Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Aðstoðar-yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í heimsókn - 29.11.2019

Georg-Kr.-Larusson-forstjori-Landhelgisgaeslunnar-tok-a-moti-James-Everard

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók í vikunni á móti James Everard, aðstoðar-yfirmanni sameiginlegs herafla Atlantshafsbandalagsins.

Fjórum bjargað um borð í TF-EIR eftir að fiskibátur strandaði - 29.11.2019

STRAND

Fjórum mönnum var bjargað um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, eftir að fiskibátur strandaði í vestanverðum Þistilfirði. Björgunarskipið Gunnbjörg dró fiskibátinn til hafnar á Raufarhöfn. 

Áhöfnin á Þór aðstoðaði bát í vanda - 28.11.2019

1_1575026348644

Þegar varðskipið Þór var í nágrenni Þorlákshafnar á fimmta tímanum í dag hafði handfærabátur, sem var á leið til Þorlákshafnar, samband varðskipið og óskaði eftir aðstoð vegna vélarbilunar. Varðskipið var þá nýbúið að mæta bátnum sem var á innleið til Þorlákshafnar. Áhöfn varðskipsins brást skjótt við og tók handfærabátinn í tog með léttbát varðskipsins.

Fræðsla um snjóflóðaleit og nýtt björgunartæki - 22.11.2019

IMG_5552-2-

Áhöfnin á varðskipinu Tý fékk fræðslu um snjóflóð og snjóflóðaleit hjá Teiti Magnússyni, björgunarsveitarmanni. Þá æfði áhöfnin björgun úr sjó með nýju björgunartæki.

Tekið á því um borð í Tý - 18.11.2019

IMG_0699

Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa alltaf að vera til taks. Það er því mikilvægt að huga vel að að andlegri og líkamlegri heilsu. Áhöfnin á Tý er þar engin undantekning og stundar æfingar af miklu kappi á ferð sinni umhverfis landið. Að þessu sinni er áhöfnin svo heppin að með í för er Gígja Vilhjálmsdóttir, þjálfari, sem sér til þess að vel sé tekið á því, kvölds og morgna.

Fjórum bjargað um borð í TF-EIR eftir að fiskibátur strandaði - 14.11.2019

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-22-

21 tonna fiskibátur strandaði við Gölt á utanverðum Súgandafirði í kvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá bátnum klukkan 22:00 en fjórir voru um borð. Mönnunum var bjargað um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar á miðnætti.

Landhelgisgæslan fær mikilvæg tæki að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju - 13.11.2019

Gjof-5

Það var hjartnæm stund í flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar fjölskylda Jennýjar Lilju Gunnarsdóttur afhenti þyrlusveit Landhelgisgæslunnar mikilvægar gjafir. Um var að ræða fjórar lyfjadælur auk tveggja blóð og vökvahitara að gjöf úr minningarsjóði Jennýjar Lilju sem lést af slysförum í október 2015, aðeins þriggja ára gömul.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Íslands hefst að nýju - 8.11.2019

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar breska flughersins til Íslands í næstu viku.

Línubátur strandaði við Rifstanga á Melrakkasléttu - 8.11.2019

Thyrluaefing-2-med-TF-GRO-a-Breidafirdi-8-

Línubátur strandaði við Rifstanga á Melrakkasléttu í morgun. Tveir voru um borð. Björgunarskipið Gunnbjörg frá Raufarhöfn tókst að draga línubátinn af strandstað.

Sigurður Steinar jarðsunginn - 6.11.2019

_S4I6509

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í gær. Fjölmenni var við útförina. Sr. Einar Eyjólfsson, fríkirkjuprestur í Hafnarfirði, jarðsöng. Starfsfólk Landhelgisgæslunnar vottaði Sigurði Steinari virðingu sína með því að standa heiðursvörð þegar kistan var borin úr kirkju.

Mannbjörg á Breiðafirði - 5.11.2019

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-10-

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá togbátbát sem staddur var norður af Stykkishólmi á tólfta tímanum í dag. Þrír voru um borð og var þeim bjargað um borð í fiskiskip sem var í grenndinni.

Saga Landhelgisgæslunnar rakin - 5.11.2019

63-Odinn-III-Loftskm.-Gylfi-Geirsson

Gylfi Geirsson, loftskeytamaður og fyrrverandi starfsmaður Landhelgisgæslunnar, heldur fyrirlestur um stofnun Landhelgisgæslunnar og sögu hennar á fræðslufundi Vitafélagsins annað kvöld (6. nóvember) klukkan 20:00. Gylfi gjörþekkir störf Gæslunnar en hann hóf störf hjá Landhelgisgæslunni vorið 1971 og starfaði hjá stofnuninni í 42 ár. Fræðslufundurinn er haldinn í húsnæði Sjóstangafélags Reykjavíkur að Grandagarði 18, 2. hæð og eru áhugasamir hvattir til að mæta.

Sérfræðingar strandgæslustofnana á norðurslóðum hittust á Húsavík - 4.11.2019

IMG_7135

Sérfræðingar strandgæslustofnana á norðurslóðum hittust á Húsavík fyrir helgi til þess að bera saman bækur sínar og fjalla um brýn mál sem við koma leit- og björgun auk mengunareftirlits á norðurslóðum.