Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Æft á Kollafirði - 7.5.2021

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhöfnin á varðskipinu Þór efndu til sameiginlegrar sjóbjörgunaræfingar fyrr í vikunni. Rjómablíða var í Kollafirði meðan á æfingunni stóð. 

Framfarir í þrekprófum - 6.5.2021

Undanfarin þrjú ár hefur Landhelgisgæslan unnið markvisst að bættu líkamlegu atgervi starfsfólks og stuðlað að almennu heilbrigði. Til að byrja með voru haldin þrek- og styrktarnámskeið hjá Mjölni fyrir starfsfólk í Reykjavík og samtímis fóru fram námskeið í Sporthúsinu í Reykjanesbæ fyrir starfsfólk á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

TF-GNA komin til landsins - 4.5.2021

TF-GNA, nýjasta björgunarþyrla þjóðarinnar, lenti á Reykjavíkurflugvelli á sjöunda tímanum í kvöld. Ferjuflugið frá Noregi hófst í Stafangri í Noregi í gær en millilent var á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Egilsstöðum áður en Gná komst loks í heimahöfn í Reykjavík. 

Þyrlusveit LHG aðstoðaði við slökkvistörf í Heiðmörk - 4.5.2021

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, aðstoðaði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins við slökkvistörf í Heiðmörk í dag.

Árleg mengunarvarnaræfing í nágrenni Reykjavíkur - 4.5.2021

Í vikunni hélt áhöfnin á varðskipinu Þór árlega æfingu þar sem notkun mengunarvarnabúnaðar varðskipsins var æfð.

TF-GNA kemur til landsins í kvöld - 4.5.2021

Nýjasta þyrlan í flugflota Landhelgisgæslunnar, sem hefur fengið einkennisstafina TF-GNA, er væntanleg til landsins síðar í dag.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðar við slökkvistörf - 3.5.2021

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna gróðurelds í nágrenni Búrfells í gærkvöld. Þegar gróðureldar eru annars vegar hefur gjarnan reynst vel að nota sérstaka slökkviskjólu til verksins, sér í lagi ef erfitt er að komast að með hefðbundnum slökkvitækjum.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar og deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli - 3.5.2021

Utanríkisráðuneytið og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar hafa samþykkti að kynna tillögu að breyttu aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar í samræmi við 1. mgr. 36. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting felur í sér auknar byggingarheimildir á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. Óskað er eftir ábendingum vegna tillögunnar fyrir 9. júní 2021.