Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fallbyssukúlu í Eyjum - 30.1.2020

DSC_4383

Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á dögunum vegna fallbyssukúlu sem fannst í kjallaranum innan um aðra muni safnsins. Enginn þekkti uppruna kúlunnar og því var ekki vitað hvort hún væri enn virk.

60 ár frá komu Óðins - 27.1.2020

0159.-ODINN-c

Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fagna í dag 60 ára afmæli varðskipsins Óðins. Hátíðarkaffi var haldið um borð í skipinu í gær þar hollvinir varðskipsins mættu og gerðu sér glaðan dag. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var meðal viðstaddra ásamt Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra. Guðmundur Hallvarðsson, formaður hollvinasamtaka Óðins, rakti sögu skipsins sem kom til landsins þann 27. janúar 1960. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959. Það er 910 tonn, 63 metrar á lengd og 10 metrar á breidd.

Kaffisamsæti í tilefni Bóndadags - 24.1.2020

IMG_3578

Bóndadagurinn var haldinn hátíðlegur hjá Landhelgisgæslunni í dag og var boðið til kaffisamsætis. Um samstilltar aðgerðir var að ræða sem fóru fram í Keflavík, Skógarhlíð og Reykjavíkurflugvelli. Undanfarin ár hefur þessi skemmtilega hefð verið við lýði hjá Landhelgisgæslunni og það sama verður upp á teningnum í kringum konudaginn, þann 23. febrúar.

Hafís færist nær landi - 23.1.2020

Mynd1

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíss sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur orðið vör við að hann sé að færast nær landi. Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að færast enn nær landi en vestlægar vindáttir ríkja á svæðinu.

Blés á Bolafjalli - 20.1.2020

Fjórar ratsjár- og fjarskiptastöðvar Atlantshafsbandalagsins eru starfræktar hér á landi. Þær eru mikilvægur hlekkur í loftvarnarkerfi NATO auk þess að gegna veigamiklu hlutverki fyrir flugleiðsögu og öryggisfjarskipti landsins. Tvær þeirra eru staðsettar á fjallstoppum Gunnólfsvíkurfjalls og Bolafjalls. Þrátt fyrir það sækir fólk þangað vinnu daglega og sú staða getur komið upp að fólk festist í vinnunni vegna veðurs, stundum svo dögum skiptir.

Hreinsunarstarf í höfninni á Flateyri - 17.1.2020

20200117_143400

Varðskipið Þór er áfram til taks við Flateyri. Eftir hádegi hófst áhöfnin á Þór svo handa við hreinsun ásamt björgunarsveitarmönnum. Varðskipsmenn fóru á tveimur léttbátum frá varðskipinu og allskyns munir voru hreinsaðir úr höfninni. Þar á meðal voru fiskiker, gúmmíbjörgunarbátar, plaströr og fleira. Mest allt var svo híft með krana varðskipsins upp á bryggju. 

Áhöfnin á TF-GRO sótti veikan skipverja í grænlenskt línuskip - 17.1.2020

IMG_3476

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja í grænlenskt línuskip sem statt var 144 sjómílur vestur af Bjargtöngum. Skipið var á milli Grænlands og Íslands þegar beiðni um aðstoð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Landhelgisgæslan leitar að starfsmanni í sjómælinga- og siglingaöryggisdeild. - 17.1.2020

Baldur-vid-maelingar-vid-solaruppras

Landhelgisgæsla Íslands leitar að öflugum, hugmyndaríkum og sveigjanlegum einstaklingum til starfa í sjómælinga- og siglingaöryggisdeild Landhelgisgæslunnar.

Margvísleg verkefni áhafnar varðskipsins Þórs - 16.1.2020

Image00005

Varðskipið Þór er komið að bryggju á Flateyri en áhöfnin hefur sinnt margvíslegum verkefnum undanfarinn sólarhring. Í gær voru björgunarsveitarmenn, áfallateymi og aðrir viðbragðsaðilar fluttir frá varðskipinu í land með léttbátum. 

Þyrlan farið fjórar ferðir á Vestfirði - 16.1.2020

20200116_101932

Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt klukkan 14:00 í sitt fjórða flug á Vestfirði eftir að snjóflóðin féllu fyrr í vikunni. Verkefni bíða þyrlunnar á Flateyri og Ísafirði meðal annars stendur til að flytja mannskap og búnað milli Ísafjarðar og Flateyrar. Með í för eru einnig formenn stjórnarflokkanna sem ætla að kynna sér aðstæður auk forsvarsmanna helstu viðbragðsaðila.

Varðskipið Þór flutti mannskap og vistir vegna snjóflóða - 15.1.2020

IMG_0701

Áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út á miðnætti vegna þriggja snjóflóða sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði. Í síðustu viku ákvað Landhelgisgæslan að sigla skipinu vestur á firði vegna slæmrar veðurspár svo hægt væri að hafa skipið til taks ef á þyrfti að halda. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði - 15.1.2020

IMG_3475

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var á þriðja tímanum í dag kölluð út í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. Allt að þrír verða sóttir til Flateyrar og komið undir læknishendur á Ísafirði en vegna ófærðar síðustu daga hafa þeir ekki komist frá bænum. 

Áfram vakin athygli á hárri sjávarstöðu - 13.1.2020

Unspecified_1550677527731_1578935963271

Veðurspár gera ráð fyrir að á morgun og miðvikudag verði mjög djúp lægð skammt undan Austurlandi og getur lágur loftþrýstingur hennar mögulega haft talsverð áhrif á sjávarstöðu. Þrátt fyrir að stærsti straumur hafi verið í gær er enn stórstreymt og hvetur Landhelgisgæslan því til að fylgst verði með sjávarstöðu á flóði næstu daga.

Áhöfnin á TF-EIR sótti slasaðan skipverja - 13.1.2020

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-14-

Skipstjóri frystitogara sem staddur var 40 sjómílur austur af Norðfjarðarhorni hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir aðstoð vegna slasaðs skipverja um borð. Eftir samráð við þyrlulækni var ákveðið að kalla út áhöfnina á TF-EIR til að sækja manninn. 

Landhelgisgæslan hlýtur jafnlaunavottun - 10.1.2020

IMG_7157

Landhelgisgæslan hlaut í dag jafnlaunavottun frá vottunarstofunni Vottun hf. Georg Kristinn Lárusson, forstjóri, og Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, veittu í dag viðtöku skírteini þessu til staðfestingar ásamt Ólöfu Birnu Ólafsdóttur, gæðastjóra. Davíð Lúðvíksson, úttektarmaður, afhenti skírteinið fyrir hönd Vottunar hf. Jafnlaunavottunin tók gildi í desember.

Athygli vakin á hárri sjávarstöðu - 9.1.2020

Landhelgisgæslan vekur athygli á hárri sjávarstöðu um og eftir helgi en stórstreymt er á sunnudaginn. Um helgina er einnig gert ráð fyrir umhleypingasömu veðri með fremur lágum loftþrýstingi og því má gera ráð fyrir hærri sjávarstöðu en flóðspár gefa til kynna. 

Síða 1 af 2