Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Landhelgisgæslan varar við borgarísjaka - 26.9.2018

20180926_090041

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu í morgun um að nokkuð stór og mikill borgarísjaki væri við mynni Eyjafjarðar. Landhelgisgæslan telur ástæðu til að vara sjófarendur við ísjakanum enda getur hann reynst varasamur, sérstaklega í myrkri.

Útskrifaðist með meistarapróf í herfræðum - 26.9.2018

Img_3957

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, útskrifaðist á dögunum með meistarapróf í herfræðum (e. Master in Military Studies) frá Forsvarsakademiet, skóla danska heraflans. Snorre er fyrstur starfsmanna Landhelgisgæslunnar sem útskrifast með meistaragráðu frá skólanum.

Tvö þyrluútköll í dag - 18.9.2018

Elvar-steinn-thorvaldsson-tf-gna

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur það sem af er degi farið í tvö útköll. Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út og kom göngumanni til aðstoðar um klukkustund síðar. Þá var TF-SYN kölluð út vegna banaslyss í hlíðum Kirkjufells.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin á Íslandi - 17.9.2018

_ib_8262

Árleg æfing sprengjusérfræðinga, Northern Challenge, er haldin á Suðurnesjum um þessar mundir. Um er að ræða alþjóðlega NATO-æfingu sem Landhelgisgæslan stýrir og fer hún fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og hafnarsvæðum í Helguvík, Höfnum, Garði og í Hafnarfirði.

Skipt um öldudufl við Surtsey - 14.9.2018

Img_1341

Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur haft í nógu að snúast eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Á dögunum var farið á léttbáti til að skipta um öldudufl við Surtsey. Áhafnir varðskipanna eru einnig ákaflega vel þjálfaðar til að bregðast við óvæntum aðstæðum. Í vikunni fór fram æfing í reykköfun þar sem æfð var björgun á manni sem sat fastur undir fargi.

Tvö þyrluútköll í dag - 10.9.2018

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-LIF og TF-GNA, sinntu tveimur útköllum í dag. TF-LIF flutti konu á Norðvesturlandi á sjúkrahús í Reykjavík vegna bráðra veikinda og TF-GNA sótti slasaðan skipverja.

Viðhald á Straumnesfjalli - 4.9.2018

20180825_113219

Á dögunum vann áhöfn varðskipsins Týs ásamt áhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við viðhald ásendi sem nemur sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar á Straumnesfjalli.
Verkefnið var unnið í samvinnu við starfsmenn Neyðarlínunnar.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 3.9.2018

20170410_fotogiovannicolla_gcp_2570

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 140 liðsmenn flughersins taka þátt í verkefninu auk starfsmanna frá stjórnstöð NATO í Uedem. 

Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 6. til 12. september.