Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Björgunaraðgerðir Þórsnes II gengu greiðlega - 27.6.2013

Thorsnes

Samkvæmt upplýsingum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar losnaði Þórsnes II  af strandstað kl. 21:19 með aðstoð togarans Helga SH 135. Dráttartaug var komið fyrir milli skipanna og gengu björgunaraðgerðir greiðlega. Þórsnes II siglir undir eigin vélarafli til hafnar í Stykkishólmi.

Heilbrigðisþjónusta lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar hefur verið tryggð. - 27.6.2013

13jan11-317

Tryggt hefur verið að ekki verði skerðing á heilbrigðisþjónustu lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar en eins og fram hefur komið átti uppsögn samnings um heilbrigðisþjónustu lækna um borð í loftförum Landhelgisgæslunnar að taka gildi þann 1. ágúst nk.  Samningurinn er enn í gildi og verður enn um sinn.

Innanríkisráðherra heimsótti björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð - 26.6.2013

_MG_0659

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra heimsótti í dag björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi stjórnstöðva viðbragðsaðila sem þar eru til staðar, þ.e. Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar, Fjarskiptamiðstöðvar RLS, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og Samhæfingarstöðvar.

Ítalska flugsveitin kynnti starfsemi sína - 24.6.2013

ITAF_heimsokn-(7)

Flugsveit ítalska flughersins sem stödd er hér á landi bauð Georg Kr. Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, ítalska ræðismanninum á Íslandi, Pétri Björnssyni og íslenskum fjölmiðlum í heimsókn í síðastliðinni viku. Yfirmaður þeirra, Colonel Urbano Floreani og samstarfsmenn hann kynntu verkefnin, verklag og tækjabúnað flugsveitarinnar.

Þyrla LHG sótti konu sem féll af hestbaki við Hveravelli - 22.6.2013

IMG_1763

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:10 beiðni um þyrlu frá lækninum á Blönduósi í gegnum Neyðarlínu-112. Eldri kona hafði fallið af hestbaki við Hveravelli. TF-LIF fór í loftið kl. 19:36 og lenti á Hveravöllum kl.  20:15.

Landhelgisgæslan tók þátt í flugdegi Akureyrar - 22.6.2013

FlugdAkureyri2

TF GNA þyrla Landhelgisgæslunnar tók í dag þátt í dagskrá flugdagsins á Akureyri. Þyrlan fór í yfirflug um bæinn, lenti síðan á flugvellinum og var til sýnis fyrir gesti hátíðarinnar.Einnig flugu yfir svæðið þotur ítalska flughersins sem eru hér á landi við loftrýmisgæslu.

TF-LIF aðstoðar svifdrekaflugmann í vandræðum - 21.6.2013

TF-LIF_8625_1200

Þegar TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag í venjubundnu æfingaflugi barst þeim fyrirspurn frá aðstoðarmanni svifdrekaflugmanns sem hafði fyrir óheppni lent á eyju í Þjórsá. Hafði viðkomandi heyrt í þyrlunni á svæðinu og hafði samband á flugradíó til að athuga hvort möguleiki væri á aðstoð gæslunnar

Þyrla kölluð út vegna manns í sjónum í Reynisfjöru - 20.6.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 18:04 tilkynning frá Neyðarlínunni um að maður hefði lent í sjónum í Reynisfjöru við Vík í Mýrdal. Samstundis var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út og og fór TF-GNA Í loftið frá Reykjavík kl. 18:28. Maðurinn náði að synda að klettum við fjöruna og náði einkaþyrla sem var á svæðinu að lenda hjá manninum og flytja hann í land. Sjúkrabifreið tók þar við honum og flutti á heilbrigðisstofnunina í Vík.

