Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Staðnir að meintu ólöglegu brottkasti - 26.4.2019

Brottkast

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hefur undanfarna daga staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brottkasti. Við reglubundið eftirlit á Íslandsmiðum náðust bæði myndir og myndbönd sem sýna hið meinta brottkast. Unnið er að rannsókn málsins en skipstjórar fiskibátanna eiga yfir höfði sér kæru vegna athæfisins. 

TF-LIF sótti veikan skipverja - 23.4.2019

Sogulegt-sjukraflut-TYR-TF-LIF

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð frá fiskiskipi vegna alvarlegra veikinda um borð. Skipið var þá á veiðum um 31 sjómílu suður af Reykjanestá. Ósk um aðstoð barst Landhelgisgæslunni laust fyrir átta í gærkvöldi og var skipverjinn kominn um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgælunnar um klukkustund síðar. Hann var fluttur á Landspítalann í Reykjavík.

Staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 20.4.2019

Seint í gærkvöld urðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þess varir að norska línuskipið Fiskenes, sem hefur veiðiheimild innan íslensku fiskveiðilögsögunnar, var búið að leggja línu inn fyrir mörk hryggningastoppsvæðisins sem er í gildi um þessar mundir samkvæmt reglugerð nr. 30 frá 2005. Samkvæmt henni eru allar veiðar bannaðar frá 12. apríl til og með 21. apríl innan ákveðinna marka suður og vestur af landinu.

Mikill viðbúnaður vegna elds í fiskibát - 15.4.2019

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning klukkan 17:51 um eld um borð í fiskibátnum Æsi sem staddur var vestur af Flatey á Breiðafirði. Þrír voru um borð. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út sem og TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, sem var í löggæsluverkefni þegar útkallið barst. Að auki var varðskipið Týr beðið um að halda á vettvang sem og björgunarsveitir Landsbjargar á Snæfellsnesi.

Viðbrögð æfð við neyðarástandi í skemmtiferðaskipi - 12.4.2019

IMG_1370

Landhelgisgæslan, Samtök útgerða skemmtiferðaskipa á norðurslóðum (AECO) og leitar og björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi, efndu til ráðstefnu og viðbragðsæfingar í Iðnó þar sem björgunarmál tengd siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóðum var til umfjöllunar. Þetta er í fjórða sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á landi.

Hamingjusamari áhafnir - 11.4.2019

Ljosmynd-2_1554983196622

Það er þjóðþrifamál að hafa hamingjusamar áhafnir en Landhelgisgæslunni er umhugað um vellíðan alls starfsfólks stofnunarinnar. Þess vegna var haldið sérstakt sérstakt námskeið um hamingju og vellíðan á vinnustað áður en varðskipið Týr hélt frá Reykjavík í gær. 

TF-SIF kölluð út vegna báts sem hvarf úr ferilvöktun - 9.4.2019

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu laust eftir hádegi um að handfærabátur væri horfinn úr ferilvöktun. Einn var um borð en síðast var vitað um bátinn undan Stóranesi, sunnan Glettinganess. TF-SIF, flugvél landhelgisgæslunnar og björgunarsveitin Ísólfur voru kölluð út til leitar en samband náðist við bátinn um tveimur tímum eftir að eftirgrennslan  hófst.

Landhelgisgæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum - 4.4.2019

IMG_1334

Landhelgisgæsla Íslands tók í dag við formennsku í Arctic Coast Guard Forum, samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum, til næstu tveggja ára. Um er að ræða samráðsvettvang strandgæslustofnana átta norðurslóðaríkja en finnska strandgæslan hefur farið með formennsku í ráðinu undanfarin tvö ár. 

Landhelgisgæslan tók þátt í Polaris 2019 - 2.4.2019

IMG_2223

Landhelgisgæslan tók þátt í stórslysaæfingunni Polaris 2019 sem fram fór í Finnlandi í dag. Átta þjóðir, sem mynda Arctic Coast Guard Forum, komu að æfingunni, en æfð voru viðbrögð við neyðarástandi um borð í skemmtiferðaskipi undan ströndum Finnlands. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, tók þátt í æfingunni auk þess sem starfsmenn stofnunarinnar voru í aðgerðastjórn í samhæfingarstöð finnsku strandgæslunnar.