Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna sæþotu - 30.9.2019

IMG_1281

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning á níunda tímanum í kvöld að konu á sæþotu væri saknað milli Akraness og Reykjavíkur.

F-35 orrustuþota ítalska flughersins lenti af öryggisástæðum á Akureyri - 27.9.2019

IMG_1275

Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til að flytja liðsmenn ítalska flughersins norður til að kanna ástand vélarinnar.

Vel heppnuð ráðstefna um konur og siglingar - 27.9.2019

970007223456860971_IMG_2629

Alþjóðasiglingadagurinn var í ár helgaður konum og af því tilefni stóð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að ráðstefnu í Hörpu í gær undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu að skemmtibáti á Vestfjörðum - 27.9.2019

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-14-

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarsveitir og lögregla leituðu fyrr í kvöld að skemmtibáti sem strandaði á óþekktum stað á Vestfjörðum. Einn var um borð en vitað var að hann hafði haldið frá Þingeyri út á Dýrafjörð fyrr í dag. Þar sem um skemmtibát var að ræða var hann ekki í ferilvöktun hjá Vaktstöð siglinga og skipverjinn hafði ekki talstöð um borð.

Landhelgisgæslan fær vélmenni til sprengjueyðingar frá Dönum - 20.9.2019

NC2019-123

Landhelgisgæslan tók í vikunni á móti tveimur vélmennum til sprengjueyðingar frá danska hernum. Vélmennin eru þýsk og hafa undanfarinn áratug verið í eigu danska landhersins. Danir endurnýjuðu fyrir skemmstu vélmennin sín og ákváðu að því tilefni að gefa Landhelgisgæslunni tvö eldri vélmenni. Afar gott samstarf hefur verið milli danska landhersins og séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar Landhelgisgæslunnar undanfarna áratugi.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 20.9.2019

Loftrymisgaesla_1568993225020

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins til Íslands í næstu viku. Um 140 liðsmenn ítalska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með sex F-35 orrustuþotur.

TF-LIF bjargaði fólki úr sjálfheldu - 19.9.2019

IMG_2622

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti þrjá ferðamenn sem urðu innlyksa við Langavatn til Reykjavíkur á fjórða tímanum í dag. Björgunarsveitir á Vesturlandi voru kallaðar út eftir hádegi en vegna aðstæðna gekk erfiðlega að komast til fólksins landleiðina. Lögreglan á Vesturlandi ákvað því að óska eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar á staðinn. TF-LIF tók á loft frá Reykjavík klukkan 14:44 og var lent við Langavatn rúmum tuttugu mínútum síðar. Þyrlan lenti með ferðamennina í Reykjavík laust fyrir klukkan fjögur.

Gestkvæmt á öryggissvæðinu - 19.9.2019

IMG_6078

Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands, heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli ásamt Evu Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, á Íslandi síðastliðinn föstudag. Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar tók á móti hópnum ásamt Kristínu Önnu Tryggvadóttur og Skafta Jónssyni frá utanríkisráðuneytinu.

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar fær afhenta gamla muni. - 17.9.2019

IMG_6063

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar er skipað fyrrverandi starfsfólki stofnunarinnar sem sest er í helgan stein. Ráðið hittist reglulega og rifjar upp liðna tíma. Í vikunni brugðu félagsmenn undir sig betri fætinum og héldu í ferð um suðurland með viðkomu í Skógasafn en þar er sérstakur bás helgaður Landhelgisgæslu Íslands. 

TF-LIF kölluð út vegna flugslyss - 17.9.2019

TF-LIF-tekur-a-loft_1568802695541

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst boð frá neyðarsendi flugvélar nálægt Móskarðshnjúkum laust fyrir klukkan þrjú í dag. TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og slökkvilið, lögregla og björgunarsveitir. Jafnframt var þyrla frá þyrluþjónustu, sem var í grenndinni, beðin um að svipast um eftir vélin.

Samæfing varðskipa og þyrlu - 13.9.2019

Samaefing-vardskipa-dagur-2-5-Nota

Áhafnir varðskipanna Þórs og Týs héldu sameiginlegar leitar- og björgunaræfingar á Faxaflóa í vikunni. Æfingin var liður í að stilla saman stengi áhafna beggja varðskipa en ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar tók sömuleiðis þátt.

Umhverfisráðherra sjósetur flothylki - 12.9.2019

IMG_2522

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, um borð í varðskipinu Þór í dag. Guðmundur Ingi sjósetti flothylki til að sýna hvernig rusl í hafi ferðast til og frá norðurslóðum. Verkefnið tengist formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og er ætlað að stuðla að aukinni þekkingu og meðvitund um rusl í hafi, ekki síst plasti.

Alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga hafin - 10.9.2019

Sprengjuserfraedingur-NC2009

Northern Challenge, árleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og stendur fram í næstu viku. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem Landhelgisgæslan hefur veg og vanda af.

Tveimur bjargað um borð í TF-EIR eftir að bátur strandaði - 10.9.2019

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-10-

Tveimur var bjargað um borð í TF-EIR eftir að 12 metra handfærabátur strandaði rétt utan við Skála á sunnanveðrðu Langanesi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall klukkan 00:12 og laust fyrir þrjú í nótt voru mennirnir komnir um borð í þyrluna. 

Ráðstefna um konur og siglingar - 9.9.2019

Hvad-er-svona-merkilegt_-Konur-og-siglingar-3

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering
women in the maritime community“. Af því tilefni standa samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið og Siglingaráð fyrir ráðstefnu fimmtudaginn
26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?

Þyrlur Landhelgisgæslunnar á ferðinni í nótt - 7.9.2019

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og þyrluáhafnir stofnunarinnar höfðu í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Skipstjóri á skemmtiferðaskipi óskaði eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. TF-GRO sótti farþegana á sjötta tímanum í morgun og TF-LIF flutti lækni og sjúkraflutningamann á Ísafjörð vegna alvarlegs umferðarslyss.

Síða 1 af 2