Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Sjómælingabáturinn Baldur við sjómælingar á Vestfjörðum - 21.6.2015

Sjómælingabáturinn Baldur er nú við sjómælingar á Vestfjörðum. Vinnur áhöfnin að dýptarmælingum fyrir nýtt sjókort af svæðinu sem mun ná frá Bjargtöngum og norður í Ísafjarðardjúp. Eru mælingasvæðin í grennd við Kópanes annars vegar og frá Súgandafirði og inn með Stigahlíð hins vegar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í ísbjarnarleit - 19.6.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í dag beiðni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra um þyrlu til þess að leita svæðið milli Dettifoss og Ásbyrgis í vestur þar sem lögreglunni höfðu borist upplýsingar um að hvítabjörn hefði sést í Jökulsárgljúfrum.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir veikan skipverja um borð í rússneskan togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg - 17.6.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF er nú rétt ókomin að rússneskum togara sem var að veiðum á Reykjaneshrygg er beiðni barst frá togaranum um þyrlu til að sækja veikan skipverja um borð. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar flytur slasaðan göngumann og aðstoðar Almannavarnir við eftirlitsmyndavélar við Holuhraun - 14.6.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í dag slasaðan mann af Þveráregg í sunnanverðum Vatnajökli en maðurinn hafði slasast á göngu. Að því loknu hélt þyrlan upp í Holuhraun þar sem verið er að skipta um og lagfæra myndavélar með Almannavörnum.

Beiðni um aðstoð vegna strandveiðibáts sem fékk net í skrúfuna - 11.6.2015

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan ellefu í morgun beiðni frá strandveiðibát sem staddur var skammt undan Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi og hafði fengið net í skrúfuna.

Varðskip og þyrla kölluð út vegna vélarvana fiskibáts - 10.6.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 15:40 beiðni um aðstoð frá 15 tonna fiskibáti sem var vélarvana undan Straumnesi. Þá þegar var varðskipið Ægir, sem statt var úti fyrir sunnanverðu Ísafjarðardjúpi kallað til auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var í eftirlitsflugi við Vestmannaeyjar. Afar mikil sjósókn hefur verið í dag og sú mesta sem af er ári. 

Varðskipið Ægir aðstoðar bát sem leki kom að eftir árekstur við annan bát - 10.6.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 05:56 beiðni um aðstoð frá Gísla/2608 sem lent hafði í árekstri við annan bát. Við áreksturinn kom leki að Gísla/2608 sem jókst hratt svo dælur höfðu ekki undan. Varðskipið Ægir sem statt var skammt frá hélt strax áleiðis til Gísla og sendi varðskipið léttabát sinn með dælur.

Til hamingju með daginn sjómenn - 7.6.2015

Í dag var sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Landhelgisgæslan tók þátt í hátíðarhöldunum með ýmsum hætti. Meðal annars voru skipsáhafnir Landhelgisgæslunnar heiðraðar af Sjómannafélagi Vestmannaeyja fyrir björgunarafrek áhafnanna á Miðjarðarhafi.

Varðandi sjósókn standveiðibáta daginn eftir sjómannadag - 5.6.2015

_MG_0659

Af gefnu tilefni vill Landhelgisgæslan koma á framfæri tengli sem birtur hefur verið á vef Fiskistofu varðandi sjósókn strandveiðibáta daginn eftir sjómannadag sem og upplýsingum úr lögum varðandi sama efni.

Hressir krakkar af leikskólanum Sólborg heimsækja flugskýli Landhelgisgæslunnar - 4.6.2015

Það var eldhress hópur flottra krakka af leikskólanum Sólborg sem heimsótti flugskýli Landhelgisgæslunnar í morgun. Krakkarnir sem eru af elstu deild skólans, eru þessa dagana í margvíslegum vettvangsferðum og fræddust í morgun um þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar.

Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar heimsækir Landhelgisgæsluna - 3.6.2015

Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, aðmíráll Paul F. Zukunft heimsótti Landhelgisgæsluna í dag ásamt sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Robert C. Barber og fylgdarliði. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti gestunum ásamt fulltrúum Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Týr komið heim eftir ríflega hálfs árs störf á Miðjarðarhafi þar sem áhöfnin hefur bjargað þúsundum flóttamanna - 2.6.2015

Varðskipið Týr kom heim í dag eftir ríflega hálfs árs veru á Miðjarðarhafi við landamæragæslu og björgunarstörf á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins. Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tók á móti áhöfninni við heimkomuna í dag og þakkaði henni fyrir unnin afrek.

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar þátttakandi í björgun þúsunda flóttamanna á Miðjarðarhafi - 1.6.2015

Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar sem nú er við störf á Miðjarðarhafi á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins, hefur haft í nógu að snúast undanfarna daga. Síðan á föstudag hefur yfir 5.000 flóttamönnum verið bjargað af sökkvandi bátum sem lögðu upp frá Líbýu yfir hafið áleiðis til Ítalíu. Var flugvél Landhelgisgæslunnar þátttakandi í aðgerðum.