Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annir í stjórnstöð LHG - 30.3.2013

_MG_0659

Talsverðar annir hafa verið hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar síðastliðna sólarhringa. M.a. var þyrla kölluð út þegar óttast var um bát á leið út af Vatnsleysu. Björgunarskip SL fann bátinn og þegar þyrlan var klár í flugtak. 

Þyrla LHG aðstoðar við að slökkva sinubruna - 25.3.2013

16062012_LHG_slokkvistorf

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:08 beiðni frá slökkviliðinu í Borgarbyggð um aðstoð þyrlu LHG vegna sinubruna við bæinn Gröf í Lundarreykjadal. TF-LIF var komin á staðinn kl. 18:10 og logaði þá talsverður eldur á svæðinu. Alls voru farnar 22 ferðir til að sækja vatn í slökkviskjóðuna og sást fljótt árangur.

Þyrla LHG sótti slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn - 24.3.2013

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag eftir að vélsleðaslys varð í Veiðivötnum. Áætlað er að þyrlan komi á staðinn um kl. 17:00.

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, heimsótti Landhelgisgæsluna - 19.3.2013

CarlBildt_heimsokn20

Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar kom í stutta heimsókn til Landhelgisgæslunnar í dag áður en hann hélt af landi brott. Ráðherrann kom í fylgd Anders Ljunggren sænska sendiherrans á Íslandi, heimsóttu þeir starfsemi flugdeildarinnar í Reykjavík og kynntu sér skipulag loftrýmisgæslu og eftirlits hér við land.

Þyrla LHG sótti skipverja sem slasaðist - 19.3.2013

_33A5909

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA sótti í gærkvöldi skipverja sem slasaðist um borð í togara sem var staðsettur um 20 sjómílur norðvestur af Grundarfirði. Beiðni um aðstoð þyrlunnar barst kl. 21:35 en þá var þyrlan við æfingar í Skjaldbreið og var strax flogið á staðinn. Komið var að skipinu kl 22:28 um 11 sjómílur norður af Ólafsvík

Erill hjá Landhelgisgæslunni um helgina - 18.3.2013

Talsverður erill var hjá Landhelgisgæslunni um helgina og voru loftförin kölluð út fjórum sinnum vegna leitar- björgunar- og sjúkraflugs. Auk þess var flogið með tæknimenn á Straumnesfjall vegna vinnu við fjarskiptabúnað, farið  í eftirlits- og löggæsluflug um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði og flogið út að Hornbjargi til að kanna friðlandið.

Fjölmenni við heimsókn varðskipsins Þórs til Patreksfjarðar - 18.3.2013

PatrHeimsokn_Thor11

Varðskipið Þór var um helgina til sýnis fyrir bæjarbúa og nágrannasveitir Patreksfjarðar og kom um helmingur íbúa um borð en um 650 manns búa í bæjarfélaginu. Þórir Sveinsson, starfandi bæjarstjóri tók á móti skipinu fyrir hönd sveitarfélagsins og leiddi síðan áhöfn varðskipsins gestina um skipið, kynntu tækjabúnað og verkefni þess. 

Þyrla og flugvél Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leit á Vatnajökli - 17.3.2013

Flugvél og þyrla Landhelgisgæslunnar voru í gærkvöldi kallaðar út til leitar eftir að tilkynning barst um neyðarblys yfir Vatnajökli, upp af Jökulheimum.  Einnig voru björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar kallaðar til leitar á svæðinu. TF-LÍF fór í loftið kl. 22:28 og var byrjað að leita á svæðinu kl. 23:25. Flugvélin TF-SIF fór í loftið kl. 01:20 og var óskað eftir að flugvélin myndi leita Tungnársvæði með hitamyndavél. Leit hófst kl. 01:47

TF-SIF í sjúkraflug til Færeyja - 15.3.2013

SIF_eldgos_ArniSaeberg

Landhelgisgæslunni barst í morgun beiðni frá heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku um að flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF myndi sækja til Færeyja alvarlega veikan mann sem nýverið slasaðist í bílslysi. Þar sem aðrir aðilar gátu ekki tekið að sér sjúkraflugið var leitað til Landhelgisgæslunnar en nauðsynlegt var fyrir sjúklinginn að gangast undir læknismeðferð hér á landi.

