Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni - 27.2.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú nýlent við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa flogið yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan skipverja - 26.2.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst upp úr klukkan 17:30 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs skipverja um borð í íslensku fiskiskipi, sem þá var statt utan innsiglingar til Grindavíkur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir erlenda ferðamenn sem lent höfðu í aftakaveðri norðan Mýrdalsjökuls - 25.2.2015

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF er nú á leið til baka eftir að hafa sótt tvo erlenda ferðamenn norðan við Mýrdalsjökul sem lent höfðu í aftakaveðri en náðu að hringja og gera vart við sig nú fyrr í kvöld. 

Þétt setið í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 24.2.2015

Mikið annríki er þessa dagana hjá flugtæknideild Landhelgisgæslunnar. Aldrei hafa fleiri vélar verið í skýlinu en auk flugflota Landhelgisgæslunnar er þar einnig vél Isavia af gerðinni Beech B-200 í viðhaldi en skoðun á henni er að ljúka.

Rússneskar sprengjuvélar við Íslandsstrendur - 19.2.2015

Tvær langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar af gerðinni Tupolev Tu-95, en þessi tegund er oftast nefnd „Björninn“, flugu inn í loftrýmiseftirlitssvæði NATO í nágrenni Íslands upp úr hádegi í gær. Rússneskar herflugvélar hafa ekki flogið svo nærri landinu frá brotthvarfi bandaríska hersins, en sprengjuvélarnar flugu tvisvar framhjá landinu, í síðara skiptið mjög nálægt ströndum Íslands og voru þær í 26 sjómílna fjarlægð frá Stokksnesi þegar næst var.

Varðskipið Þór við eftirlit á Austfjarðarmiðum - 17.2.2015

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór er þessa dagana við eftirlit og öryggisgæslu á Austfjarðarmiðum og hefur meðal annars fylgt eftir norskum loðnuskipum.

Áhöfnin á Tý vinnur frækilegt björgunarafrek - hundruðum flóttamanna bjargað af litlum gúmmíbátum - 15.2.2015

Áhöfnin á varðskipinu Tý vann í gærkvöldi og nótt frækilegt björgunarafrek djúpt norður af Líbíu, er áhöfnin bjargaði alls 184 flóttamönnum um borð í varðskipið af tveimur litlum gúmmíbátum.  Auk þess voru 100 flóttamenn sem bjargað hafði verið af ítölsku varðskipi ferjaðir þaðan yfir í varðskipið Týr til aðhlynningar.

Varðskipið Týr nú í björgunaraðgerðum djúpt norður af Líbíu - 14.2.2015

Varðskipið Týr er nú í björgunaraðgerðum djúpt norður af Líbíu.  Áhöfn varðskipsins bjargaði fyrir um klukkustund 75 manns af litlum gúmmíbát og gengu björgunaraðgerðir mjög vel. Um borð voru karlmenn og nokkur börn.

Störf Landhelgisgæslunnar á Miðjarðarhafi vekja heimsathygli - 12.2.2015

Fjölmiðlafólkið fylgist með uppgönguæfingu hjá áhöfninni

Störf Landhelgisgæslunnar við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi hafa vakið heimsathygli. Margir erlendir fjölmiðlar hafa óskað eftir að fá að fylgjast með störfum okkar fólks sem oftar en ekki starfar við afar erfiðar aðstæður við björgun flóttamanna.

Leki kom að fiskiskipi á leið í slipp - 5.2.2015

_MG_0659

Landhelgisgæslunni barst kl 03:10 í nótt tilkynning frá fiskiskipi vegna leka sem hafði komið upp í lúkar skipsins. Skipið var staðsett 4 sjómílur SV af Dritvík á leið í slipp. Dælur höfðu undan en samt sem áður var skipverjum ráðlegt að halda til næstu hafnar. Skipstjóri vildi halda áfram og taldi ekki þörf á aðstoð. Var skipið að sigla inn í betra veður og tekin var ákvörðun um að skipstjóri heftði reglulegt samband við Landhelgisgæslunnar. Skipið kom til hafnar um kl. 11:15.

Eftirlit varðskipsins Þórs með loðnuveiðum erlendra skipa. - 5.2.2015

Varðskipið Þór hefur að undanförnu verið við eftirlit með loðnuveiðum í efnahagslögsögu Íslands. Sérstök áhersla er lögð á eftirlit með erlendum skipunm og reynt að komast um borð eftir því sem aðstæður leyfa til að bera saman gögn og gera mælingar á afla.

Þyrla LHG kölluð út í sjúkraflug til Grímseyjar - 1.2.2015

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til Reykjavíkur eftir sjúkraflug frá Grímsey til Akureyrar. Þyrlan var kölluð út að beiðni læknis á Akureyri þar sem ekki var hægt fyrir sjúkraflugvél að lenda í Grímsey. Að loknu sjúkraflugi var óskað eftir aðstoð þyrlunnar við björgun ferðafólks NA- við Laugafell. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst þyrlunni ekki að komast á staðinn vegna afar slæms skyggnis.