Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Landhelgisgæslan tekur þátt í umfangsmikill æfingu á Svalbarða - 31.8.2022

301309311_1083722632537647_9002082768575373632_n

Í vikunni hefur umfangsmikil björgunaræfing farið fram um borð í farþegaskipinu MV Quest undan ströndum Longyearbyen á Svalbarða. Æfingin er hluti af samstarfsverkefninu ARCSAR sem Landhelgisgæslan tekur þátt í ásamt öðrum björgunaraðilum, háskólum og einkafyrirtækjum.


Þyrlusveit kölluð út vegna fiskibáts sem rak upp í berg - 26.8.2022

20220826_094137

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra lítils fiskibáts sem sendi út neyðarkall laust eftir klukkan níu í morgun. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Keflavík og var við það að reka upp í bergið í norður af smábátahöfninni í Reykjanesbæ. 

Eldur kom upp í togbáti - 23.8.2022

TF-EIR-a-flugi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í gærkvöld eftir að eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem staddur var úti fyrir Patreksfirði.

Freyja máluð í Noregi - 17.8.2022

Kviin-er-22-metra-breid-en-Freyja-20

Varðskipið Freyja er nú komið í slipp í Stavanger í Noregi þar sem það verður málað á nýjan leik í litum Landhelgisgæslunnar.

Ægir og Týr kvödd með viðhöfn - 16.8.2022

_90A2862

Söguleg tímamót urðu hjá Landhelgisgæslu Íslands í gær þegar formlega var gengið frá sölu varðskipanna Týs og Ægis og þau afhent nýjum eiganda. Afsal vegna sölu skipanna var undirritað á skrifstofu Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og að undirritun lokinni fór fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn. 

Tvær þyrlur kallaðar út vegna veikinda og neyðarblyss - 15.8.2022

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0141

Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út á ellefta tímanum í gær, annars vegar vegna bráðra veikinda um borð í skemmtiferðaskipi úti fyrir Eyjafirði og hins vegar vegna neyðarblyss sem sást yfir Blátindi í Vestmannaeyjum.

Danir annast loftýmisgæslu við Ísland - 12.8.2022

Danir-loftrymisgaesla

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast með komu flugsveitar danska flughersins. Þetta er í fimmta sinn sem Danir leggja Atlantshafsbandalaginu til flugsveit til að taka þátt í verkefninu á Íslandi, síðast árið 2018.

Brýr fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar - 10.8.2022

Hengifoss_bru_thyrla_agust22_0030_snyrt

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, tók í gær þátt í afar skemmtilegu samfélagsverkefni á Austurlandi þegar brúarbitar, göngubrú og vatnstankar voru flutt með þyrlunni.