Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


LHG tekur þátt í nýsköpunarverkefni sem miðar að því að auka öryggi - 29.9.2021

6L8A8126

Landhelgisgæsla Íslands tekur nú þátt í nýsköpunarverkefninu AI-ARC. Um er að ræða alþjóðlegt verkefni sem fjármagnað er af nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Markmiðið með verkefninu er að útbúa verkfæri fyrir löggæslu- og öryggisstofnana sem auðveldar ákvarðanatöku og eykur öryggi sjófarenda.

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar sigldu með varðskipinu Freyju - 23.9.2021

Gardar-Nellett-og-Einar-H.-Valsson-skipherra-mata-sig-i-brunni-i-reynslusiglingu-sem-var-a-dogunum

Nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar héldu til Hollands á dögunum og fengu kennslu á varðskipið Freyju sem afhent verður Landhelgisgæslunni í október.

Þór kallaður út þegar slagsíða kom á flutningaskip - 22.9.2021

Vardskipid-Thor_1609164504038

Varðskipið Þór var kallað út í nótt þegar talsverð slagsíða kom á erlent flutningaskip sem statt var suður af landinu. Farmur skipsins hafði færst til í vonskuveðri þegar skipið fór fyrir Reykjanes. 

Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði - 21.9.2021

Freyja-teikning

Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð.

Fyrsta konan til að gegna stöðu vaktstjóra í stjórnstöð - 17.9.2021

Hallbjorg-Erla-Fjelsted

Tímamót urðu hjá Landhelgisgæslunni í vikunni þegar Hallbjörg Erla Fjeldsted varð fyrsta konan til að gegna starfi vaktstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. - 16.9.2021

Aslaug-Arna-Sigurbjornsdottir-og-Georg-Larusson-i-flugskyli-LHG

Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022.

Hlaupið í minningu Jennýjar Lilju - 15.9.2021

241625018_3141104726213917_2945195678666197622_n

Á laugardaginn kl 11:00 ætla vinir og ættingjar Jennýjar Lilju sem lést af slysförum aðeins þriggja ára að hittast við Kópavogskirkjugarð og hlaupa fyrir Jenný Lilju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Prófanir vegna uppfærslu á ratsjárkerfum - 10.9.2021

Midnesheidi_1601043834609

Að undanförnu hafa umfangsmiklar uppfærslur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins staðið yfir hér á landi. Lokaáfangi verkefnisins eru umfangsmiklar prófanir á kerfinu sem fram fara dagana 13. til 16. september.

Íslenskt togskip staðið að meintum ólöglegum veiðum - 8.9.2021

TF-GNA-1_1628172909512

Íslenskt togskip var staðið að meintum ólöglegum veiðum innan lokaðs svæðis austur af Glettingi um hádegisbil í gær. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar urðu varir við að skipið væri að veiðum innan reglugerðasvæðis 742/2021 þar sem allar veiðar með fiskbotnvörpu hafa verið bannaðar frá 1. júlí til áramóta. 

Jarðskjálftamælum komið fyrir neðansjávar - 6.9.2021

20210817_204400_001

Áhöfnin á varðskipinu Þór kom sex jarðskjálftamælum fyrir neðansjávar í ágústmánuði.