Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Tvö sjúkraflug til Vestfjarða - 31.3.2020

IMG_4022

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur farið í tvö sjúkraflug til Vestfjarða í vikunni. Í gær var áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna veikinda á Ísafirði og í dag sótti sveitin sjúkling til Patreksfjarðar. Alls hefur þyrlusveit Landhelgisgæslunnar verið kölluð út fjórum sinnum á jafn mörgum dögum. 

Tvö útköll og flogið með Covid-19 sýni - 30.3.2020

IMG_0953

Áhafnir Landhelgisgæslunnar höfðu í nógu að snúast um helgina, bæði við æfingar og útköll. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í tvö útköll sem bæði voru vegna vélsleðaslysa. Þá sótti áhöfnin á TF-EIR möguleg COVID-19 sýni sem send voru á veirufræðideild Landspítalans.

Æfðu björgun úr björgunarbát á hvolfi - 28.3.2020

Kristinn

Kafararnir um borð í Tý, Kristinn Ómar Jóhannsson og Jón Smári Traustason, æfðu á dögunum hvernig bjarga á manni úr björgunarbát á hvolfi. Það skiptir afar miklu máli að kafararnir æfi björgun sem þessa reglulega enda getur björgunarbátum hvolft og þá þurfa handtökin að vera snör. 

Ferðir varðskipa Landhelgisgæslunnar lengjast - 25.3.2020

Thor-fer-fra-Reykjavik-4.3.2020

Úthald varðskipa Landhelgisgæslunnar hefur verið aukið en í því fellst að hver ferð lengist um tvær vikur. Það þýðir að hvort skip er nú fimm vikur í senn á sjó í stað þriggja eins og venjulegt er. Þessi varúðarráðstöfun er gerð til að tryggja að Landhelgisgæslan geti haldið úti öflugu viðbragði á hafinu umhverfis Ísland.

45 ár frá komu Týs til Reykjavíkur - 24.3.2020

Tyr

Í dag eru 45 ár frá því að varðskipið Týr kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Skipið ber aldurinn vel og hefur leikið stórt hlutverk í sögu Landhelgisgæslunnar og þjóðarinnar undanfarna áratugi.

 

Áhöfnin á TF-GRO sótti slasaðan skipverja - 24.3.2020

Thyrluaefing-2-med-TF-GRO-a-Breidafirdi-8-

Áhöfnin á TF-GRO sótti slasaðan skipverja um borð í færeyskt línuskip í gærkvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um slys um borð í línuskipinu sem statt var austur af Surtsey. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík á sjöunda tímanum í gær og kom manninum undir læknishendur í Reykjavík.

Áhöfnin á Tý aðstoðar við farþegaflutning frá Flateyri - 23.3.2020

Farthegaflutningur

Verkefnin sem koma á borð áhafna varðskipa Landhelgisgæslunnar eru af margvíslegum toga. Um helgina var varðskipið Týr statt í Önundarfirði en þar um slóðir voru vegir víða ófærir sökum fannfergis. Ábúandinn á Sæbóli á Ingjaldssandi komst ekki til síns heima og óskaði eftir aðstoð áhafnarinnar á Tý. Áhöfninni þótti sjálfsagt og eðlilegt að verða við beiðninni og ferjaði ábúandann heim til sín.

TF-SIF hóf sig til flugs á nýjan leik - 22.3.2020

IMG_3197

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hóf sig til flugs á nýjan leik í liðinni viku eftir nokkurra vikna hlé. Í nóvember hófst umfangsmikil uppfærsla á eftirlitsbúnaði vélarinnar auk þess sem vélin hefur gengist undir hefðbundið viðhald. Það var því einstaklega ánægjulegt að sjá vélina hefja sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli á þriðjudag.

Klappað fyrir heilbrigðisstarfsfólki - 20.3.2020

Klappad

Fjölmargir Íslendingar klöppuðu í kvöld til heiðurs heilbrigðisstarfsfólki sem stendur í ströngu um þessar mundir. Áhöfnin á varðskipinu Tý lét sitt ekki eftir liggja og hvatti heilbrigðisstarfsfólkið til dáða með dynjandi lófataki í Önundarfirði klukkan 19:00 í kvöld.

Tekið á því í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - 20.3.2020

IMG_2863

Hjá Landhelgisgæslunni er gjarnan talað um að stjórnstöðin sé hjartað í starfseminni enda er hún eins konar miðpunktur alls sem hér fer fram. Þrátt fyrir að líkamsræktarsalurinn hér í Skógarhlíð sé lokaður láta varðstjórarnir í stjórnstöðinni engan bilbug á sér finna og rækta líkama og sál af miklu kappi. Í það minnsta þegar myndavélin er dregin upp ;)

Flogið með vistir og hlíðar myndaðar - 19.3.2020

20200318_200627

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug vestur á firði síðdegis í gær og sinnti þar verkefnum í samvinnu við lögreglu og Veðurstofu Íslands. 

Áhafnir á varðskipi og þyrlu að störfum á Vestfjörðum - 18.3.2020

90060001_209625413717720_7228265041013768192_n

Áhöfnin á varðskipinu Tý hefur staðið í ströngu í dag við snjóflóðaeftirlit og skimun í Önundarfirði. Varðskipsmenn hafa siglt um fjörðinn á léttbát Týs og kannað hvort þar hafi fallið snjóflóð á vegi. Óvissustig vegna snjóflóða er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið verður til taks á svæðinu meðan óvissa ríkir.

Áhöfnin á TF-GRO flutti slasaðan skipverja á Landspítalann - 18.3.2020

Thyrluaefing-2-med-TF-GRO-a-Breidafirdi-1-

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti slasaðan skipverja á Landspítalann í Fossvogi í nótt. Slysið varð um borð í togara sem staddur var um 30 sjómílur suður af Selvogi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um slysið á tólfta tímanum og var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar þegar í stað kölluð út.

Týr í Önundarfirði - 17.3.2020

Ljosmynd-1_1584443852436

Varðskipið Týr kom til Önundafjarðar á áttunda tímanum morgun. Þar hefur verið lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu. Varðskipið verður til taks á svæðinu meðan óvissuástand ríkir. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var ákveðið að rýma íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum, tvö íbúðarhús við Urðargötu á Patreksfirði og nokkur atvinnuhús við Seljalandsveg á Ísafirði. 

Varðskipið Týr á leið til Vestfjarða - 16.3.2020

Image00004

Varðskipið Týr er nú á leið til Vestfjarða en þar er í gildi hættustig vegna snjóflóða á Flateyri og Patreksfirði. Á níunda tímanum í kvöld var skipið statt á Breiðafirði. Þar er NA-stormur og 6-8 metra ölduhæð.

Eftirlit áhafnar varðskipsins fest á filmu - 13.3.2020

EFtirlit

Áhöfnir varðskipa Landhelgisgæslunnar sinna reglulegu eftirliti á hafinu umhverfis Ísland. Hlutverk hvers og eins áhafnarmeðlims er vel skilgreint og skipulagt svo allt gangi vel fyrir sig. 

Síða 1 af 2