Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Erlent fréttaefni um Northern Challenge - 31.10.2011

NC2011IMG_3580

Nú er komið út erlent fréttaefni vegna æfingarinnar Northern Challenge sem fór fram hér á landi í byrjun október. Æfingin er mikilvægur þáttur í þjálfun sprengjusérfræðinga en þátttakendur hennar eru oft á tíðum teymi á leið til friðargæslu.

Áhöfn varðskipsins Þórs boðið að sjá Þór - 31.10.2011

ThorPlakat-b

Áhöfnin á varðskipinu Þór fékk um helgina gefins miða á íslensku tölvuteiknimyndina um þrumuguðinn Þór, frá framleiðanda myndarinnar CAOZ hf. Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór var heimsfrumsýnd  á Íslandi 14. október síðastliðinn og hefur hún hlotið fádæma lof gagnrýnenda.

Mikil stemmning í Þór - 30.10.2011

Gestir_Sun3

Varðskipið Þór hefur laðað að sér fjölda manns dagana frá því að skipið lagði að Miðbakka Reykjavíkurhafnar síðastliðinn fimmtudag. Um 4100 manns komu um borð á sunnudag en samtals hafa nú um 12.000 manns  komið að skoða varðskipið.

Erlendir samstarfsaðilar voru við komu Þórs til Reykjavíkur - 30.10.2011

Ýmsir erlendir samstarfsaðilar Landhelgisgæslunnar komu til landsins til að verða við komu Þórs til Reykjavíkur.

Mikil ásókn í að skoða varðskipið Þór - 29.10.2011

Thor_bidlaugardag

Mikil aðsókn hefur verið í að skoða varðskipið Þór dagana frá því að varðskipið kom til Íslands og eru nú rúmlega fimm þúsund manns búin að skoða skipið. Í dag, laugardag lögðu um þrjú þúsund og fimmhundruð manns leið sína niður að Miðbakka Reykjavíkurhafnar þar sem varðskipið liggur við bryggju

Hátíðleg stund við komu Þórs til Reykjavíkur - 27.10.2011

6

Varðskipið Þór sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn  í dag og var eftirvæntingarfullur mannfjöldi samankominn á Miðbakka til að fylgjast með komu hans. Þyrlur Landhelgisgæslunnar Líf og Gná fylgdu Þór inn í höfnina og flugvélin Sif flaug lágflug yfir svæðið.

Til hamingju með daginn! Þór kominn til Íslands - 26.10.2011

Vardskipid-thor

Þór, nýtt varðskip Íslendinga lagði að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:00 í dag og var fjöldi fólks samankominn á Friðarbryggju þegar glæsilegt varðskipið sigldi inn höfnina. Þyrlur Landhelgisgæslunnar  TF-LÍF og TF-GNÁ sveimuðu yfir meðan varðskipið sigldi inn.

Þór kemur til Reykjavíkur á morgun fimmtudag - 26.10.2011

THOR8

Þór, nýtt varðskip Íslendinga kemur til Reykjavíkur á morgun, fimmtudag og verður tekið á móti varðskipinu á Miðbakka Reykjavíkurhafnar kl. 14:00 á morgun fimmtudag. Verður varðskipið opið til sýnis til klukkan kl. 17:00 og eru allir velkomnir um borð.

Mikið traust til Landhelgisgæslunnar - 26.10.2011

Skalva13jan11-163

Landhelgisgæslan nýtur traust 78,3% landsmanna samkvæmt könnun Markaðs og miðlarannsókna (MMR) á trausti til helstu stofnana á sviði réttarfars og dómstóla. Eru niðurstöðurnar nær óbreyttar frá fyrri mælingum.

Varðskipið Þór kemur til Vestmannaeyja á morgun - 25.10.2011

Thor13102011

Varðskipið Þór er nú komið inn í íslenska leitar- og björgunarsvæðið og verða Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaður þegar komið er til Íslands. Leggst varðskipið að bryggju í Friðarhöfn á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og verður skipið opið til sýnis milli kl. 14:00-20:00.

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 21.10.2011

TFLIF_2009

Þyrla Landhelgisgæslunnar stóð kl. 22:35 í gærkvöldi línubát að meintum ólöglegum veiðum á Fljótagrunni,  inni í hólfi þar sem veiðar eru bannaðar skv. reglugerð nr. 742/2009 um bann við línu- og handfæraveiðum á Fljótagrunni..

Þór nálgast heimahöfn - 20.10.2011

Thor_07102011

Varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga er nú á siglingu frá Halifax til Íslands. Vestmannaeyjar er fyrsti viðkomustaður varðskipsins en það leggur að bryggju í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 26. október nk.  Verður varðskipið opið til sýnis milli kl. 14:00 og 20:00 og eru allir boðnir hjartanlega velkomnir um borð.

Útboð hafin á endurbótum raflagna í byggingum Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli - 14.10.2011

Framkvæmdir við endurbætur raflagna í byggingum sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með innan öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli hafa verið í undirbúningi og eru útboð hafin á fyrstu áföngum.

Verkefna- og rekstrarfundur Landhelgisgæslunnar haldinn í Keflavík - 12.10.2011

H1

Í vikunni hittust stjórnendur allra deilda Landhelgisgæslunnar á fundi í Keflavík þar sem farið var yfir verkefna- og rekstrarlega stöðu deilda og horfur fyrir árið 2012.  Um er að ræða reglubundna fundi sem eru hluti af innra starfi Landhelgisgæslunnar.

Þyrla LHG tók þátt í landsæfingu björgunarsveita - 11.10.2011

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar tók um helgina þátt í landsæfingu Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði. Í æfingunni var björgunarsveitum skipt í hópa sem tókust á við verkefni af ýmsum toga, þ.a.m. verkefni þar sem þyrlan var fengin til aðstoðar. Tók þyrlan þátt í verkefnum sem m.a. fólust í rústabjörgun og flutningi slasaðra eftir hópslys.

Myndir af Þór í Panamaskurði - 9.10.2011

BFR_2963

Hér má sjá myndir sem voru teknar af varðskipinu Þór við Panamaskurð.

Síða 1 af 2