Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áhafnir loftfaranna á CRM námskeiði - 31.1.2013

Nætursjónaukar

Í vikunni var haldið námskeið sem ætlað er þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar og kallast CRM - Crew Resource Management og fjallar um áhafnasamstarf.  Þessi námskeið eru haldin á hverju ári fyrir alla í áhöfnum loftfaranna, fyrst og fremst til að minnka líkur á slysum og óhöppum þ.e. stuðla að bættu flugöryggi sem og að auka samvinnu áhafnarmeðlima.

Þyrla sækir slasaðan vélsleðamann í Veiðivötn - 31.1.2013

GNA1_haust2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:13 eftir að tilkynnt var til Neyðarlínunnar um vélsleðaslys í Veiðivötnum. Hinn slasaði er handleggsbrotinn auk annarra áverka en ekki talinn í lífshættu.  Þar sem um langa vegaleið er fyrir björgunarsveitir að fara var ákveðið að kalla til þyrlu LHG og fór hún í loftið kl. 16:50.

Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Esju - 30.1.2013

TF-LIF_8625_1200

Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar kl. 15:29 í dag eftir að göngumaður féll í Þverfellshorni í Esju og var talið að hann hefði runnið um 60 m niður hlíðina. Þyrlan fór í loftið kl. 15:59 og var hinn slasaði kominn um borð í þyrluna kl. 16:25.

TF LIF sótti tvo sjúklinga á Ísafjörð - 30.1.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 14:11 í gær beiðni frá lækni á Ísafirði þar sem var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar myndi flytja tvo alvarlega veika sjúklinga til Reykjavíkur. Ekki hefur verið mögulegt fyrir flugvélar að lenda á Ísafirði síðastliðna daga og var talið nauðsynlegt að sjúklingarnir yrðu sendir með sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Hafa séð það svartara - Óðinn tekinn í slipp - 29.1.2013

IMG_9613_fhdr

Hér eru myndir sem Guðmundur St. Valdimarsson, tók í kvöld þegar varðskipið Óðinn var tekið upp í slippinn við Mýrargötuna en varðskipið hefur frá árinu 2006 verið hluti af Víkinni - Sjóminjasafninu við Grandagarð. Til stendur að botnhreinsa og mála skipið og síðurnar upp að veðurdekki. Höfðu menn á orði að þeir hefðu séð það svartara.

Varðskipið Týr fylgist með loðnuveiðum - fiskiskipaflotinn annars dreifður um grunnslóð - 29.1.2013

Björgunaræfing á Akureyri

Samkvæmt upplýsingum frá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar eru 100-150 skip að jafnaði á sjó innan lögsögu Íslands þessa dagana, þar af 22 erlend loðnuskip.  Loðnuflotinn er um 80 sjómílur út af Gerpi og hefur varðskipið Týr fylgt flotanum eftir síðustu daga og hefur áhöfn þess farið til eftirlits um borð í skipin.

Vinna við Þór á áætlun - 24.1.2013

IMG_0185

Varðskipið Þór er nú í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri og er vika síðan vinna við skipið hófst.  Megin tilgangur með slipptökunni er að botnhreinsa skipið, yfirfara skrokk skipsins og búnað eins og skrúfur, stýri og annað á botni skipsins en slipptakan er hluti af því smíða- og ábyrgðarferli vegna skipasmíðinnar.  Jafnframt er botninn hreinsaður af sjávargróðri og málaður ásamt því að síður skipsins eru málaðar skv. áætlun.  Næsta slipptaka vegna hreinsunar, málunar og fleira er síðan fyrirhuguð eftir 3 ár. 

Norsku loðnuveiðiskipi vísað til hafnar - 23.1.2013

P1110064

Varðskipið Týr vísaði í gærkvöldi norska loðnuveiðiskipinu Manon til hafnar á Eskifirði fyrir meintar ólöglegar veiðar eftir að varðskipsmenn fóru um borð til eftirlits. Skipið sigldi að fyrirfram tilgreindum eftirlitsstað á miðunum fyrir austan land á leið út úr íslensku efnahagslögsögunni.