Kátir krakkar heimsóttu Landhelgisgæsluna - 19.6.2013

photo12

Landhelgisgæslan fær í hverri viku heimsóknir frá skólahópum, samstarfsaðilum og fleirum sem vilja kynna sér fjölbreytta starfsemina og skoða tækin sem eru notuð við leit og björgun, sjúkraflutninga, eftirlit og margt fleira. Á þessum árstíma fara margir leikskólar í vorferðir og er þá vinsælt að fá að kíkja við hjá Gæslunni. Hér má sjá myndir sem voru teknar nýlega þegar börn frá leikskólunum Sólborg og Hofi komu í heimsókn.

TF-LIF fengin til aðstoðar við flutning á TF-TAL - 19.6.2013

TFTAL_flutt

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF,  flutti í dag flugvélina TF-TAL, af staðnum þar sem hún brotlenti við Sultartangalón á geymslusvæði þar sem unnið er að gerð Búðarhálsvirkjunar. Fulltrúar rannsóknarnefndar samgönguslysa skoða þar vélina áður en hún verður flutt til Reykjavíkur.

Nýtt hafnarkort af Reykjavík komið út - 18.6.2013

K362-2013

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gaf í vikunni út nýja útgáfu af hafnarkorti af Reykjavík. Bæði var um að ræða ný útgáfa af pappírskortinu, nr. 362, og nýja útgáfu af rafræna kortinu af Reykjavík, IS500362. Helsta breyting á kortinu frá síðustu útgáfu er að lenging Skarfabakka er komin inn auk þess sem fjölgeislamælingar ná nú yfir stóran hluta kortsins. Eru upplýsingar þessar mjög mikilvægar farþegaskipum sem leggja leið sína hingað til lands og nauðsynlegt að nýjustu útgáfur sjókorta séu til staðar um borð.

TF-LÍF sótti veikan skipverja NV af Bjargtöngum - 16.6.2013

TF-LIF_8434_1200

Landhelgisgæslunni barst snemma á sunnudagsmorgunn beiðni um aðstoð frá skipstjóra á fiskiskipi sem var staðsett um 53 sjómílur NV af Bjargtöngum. Skipstjóri fékk samband við þyrlulækni sem taldi nauðsynlegt að sækja veikan skipverja um borð. Hífð voru upp veiðarfæri skipsins og sigldi það til móts við þyrluna sem fór í loftið frá Reykjavík kl. 06:31.

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara - 13.6.2013

ArsfundurJRCC_10web

Í gær var haldinn árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara á öryggissvæðinu í Keflavík. Á fundinum var farið yfir helstu björgunaraðgerðir ársins 2012 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka öryggi sjófarenda og loftfara. Einnig var rætt um mikilvægi þess að viðbragðsaðilar hittist árlega til að fara yfir stöðu mála sem er forsenda þess góða árangurs sem náðst hefur.

Eftirlitsflug TF-SIF um Húnaflóa og Vestfirði - 13.6.2013

SIF_MG_1474

TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fór nýverið í gæslu og hafískönnun frá Húnaflóa og suður með Vestfjörðum. Könnuð var skipaumferð í Húnaflóa og síðan haldið til hafískönnunar út af Vestfjörðum. Komið var að ísröndinni N- af Horni og henni fylgt vestur á Dhornbanka einnig var könnuð skipaumferð N- af Horni og út Kópanes.

Varðskip, þyrla og sjóbjörgunarsveitir kallaðar út - 10.6.2013

Reynir_Thor

Þyrla, varðskip og sjóbjörgunarsveitir SL á Vestfjörðum voru kallaðar út um kl. 16:00 í dag eftir að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafði árangurslaust reynt að ná í fiskibát sem hvarf úr ferilvöktun og svaraði ekki uppköllum varðstjóra Landhelgisgæslunnar á kall- og neyðarrásinni, rás 16.

Gengið frá samningum um leigu á þyrlum - 10.6.2013

GNA2

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti sl. fimmtudag forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára. Landhelgisgæslan gekk á föstudag frá samningum vegna leigunnar.

Síða 1 af 2