Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Fimmtíu ár frá því þyrluflug hófst hjá Landhelgisgæslunni - 30.4.2015

Í dag, 30. apríl eru 50 ár síðan Landhelgisgæslan tók þyrlu til notkunar við björgunar,- löggæslu- og eftirlitsstörf.  Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fögnuðu þessum tímamótum í dag í flugskýli Landhelgisgæslunnar en þar var slegið upp grillveislu í tilefni dagsins.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF heldur til eftirlits- og björgunarstarfa á Miðjarðarhafi - 29.4.2015

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF hélt nú rétt fyrir hádegi í dag áleiðis til Sikileyjar til starfa fyrir Frontex, Landamærastofnun Evrópusambandsins. Mun flugvélin sinna landamæragæslu á vegum Frontex fram til loka júlí en snýr þá aftur á heimaslóðir.

Leikskólinn Sóli heimsækir varðskipið Þór í Vestmannaeyjum - 27.4.2015

Nú á dögunum fékk varðskipið Þór skemmtilega heimsókn er varðskipið var í Vestmannaeyjum. Leikskólinn Sóli kíkti um borð með fimmtán eldhressa og fróðleiksfúsa krakka auk nokkurra kennara.

Landhelgisgæslan tekur þátt í flugmessu í Grafarvogskirkju - 26.4.2015

Landhelgisgæslan tók í dag þátt í flugmessu sem haldin var í Grafarvogskirkju. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug yfir svæðið og lenti síðan á bílaplaninu við kirkjuna með presta sem þátt tóku í messunni. Tók áhöfn þyrlunnar einnig þátt í messunni ásamt fleiri starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og fólki héðan og þaðan úr flugstarfsemi hér á landi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna konu sem fannst meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu - 25.4.2015

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú klukkan 13:48 í dag beiðni um þyrlu vegna konu sem fundist hafði meðvitundarlaus í sundlauginni á Hellu. Konan komst fljótlega til meðvitundar en hins vegar var það mat læknis á staðnum og læknis í áhöfn þyrlunnar að sækja konuna og flytja hana til Reykjavíkur.

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gera óvirkt tundurdufl í Vestmannaeyjum og sprengjukúlu nálægt Hafravatni - 24.4.2015

Það hefur verið mikið að gera hjá sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar að undanförnu. Síðasta vetrardag gerðu þeir óvirkt tundurdufl sem kom í nót dragnótarbátsins MAGGÝ VE-108 og í gær, sumardaginn fyrsta gerðu þeir óvirka sprengjukúlu sem fannst nálægt Hafravatni.

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegs sumars - 23.4.2015

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa staðið vaktina í dag sem og aðra daga og nóg hefur verið að gera við æfingar og fleira. Áhafnir varðskipsins Þórs og þyrlunnar TF-LIF voru við samæfingar í dag og áhöfnin á Tý var við eftirlit á Miðjarðarhafi tilbúin til björgunarstarfa.

Starfsmenn innanríkisráðuneytis og fjölskyldur þeirra í heimsókn í flugskýli Landhelgisgæslunnar - 18.4.2015

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins og fjölskyldur þeirra heimsóttu flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag og kynntu sér starfsemina. Gestirnir skoðuðu þyrlur og flugvél Landhelgisgæslunnar og fylgdust með þyrlunni TF-LIF taka á loft en hún var á leið á Reykjanesið að taka þátt í flugslysaæfingu sem þar fer nú fram.

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar æfir með áhöfn danska varðskipsins TRITON - 17.4.2015

Sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hélt sprengjuæfingu með áhöfn danska varðskipinu HMS TRITON í vikunni að beiðni stjórnenda skipsins en skipið var þá statt í Reykjavík. Nauðsynlegt er fyrir báða aðila að halda slíkar æfingar með reglubundnum hætti en náið og gott samstarf er milli danska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar á mörgum sviðum.

Fundur norræna sjómælingaráðsins haldinn í Reykjavík - 17.4.2015

Tveggja daga fundi norræna sjómælingaráðsins (Nordic Hydrographic Commisson, NHC), sem í þetta sinn var haldinn í Reykjavík, lauk nú í vikunni. Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir sjómælingum og sjókortagerð á hafsvæðinu kringum Ísland og er hluti af norræna sjómælingaráðinu.

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kynnir sér varðskipið Þór - 16.4.2015

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom nú síðdegis ásamt fylgdarliði í stutta heimsókn um borð í varðskipið Þór. Innanríkisráðherra, Ólöf Norðdal og Georg Kristinn Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar tóku á móti framkvæmdastjóranum og fylgdarliði hans.

Framkvæmdastjóri NATO, Jens Stoltenberg heimsækir Landhelgisgæsluna - 16.4.2015

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kom til Íslands í dag, fimmtudag í boði forsætisráðherra. Hans fyrsta verk var að kynna sér varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli og loftrýmisgæslu Bandaríkjanna, sem fram fer nú um stundir undir merkjum Atlantshafsbandalagsins. 

Varðskipið Týr komið til hafnar á Ítalíu með flóttamennina sem áhöfnin bjargaði á mánudag - 15.4.2015

Varðskipið Týr kom til hafnar í Taranto á Ítalíu rétt rúmlega hálfátta í morgun að íslenskum tíma með flóttamennina sem áhöfnin bjargaði úr lekum bát um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí síðastliðinn mánudag.

Varðskipið Týr aðstoðaði dráttarskip við björgun flóttafólks í gær – heyrðu skothvelli í fjarska - 14.4.2015

Áhöfnin á varðskipinu Tý aðstoðaði í gær dráttarskip við björgun flóttafólks um 60 sjómílur út af strönd Líbýu, í beinu framhaldi af björgun áhafnar varðskipsins á 342 flóttamönnum. Um það leyti sem búið var að bjarga flóttafólkinu um borð í dráttarskipið, kom hraðbátur að dráttarskipinu sem virtist vera kominn á vettvang í þeim tilgangi að ná til baka bátnum sem flóttafólkið var á.

Áhöfnin á varðskipinu Tý bjargar 342 flóttamönnum af lekum trébát norðvestur af Trípólí - 13.4.2015

Varðskipið Týr bjargaði nú rétt í þessu 342 flóttamönnum af litlum trébát um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí en mikill leki var kominn að bátnum. Fjöldi kvenna og barna er í þessum hópi eða alls 135 konur og 27 börn. Nokkrar kvennanna eru barnshafandi.

Eldur um borð í hvalaskoðunarbát - 13.4.2015

_MG_0566

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 10:30 um að eldur hefði komið upp í hvalaskoðunarbátnum Faldi á Skjálfanda.   Alls voru 24 farþegar um borð og voru þeir fluttir um borð í hvalaskoðunarbátinn Bjössa Sör sem var í grenndinni.

Síða 1 af 2