Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum - 28.3.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF fór nú rétt fyrir klukkan þrjú í dag í loftið til að sækja slasaðan sjómann til Djúpuvíkur á Ströndum.

Landhelgisgæslan virkjar samhæfingarstöðina í Skógarhlíð vegna flugvélar í vandræðum - 27.3.2015

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir hálffimm í dag tilkynning frá Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík um að lítil einkaflugvél væri í vandræðum vegna éljagangs og sambandsleysis en síðast var vitað um vélina á flugi nálægt Borgarnesi.

Varðskipið Týr 40 ára í dag - 24.3.2015

Varðskipið Týr er 40 ára í dag. Þetta sögulega varðskip ber aldurinn vel þrátt fyrir að hafa marga hildina háð í gegnum áratugina. Í tilefni dagsins var að sjálfsögðu slegið upp veislu um borð. Hér má lesa ýmislegt fróðlegt um upphaf og helstu atburði varðskipsins Týs.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í íslensku skipi - 24.3.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 04:21 í nótt beiðni frá íslensku skipi um aðstoð þyrlu en um borð var veikur skipverji með verk fyrir brjósti. Skipið var þá statt á Breiðafirði. Var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF kölluð út.

Vaskir Landhelgisgæslumenn kynna starfsemi hennar á Skrúfudegi Tækniskólans - 23.3.2015

Það voru ungir og vaskir starfsmenn frá Landhelgisgæslunni sem kynntu starfsemi hennar á Skrúfudegi Tækniskólans nú á dögunum.  Þetta voru þeir Magnús Pálmar Jónsson stýrimaður á varðskipunum, Anton Örn Rúnarsson skipstjórnarnemi og varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og Jón Arinbjörn Einarsson sem starfar sem gagnafulltrúi í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Tundurduflið úr skuttogaranum Bjarti gert óvirkt - 23.3.2015

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu í nótt tundurdufl frá skuttogaranum Bjarti og gerðu óvirkt.

Tundurdufl um borð í skuttogaranum Bjarti - 22.3.2015

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eru nú staddir á Neskaupstað að bíða komu skuttogarans Bjarts TFNV sem er með tundurdufl um borð. Að öllum líkindum er um að ræða breskt seguldufl sem Bjartur fékk í veiðarfærin er hann var á veiðum í Rósagarðinum á Suðasturlandi sem er þekkt tundurduflasvæði.

Landhelgisgæslan þakklát fyrir það mikla traust sem hún nýtur meðal landsmanna - 21.3.2015

Landhelgisgæslan nýtur mest trausts almennings samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup sem birtust í gær en samkvæmt þeim ber 81% þjóðarinnar mikið traust til Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan er afar stolt og þakklát yfir þessum niðurstöðum sem staðfesta að meginþorri þjóðarinnar er sáttur við störf hennar.  Að baki þessu mikla trausti er samheldinn og hæfur hópur starfsmanna.

Flug rússneskra herflugvéla við austurströnd Íslands - 19.3.2015

Tvær langdrægar rússneskar herflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-142 F og J, en þessi tegund er oftast nefnd „Björninn“, flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins í nágrenni Íslands rétt fyrir miðnætti í gær. Vélarnar eru meðal annars hannaðar til kafbátaeftirlits, kafbátaleitar og fjarskipta.  

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu á flóði dagana 20. til 23. mars - 19.3.2015

Landhelgisgæslan vill vekja athygli á hárri sjávarstöðu á flóði dagana 20. til 23. mars. Nýtt tungl kviknar þann tuttugasta. Stórstreymi fylgir jafnframt lág sjávarstaða á fjöru. Það er því gott fyrir fjörulalla að hafa það í huga.

Varðskipið Þór verið við eftirlit á suðvestur- og vesturmiðum - 18.3.2015

Varðskipið Þór hefur undanfarnar vikur verið við eftirlit, meðal annars á suðvestur- og vesturmiðum. Eitt af mikilvægum hlutverkum varðskipa er að fara um borð í fiskiskip og kanna öryggisbúnað, lögskráningu áhafnar, atvinnuréttindi yfirmanna, veiðarfæri og afla. Er þetta nauðsynlegur þáttur í eftirliti og löggæslu á sjó.

Búið að ná Kára-AK033 af strandstað - 17.3.2015

Nú klukkan 15:05 var Kári AK-033 dreginn af strandsstað, um klukkutíma fyrir háflóð.

Reynt verður að ná Kára AK-033 af strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði í dag - 17.3.2015

Reyna á að ná vélbátnum Kára AK-033 af strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði á síðdegisflóði í dag um kl. 1600.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar, Umhverfisstofnunar, Faxaflóahafna, tryggingafélags bátsins og fulltrúi eigenda funduðu um aðgerðir í morgun og varð það niðurstaðan að reyna björgun.  Dráttarbáturinn Magni frá Reykjavík verður notaður til verkefnisins en varðskipið Þór er á svæðinu og áhöfn skipsins hefur aðstoðað við undirbúning og mun aðstoða við verkið eftir þörfum.

Áhöfnin á TF-LIF sótti í nótt slasaðan sjómann af grænlenskum togara - 15.3.2015

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið kl. 04:47 í nótt til Patreksfjarðar til að sækja slasaðan sjómann af grænlenska togaranum Qaqqatsiaq. Var togarinn þá kominn inn á Patreksfjörð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar verið í viðbragðsstöðu vegna beiðna um aðstoð þyrlu fyrir vestan – þyrlan nú á leið í loftið - 14.3.2015

Í dag, laugardag hafa borist tvær beiðnir um aðstoð þyrlu fyrir vestan en vegna veðuraðstæðna um land allt hefur enginn möguleiki verið á að senda þyrlu á staðinn. Hefur áhöfn þyrlunnar því verið í viðbragðsstöðu þar til veðri slotar og er fyrirhugað að halda vestur upp úr kl. 16:00.

Beiðni um aðstoð vegna mannlauss báts í Hvammsvík - 14.3.2015

_MG_0659

Rétt um tuttugu mínútur fyrir níu í gærkvöldi, föstudag hafði eigandinn að Kára/1761 samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar en báturinn var mannlaus við legufæri í Hvammsvík.  Hafði báturinn dregið legufærin verulega en var þó ekki enn kominn upp í fjöru. Um klukkan 11:40 í morgun hafði svo eigandinn að Kára samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og sagði bátinn kominn upp í fjöru og liðlega hálfþrjú nú í dag var báturinn farinn að leka olíu.

Síða 1 af 2