Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annáll Landhelgisgæslunnar árið 2013 - 31.12.2013

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum öllum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða. Að baki er viðburðaríkt ár í starfi Landhelgisgæslunnar og má hér sjá dæmi um þau fjölbreyttu verkefni sem unnin af starfsmönnum á árinu 2013.

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu og lágum loftþrýstingi dagana eftir áramót - 30.12.2013

Sjavarhaed_flod

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu eftir áramót samfara fremur lágum loftþrýstingi.Flóðspá gerðir ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð í Reykjavík dagana 2. jan. kl 06:46, 3. jan. kl. 07:32 og 4. jan. kl. 08:19. Ef loftþrýstingur verður um 970 mb má gera ráð fyrir flóðhæð verði nálægt 4,9 metrum í Reykjavík.

TF-LIF sótti slasaðan vélsleðamann á Lyngdalsheiði - 28.12.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF sótti í dag mann sem slasaðist á vélsleða í Langadal suður af Skjaldbreið. Farið var í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 14:08 og lent á slysstað kl. 14:32.

Eitt íslenskt skip á sjó - búist við stormi á flestum miðum - 23.12.2013

Aðeins var eitt íslenskt skip á sjó í morgun samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar/vaktstöð siglinga. Búist er við stormi, þ.e. meira en 20 m/sek á flestum miðum og mikilli ísingu á Grænlandssundi og Norðurdjúpi. Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér aðvörun vegna norðanhvassviðris eða storms um jólahátíðina.

Tilkynning barst um blikkljós við Vattarnes - 20.12.2013

_MG_0632

Landhelgisgæslunni barst í nótt tilkynning um sjö hvít blikkljós sem sáust nærri Vattarnesbót við Reyðarfjörð. Virtist ljósið vera nærri yfirborði sjávar og blikkuðu þau stöðugt. Engin ljósmerki á þessu svæði eru merkt í kort Landhelgisgæslunnar en þó kom til greina að ljósin kæmu frá línubát sem var búin að vera á svæðinu.

Jólastund starfsmanna haldin í flugskýlinu - 19.12.2013

Í gær var haldin jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar í flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Halldór Halldórsson, staðarumsjónarmaður við ratsjárstöðina á Gunnólfsvíkurfjalli las upp úr jólaguðspjallinu og Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri minntist þeirra samstarfsfélaga sem létust á árinu.  Þá fengu heiðursafmælisbörn ársins afhentar gjafir. Að því loknu kom sönghópurinn Lyrika og söng svo sannarlega jólin inn fyrir Landhelgisgæsluna.

Ákveðið að hætta leit á sjó - björgunarsveitarmenn ganga fjörur - 17.12.2013

_MG_0659

Ákveðið hefur verið að leit verði hætt á sjó að skipverjanum sem féll útbyrðis af flutningaskipinu Alexia síðdegis á sunnudag. Þessi ákvörðun var tekin í morgun í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu eftir að farið var yfir leitarferla og önnur gögn sem snúa að leitinni. Áfram verður leitað á landi og munu björgunarsveitarmenn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ganga fjörur á svæðinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni - 16.12.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun á morgun taka þátt í leit að skipverja sem er saknað af erlenda flutningaskipinu Alexiu sem kom til Reyðarfjarðar í gærkvöldi. Leitin hefur ekki borið árangur og var síðdegis ákveðið í samráði við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og lögreglu að fresta áframhaldandi leit til morguns.

Leit haldið áfram fyrir utan Reyðarfjörð - 16.12.2013

Í morgun var leit hafin að nýju að skipverja sem er saknað af erlendu flutningaskipi sem kom til Reyðarfjarðar í gær. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru við leit. Björgunarskipin Hafbjörg frá Norðfirði og Sveinbjörn frá Vopnafiði, auk harðbotna björgunarbáta frá öllu sveitum á svæðinu, eru notuð við leitina sem beinist einkum að svæðinu fyrir utan Reyðarfjörð, í kringum og suður af Seley. Vettvangsstjórn er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Austurlandi.

Skipverja saknað af erlendu flutningaskipi - 15.12.2013

_MG_0566

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:25 aðstoðarbeiðni frá flutningaskipinu Alexia sem var að koma inn til hafnar á Reyðarfirði. Skipverja var saknað og talið hugsanlegt að hann hefði fallið fyrir borð.  Björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu voru samstundis kölluð út til leitar.  Auk þess var haft samband við nærstödd skip og þau beðin um að taka þátt í leitinni. Mjög slæmt veður er á svæðinu og stórt leitarsvæði.

TF-SIF tekur þátt í björgunaraðgerð á Miðjarðarhafi - 11.12.2013

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sinnir þessa dagana landamæraeftirliti á Miðjarðarhafi fyrir Landamærastofnun Evrópusambandsins (EU), Frontex. Um síðastliðna helgi kom flugvélina að björgunaraðgerð á svæðinu þar sem 100 sýrlenskum flóttamönnum var bjargað en fjallað var um atvikið í ítölskum fjölmiðlum á sunnudag.

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts - 9.12.2013

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts stofnana á sviði réttarfars og dómsmála kemur fram í nýrri könnun MMR – Markaðs og miðlarannsókna. Samkvæmt könnuninni bera átta af hverjum tíu mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan er stolt af þessari niðurstöðu og þakkar traustið.

Samstarf milli stofnana við stafrænar landupplýsingar - 2.12.2013

Nýverið undirrituðu fulltrúar Matvælastofnunar, Landhelgisgæslu, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu viljayfirlýsingu um samstarf við að uppfylla lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Næstu tvo mánuði er áformuð frekari vinna vegna verkefnisins og er gert ráð fyrir að tillögur um lausn verði lagðar til í febrúar 2014.