Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Varðskipið Þór nýmálaður í höfn Asmar skipasmíðastöðvarinnar - 31.5.2011

IMG_1042

Síðdegis bárust þær fréttir frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar í Chile að Þór, nýtt fjölnota varðskip Landhelgisgæslunnar flaut fyrr í dag nýmálaður og stórglæsilegur úr kví ASMAR skipasmíðastöðvarinnar sem er í eigu sjóhersins í Chile. Stórum áfanga er nú náð í smíði skipsins.

Miklar fiskivöður sáust með eftirlitsbúnaði TF-SIF - 31.5.2011

fiskvodur

Í gæslu og æfingaflugi flugvélar Landhelgisgæslunnar í gær var m.a. flogið um SA mið.  Í eftirlitsbúnaði sáust m.a. miklar fiskivöður sem voru þá um 10 sjómílur ASA af Ingólfshöfða.

Radarmyndir sýndu gosstrók sem steig upp í 1,5 km hæð - 28.5.2011

TFSIF_Inflight3_ArniSaeberg

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF fór í eftirlitsflug í gær þar sem m.a. var aflað upplýsinga um gosstöðvarnar í Grímsvötnum. Á radarmyndum sást gosbólstur sem steig beint upp í loftið og náði um 1,5 km. hæð. Var strókurinn frekar ljósleitur og sást ekki aska í honum. Samkvæmt þessu er greinilegt að gosinu er ekki lokið.

Flug TF-SIF með vísindamenn HÍ og Veðurstofunnar - 26.5.2011

SIF_cockpit

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF flaug í gær með vísindamenn frá Jarðvísindastofnun og Veðurstofunni  að gosstöðvunum í Grímsvötnum. Staðfestu vísindamenn að loknu flugi það sem áður hafði komið fram; minnkandi virkni en óreglulega gosstróka sem geta verið varasamir.

TF-GNA fann þýskan ferðamann - 25.5.2011

TF-GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar, í samstarfi við björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, fann kl. 18:05 þýskan ferðamann sem leitað hefur verið að í dag. Fór þyrlan á leitarsvæðið eftir ábendingar björgunarsveita og fannst maðurinn við Háöldur sem eru austan við Hofsjökul.

Dýnamít fannst á golfvelli. Var því eytt af sprengjusérfræðingum LHG - 20.5.2011

Landhelgisgæslunni barst í vikunni tilkynning frá golfklúbbnum Kili í Mosfellsfæ um að dýnamít hefði fundist í steinklöppum á golfvelli golfklúbbsins. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar voru kallaðir út og þegar á staðinn kom reyndist dýnamítið vera í nokkrum borholum.

Fyrstir núverandi stýrimanna Gæslunnar til að útskrifast sem neyðarflutningamenn - 19.5.2011

LIF_borur

Nýverið útskrifuðust tveir stýrimenn Landhelgisgæslunnar, Henning Þór Aðalmundsson og Hreggviður Símonarson sem neyðarflutningamenn frá Sjúkraflutningaskólanum. Hafa þeir þar með lokið grunnnámi í sjúkraflutningum EMT-Basic og framhaldsnámi sem er námskeið í neyðarflutningum EMT-Intermediet.

Skúta óskaði eftir aðstoð - 18.5.2011

Landhelgisgæslunni barst kl. 22:13 í gærkvöldi aðstoðarbeiðni frá sex metra seglskútu með brotið stýri undan Hvassahrauni, rétt utan við Straumsvík. Einn maður var um borð og sagði hann enga hættu á ferðum en óskaði eftir aðstoð við að komast í land.

Varnaræfingin Norður Víkingur haldin í júní - 17.5.2011

Varnaræfingin Norður Víkingur 2011 verður haldin dagana 3. – 10. júní 2011.  Æfingin er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006.  Samhliða Norður Víkingi 2011 verður hér á landi regluleg loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins í samræmi við ákvörðun þess og íslenskra stjórnvalda frá árinu 2007. 

Ægir siglir með þyrlur að ísröndinni við Grænland - 16.5.2011

Agir_a_fullu_eftir_breytingar_i_okt_05_JPA

Varðskipið Ægir flutti fyrir skömmu tvær þyrlur fyrir Vesturflug (Blue West Helicopters) frá Ísafjarðardjúpi að ísröndinni við Grænland. Flugu þyrlurnar frá varðskipinu inn á land en lentu þar í mjög slæmu veðri og neyddust til að lenda. Liðu 28 klst þar til þeim tókst að fara að nýju í loftið.

Tvö þyrluútköll síðdegis - 12.5.2011

Beiðni um útkall þyrlu Landhelgisgæslunnar barst kl. 16:47 þegar TF-LÍF var í gæslu- og eftirlitsflugi á Breiðafirði. Óskað var eftir aðstoð þyrlunnar vegna bílslys sem varð suður af Gilsfirði. Annað útkall barst kl. 20:28 vegna konu sem slasaðist í Esju.

LHG gerir samning við Öryrkjabandalagið - 12.5.2011

Landhelgisgæslan hefur gert samning við Vinnustaði Öryrkjabandalagsins um ræstingar í húsnæði LHG í Skógarhlíð 15.  Samningurinn er hagstæður fyrir Landhelgisgæsluna og þjónustan er tryggð alla virka daga þar sem Vinnustaðir ÖBÍ sjá um allar ræstingar og afleysingar í veikindum, sumarleyfum og svo framvegis.

Leitað að merkjum um hvítabirni á Hornströndum - 11.5.2011

Isbjarnaeftirlitsfl_TF_GNA_180608_1

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag í eftirlitsflug um friðlandið á Hornströndum þar sem sérstaklega var leitast við að finna merki um hvítabirni á svæðinu. Mikill almennur þrýstingur hefur verið um að farið yrði í slíkt flug, eftir að hvítabjörn var felldur í Rekavík 2. maí síðastliðinn.

Árangursrík leitaræfing á Langjökli - 11.5.2011

Sif_Lif_Gna2_BaldurSveinsson

Afar árangursrík æfing var í gær haldin með þátttöku flugvélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar auk tveggja félaga úr Flugbjörgunarsveitinni sem brunuðu upp á Langjökul og léku sig týnda. Tilgangur æfingarinnar var að finna vélsleðamennina tvo með leitar og eftirlitsbúnaði um borð í loftförunum tveimur.

Skipt um stjórnklefa í TF SIF - 11.5.2011

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar sneri nýverið aftur til landsins eftir að breytingar voru gerðar á flugstjórnarklefa vélarinnar hjá Field Aviation í Kanada. Skipt var út 45 mælum sem áður voru í stjórnborði flugvélarinnar og í stað þeirra birtast upplýsingar nú á fimm rafrænum skjáum. 

Sjófarendur eru hvattir til að hlusta ætíð á rás 16 - 10.5.2011

Þegar TF-SIF var í eftirlitsflugi í gær voru rúmlega sexhundruð skip og bátar í eftirliti. Enn var þá veitt á öllum strandveiðisvæðum. Frá og með deginum í dag voru veiðar hinsvegar bannaðar á svæði A sem er svæðið frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps. Sjá þéttar merkingar á kortinu.

Síða 1 af 2