Varðskipið Þór heimsækir Patreksfjörð um helgina - 15.3.2013

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Patreksfjarðar um helgina og er áætlað að skipið verði opið til sýnis á laugardag frá kl. 13:00-16:00. Áhöfn varðskipsins mun leiða gesti um skipið, segja frá tækjabúnaði og getu þess.  Landhelgisgæslan hvetur fólk til að koma um borð og skoða hið glæsilega varðskip sem er bylting í vöktun, öryggismálum,  leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins.

Sameiginlegt eftirlit Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu í Faxaflóa - 14.3.2013

IMG_1802_fhdr

Landhelgisgæslan og Fiskistofa fóru í vikunni í sameiginlegt eftirlit með fiskveiðum í Faxaflóa, vestur og suð-vestur af Reykjanesskaga. Ágætt veður var á svæðinu og fjöldinn allur af fiskiskipum og fiskibátum á sjó.

Líkur á að draugaskipið sé enn ofansjávar - 13.3.2013

Lyuobv-Orlova-&-charlene-Hunt-(Jan-20,-2013)

Upplýsingar voru að berast Landhelgisgæslunni í dag að annar neyðarsendir sem tilheyrir draugaskipinu Luybov Orlova hafi farið í gang þann 8. mars s.l. og er hann enn að senda frá sér staðsetningarupplýsingar.  Þessar staðsetningar eru ekki langt frá þeim stað þar sem annar neyðarsendir frá skipinu fór í gang 25. febrúar.  Núverandi staðsetning sendisins er 685 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi en staðsetning sendisins undir lok febrúar var um 700 sjómílur aust-norð-austur af Nýfundnalandi. 

Eftirgrennslan hófst að bát sem datt úr ferilvöktun - mikilvægt að hlusta ætíð á neyðarrásina - 13.3.2013

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hóf í morgun eftirgrennslan að fiskibát með einn mann um borð sem datt úr ferilvöktun. Varðstjórar reyndu að ná sambandi við bátinn í gegnum talstöðvar og síma en það bar ekki árangur. Haft var samband við nokkur símanúmer sem eru skráð á bátinn og reyndist eitt þeirra vera hjá aðstandanda sem varð órólegur.

Mynd af Þór í ísingu á Ísafjarðardjúpi - 13.3.2013

Ising_Isafjardardjupi_mars2013

Hér er mynd sem var tekin á varðskipinu Þór í síðastliðinni viku eftir að komið var í Ísafjarðardjúp. Að sögn skipherra gustaði vindur mest í 74 hnúta sem eru rúm 12 vindstig sem er yfir 35 m/sek eða fárviðri. „Annars fór skipið vel með þetta,  þó ekki mikill sjór fyrr en komið var að Barða en þar var mest 8 – 10 metra ölduhæð“.

Gæsluflug TF SIF í dag - Staðan innan hafsvæðisins - 11.3.2013

_MG_3695
TF SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í dag í löggæslu- og eftirlitsflug um suðvestur - suðausturmið og djúp. Haft var samband við skip á svæðinu og skipst á upplýsingum. Einnig fengu þrjú skip áminningu. Gert er ráð fyrir aukinni sjósókn á næstunni. 

Landhelgisgæslan minnir sjómenn á að kanna gildistíma haffærisskírteina og vera með lögskráningar í lagi. - 11.3.2013

Balduragust2012GBA-(2)

Nú þegar veður batnandi fer og vorar í lofti eykst sjósókn þar sem bátasjómenn fara að hugsa sér til hreyfings og sigla til veiða.  Landhelgisgæslan vill minna sjómenn á að kanna gildistíma haffærisskírteina og vera með lögskráningar í lagi um borð áður en haldið er á sjó. Að undanförnu hefur talsvert borið á því að starfsmenn á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar hafi þurft að gera athugasemdir við ferðir báta á sjó.

Síða 1 af 2