Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Reykköfun æfð um borð í Jóni Kjartanssyni - 27.2.2023

Reykkofun-um-bord-i-Joni-Kjartanssyni

Áhöfnin á varðskipinu Þór æfir reglulega viðbrögð við eldsvoða sem upp kann að koma um borð í skipum á hafinu umhverfis landið. 

Flogið yfir Öskju - 22.2.2023

Jakob-Olafsson-og-Lara-Theodora-Magnusdottir

Áhöfnin á TF-SIF flaug með hóp vísindamanna að Öskju í síðustu viku. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir sem Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, tók í ferðinni.

Loðnueftirlit austur af landinu - 21.2.2023

IMG_6847

Á dögunum fór áhöfnin á varðskipinu Þór í eftirlit í loðnuskip austur af landinu. Eftirlitið gekk vel en það fór að stærstum hluta fram að næturlagi vegna þess að veiðin hjá loðnuskipunum var betri á þeim tíma.

Takk fyrir traustið! - 20.2.2023

Traust-til-stofnana

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts landsmanna en samkvæmt nýjum niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup bera 90% landsmanna mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Þetta er þrettánda árið í röð sem Landhelgisgæslan mælist með mest traust íslenskra stofnana eða allt frá því að Landhelgisgæslan var tekin fyrst inn í mælingar Gallup. 

Gert ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð í Reykjavík á morgunflóðinu í fyrramálið - 20.2.2023

Sjavarfallatoflur-2023_1676889829202

Í dag er nýtt tungl og verður stórstreymt á morgun, þriðjudag. Í sjávarfallatöflum sem Landhelgisgæslan gefur út er gert ráð fyrir 4,5 metra flóðhæð í Reykjavík á morgunflóðinu í fyrramálið, sem er með hærra lagi.

Tveir úr séraðgerðasveit til Tyrklands - 9.2.2023

Andri-og-Haukur

Hópur íslenskra sérfræðinga á sviði aðgerðastjórnunar í rústabjörgun á hamfarasvæðum lagði af stað með flugvél Icelandair til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi í vikunni. Tveir liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar eru með í för en báðir hafa þeir umtalsverða reynslu af björgunarstörfum.