélt hið árlega jólabingó og litlujól. Áhöfnin hefur í fjölmörg ár staðið fyrir viðburðinum um borð í Tý en nú hefur hefðin verið flutt yfir á varðskipið Freyju.