Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Dróni truflaði þyrluna við björgun - 29.11.2017

Ómannað loftfar, svokallaður dróni, truflaði áhöfn þyrlunnar TF-GNA þegar hún sótti slasaða konu í Ingólfsfjall í vikubyrjun. Ljóst er að nærvera hans skapaði hættu á vettvangi. 

TF-SIF kom upp um smyglara - 28.11.2017

Áhöfn flugvélar Landhelgisgæslunnar átti stóran þátt í að grískum yfirvöldum tókst um helgina að handsama smyglara sem reyndu að koma 1,6 tonnum af kannabisefnum til Grikklands. Flugvélin, sem er í verkefnum í Miðjarðarhafi fyrir Frontex, tók þátt í leit að flóttafólki í dag.

Æfðu undankomu úr þyrlu í vatni - 27.11.2017

Liðsmenn flugdeildar Landhelgisgæslunnar fóru nýverið til Aberdeen í Skotlandi til að gangast undir svonefnda HUET-þjálfun. Hún gengur út á að bjarga sér úr þyrlu sem lent hefur í vatni eða sjó. Allir í þyrluáhöfnum LHG verða að sækja þessa þjálfun með reglulegu millibili. 

Fyrirmyndardagurinn er í dag - 24.11.2017

Marta Sóley Helgadóttir kynnti sér störf Landhelgisgæslunnar á fyrirmyndardegi Vinnumálastofnunar. Hún heimsótti sjómælingabátinn Baldur, varðskipið Tý og skoðaði þyrlukostinn. 

Þyrlan flaug með vísindamenn yfir eldstöðvar - 21.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug um helgina með vísindamenn frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands yfir Öræfajökul og fleiri eldstöðvar til að kanna þar aðstæður. Óvissustig er í gildi vegna jökulsins. 

Fjallaljón og gaupa saman á flugi - 21.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar og Lynx-þyrla danska sjóhersins flugu saman á laugardag. Danirnir skipta nú Lynx-þyrlunum út fyrir nýrri þyrlur af gerðinni Sikorsky Seahawk. 

Fórnarlamba umferðarslysa minnst - 20.11.2017

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í minningarathöfn um þá 1.545 sem látist hafa í umferðinni á Íslandi. Forseti Íslands þakkaði þeim sem sinna björgun og aðhlynningu þegar slys verða. 

Líf og fjör um borð í Tý - 14.11.2017

Rafmögnuð spenna ríkti um borð í varðskipinu Tý á sunnudagskvöldið þegar áhöfnin efndi til bingós. Í síðastliðinni viku var skipsbjöllunni hringt í þágu friðar og baráttu gegn einelti. 

Þyrlan í rjúpnaveiðieftirliti - 6.11.2017

Landhelgisgæslan og lögreglan á Suðurlandi sinntu eftirliti með rjúpnaveiðum um helgina. Afskipti voru höfð af veiðimönnum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum en að öðru leyti voru allir með sín mál í lagi. 

Ásgeir Trausti kastar plötu í sjóinn - 6.11.2017

Áhöfnin á TF-GNA tók þátt í skemmtilegu verkefni með tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta, RÚV og verkfræðistofunni VerkÍs fyrir helgi. Hylki með hljómplötu var varpað í hafið til þess að vekja athygli á mengun sjávar.