Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Áramótaannáll Landhelgisgsæslunnar 2022 - 30.12.2022

DSC_7570-copy

Þótt ótrúlegt megi virðast er árið 2022 nánast á enda og nýtt ár handan við hornið. Árið sem nú er að líða hefur verið býsna tíðindaríkt í starfi Landhelgisgæslunnar og verkefnin sem starfsfólkið hefur fengist við verið bæði fjölbreytt og sum hver óvenju krefjandi.

Mögnuð mynd Guðmundar - 15.12.2022

Ljosmynd-1_1671109792896

Áhöfnin á varðskipinu Freyju æfði með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar við Skagaströnd í gær og þar náði Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Freyju, þessari mögnuðu mynd.

Níu tonn af hlýju frá Íslandi - 13.12.2022

_gjf5261_52559274811_o

Níu tonn af hlýju frá Íslandi voru um borð í kanadískri herflutningavél sem flaug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Úkraínu í dag. Um að ræða vetrarútbúnað fyrir varnarsveitir Úkraínu og almenning sem er annars vegar afrakstur sjálfboðavinnu þúsunda Íslendinga og hins vegar kaup utanríkisráðuneytisins á margvíslegum vetrarbúnaði.

Hátíðleg jólastund starfsmanna í nýja flugskýlinu - 8.12.2022

Image00001_1670504066761

Hin árlega jólastund Landhelgisgæslunnar var haldin í nýja flugskýlinu á Reykjavíkurflugvelli. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flutti ræðu þar sem hann fjallaði um þann kraft sem einkennt hefur stofnunina á árinu og sagði að það væri vel við hæfi að jólastundin færi fram í hinu nýja flugskýli sem brátt verður tekið í notkun.

Sjávarfallatöflur 2023 og Sjávarfallaalmanaki 2023 komin út - 8.12.2022

Sjavarfallatoflur-2023

Út eru komin ritin Sjávarfallatöflur 2023 ásamt Sjávarfallaalmanaki 2023. Landhelgisgæslan, áður Sjómælingar Íslands, hafa gefið út töflur yfir sjávarföll í tæp 70 ár. 

Leitað fram á kvöld með neðansjávarfari - 6.12.2022

Kafbatur-hifdur-um-bord-i-lettbat

Áhöfnin á varðskipinu Þór hélt leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað var með neðansjávarfari frá Teledyne Gavia sem sjósett var um klukkan 13:30 frá léttbáti varðskipsins. 

Leitað með neðansjávarfari í dag - 6.12.2022

Image00003_1670319624938

Áhöfnin á varðskipinu Þór heldur leit áfram í dag að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag úti fyrir Garðskaga. Leitað verður með neðansjávari frá Teledyne Gavia á svæðinu þar sem talið er að maðurinn hafi fallið fyrir borð. 

Leit hófst á ný í birtingu - 5.12.2022

Image00001_1670239469549

Leit að skipverjanum sem féll útbyrðis á laugardag hélt áfram í birtingu. Leitað er á svæði sem er um 25 sjómílur frá Garðskaga og hefur leitarsvæðið verið stækkað. 

Fjallað um Landhelgisgæsluna í Öldutúnsskóla - 1.12.2022

Skolaverkefni

Á dögunum barst okkur þessi skemmtilega mynd frá klárum krökkum í 2-L í Öldutúnsskóla sem fengu það verkefni að fjalla um starfsemi Landhelgisgæslunnar og tókst það frábærlega eins og sjá má.

Strekkt á dráttarvír Þórs - 1.12.2022

IMG_9029

Áhöfnin á varðskipinu Þór strekkti á dráttarvírnum á Grundartanga í gærmorgun. Dráttarvírar beggja varðskipa hafa komið að góðum notum á undanförnum mánuðum og árum.