Fjölþætt eftirlit LHG með fiskveiðum - 21.1.2013

LHG_SamvinnaAegirSif

Flugvél Landhelgisgæslunnar TF SIF fór í dag í gæslu- og eftirlitsflug um austurmið, þ.a.m. loðnumiðin fyrir austan land. Að undanförnu hefur varðskip Landhelgisgæslunnar einnig verið á svæðinu og er áætlað að svo vera áfram á meðan loðnuveiðar standa yfir.

Vel heppnað sjúkraflug flugvélar Landhelgisgæslunnar til Malmö - 21.1.2013

SjukraflugSV

Landhelgisgæslunni barst nú nýverið beiðni frá Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi þar sem óskað var eftir að flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF myndi annast flug með sjúkling frá Reykjavík til Malmö sem þurfti sérstakrar umönnunar við.  Í fluginu voru auk sjúklings, læknir, hjúkrunarfræðingur og tveir aðstandendur.

Varðskipið Týr heimsótti Þórshöfn - 21.1.2013

IMGP5040

Varðskipið Týr heimsótti nýlega Þórshöfn og var unglingadeild Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Þórshöfn boðið að koma í heimsókn og kynnast störfum Landhelgisgæslunnar.  Samtals komu sautján manns um borð og nutu þau leiðsagnar skipverja um skipið og búnað þess.

Þyrla LHG sækir slasaðan göngumann á Skarðsheiði - 19.1.2013

Jokull_thyrlaLHG

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:40 barst beiðni um aðstoð þyrlu vegna slasaðs göngumanns við Heiðarhorn á Skarðsheiði.  Viðkomandi var í gönguhóp en hafði fallið og slasast á fæti og mjöðm. Þyrlan TF LIF fór í loftið kl 13:18 og kom á vettvang kl. 13:35.

Rannsóknarleiðangri í Eldey frestað - 17.1.2013

Eldey2

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar gerði eftir hádegi í dag tilraun til að komast út í Eldey til að skoða torkennilegan hlut, sem gæti verið sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni. Ætlunarverk þeirra tókst ekki þar sem kominn var fugl í eyjuna og veður ekki upp á hið besta. Munu þeir fylgjast með eyjunni á næstunni og gerð verður önnur tilraun þegar tækifæri gefst.

Skrifborðsæfing vegna sjóslysa við suðvesturströndina - 17.1.2013

Landeyjarhofn1

Í dag verður haldin skrifborðsæfing í tengslum við gerð viðbragðsáætlunar vegna sjóslysa við suðvesturströnd Íslands og tekur Landhelgisgæslan þátt í æfingunni með fjarskiptum í gegnum stjórnstöð, varðskipið Þór og þyrluna TF SYN. Undir áætlunina falla aðgerðir frá þremur höfnum; Vestmannaeyjahöfn, Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Markmið  æfingarinnar er að láta reyna á stjórnkerfi áætlunarinnar, fjarskipti og samskipti milli stjórnstöðva.

Varðskipið Týr við eftirlit á loðnumiðum - 16.1.2013

TYR_Eyjafirdi2009

Varðskipið Týr hefur að undanförnu verið við eftirlit út af NA-landi og hefur fylgt loðnuflotanum eftir . Áhöfnin hefur farið til eftirlits um borð í fjögur loðnuskip, þar af eitt grænlenskt en það er eina erlenda skipið sem hefur að undanförnu verið að veiðum hér við land. Að jafnaði eru um 200-300 skip á sjó innan lögsögu Íslands og hefur skipaumferð verið með hefðbundnum hætti. 

Þór sigldi með flugvél til Akureyrar - 15.1.2013

IMG_9190_fhdr

Varðskipið Þór kom til hafnar á Akureyri í morgun í fyrsta og væntanlega síðasta sinn sem flugvélarmóðurskip því á efra dekki var staðsett flugvél sem var flutt á flugsafnið á Akureyri. Þór fór síðan í þurrkví hjá Slippnum á Akureyri en ábyrgð skipsins rennur út í febrúar og var að frumkvæði Landhelgisgæslunnar ákveðið að gera úttekt á skipinu áður en ábyrgðartíma lýkur. 

Síða 1 af 2